Sjá mörg tækifæri til frekari samvinnu ríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 22. nóvember 2022 14:27 Sanna Marin og Katrín Jakobsdóttir. Vísir/Vilhelm Sanna Marin og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherrar Finnlands og Íslands, segjast sjá mörg tækifæri til nánara samstarfs ríkjanna tveggja á hinum ýmsu sviðum. Sanna Marin kom til íslands í vinnuheimsókn í dag og fundaði með Katrínu. Forsætisráðherrarnir ræddu við blaðamenn í dag en þá sagði Katrín þær hafa átt góðan fund. Þær hefðu meðal annars rætt mögulega styrkingu sambands Finnlands og Íslands, þó að hefði verið mjög gott í 75 ár. Það væru mörg svið þar sem ríkin gætu starfað nánar saman. Meðal annars nefndi Katrín menntun, kvennaréttindi, geðheilsu ungs fólks þar sem vandamálin væri sambærileg í báðum ríkjum og veðurfarsbreytingar, þar sem Finnland og Ísland hefðu sambærileg markmið og vel væri hægt að deila þekkingu milli ríkja. Sjá einnig: Hádegisspjall Katrínar og Sönnu Katrín sagði einnig að ómögulegt væri að tala ekki um öryggi í Evrópu um þessar mundir. Hún nefndi að Ísland hefði verið eitt af fyrstu ríkjunum til að samþykkja aðild Finna að Atlantshafsbandalaginu og að hún vonaðist til þess að umsóknarferlinu lyki sem fyrst. Klippa: Tækifærin víða hjá Íslandi og Finnlandi Sanna Marin sagði Katrínu hafa ferðast mörgum sinnum til Finnlands og það væri ánægjulegt að geta heimsótt hana í Reykjavík. Finnland og Ísland hefðu lengi átt í góðu samstarfi og nú væri verið að halda upp á 75 ára afmæli pólitísks samstarfs ríkjanna. Hún sagði Finna og Íslendinga eiga margt sameiginlegt og mörg tækifæri til frekara samstarfs. Hún fór sömuleiðis yfir nokkur af þeim málefnum sem Katrín hafði nefnt eins og umhverfismál og geðheilbrigði. Þá þakkaði hún fyrir skjót viðbrögð Íslendinga við aðildarumsókna Finna og Svía í NATO. Marin sagði þær Katrínu hafa rætt málefni Úkraínu og Rússlands og hinar geópólitísku breytingar sem væru að eiga sér stað um heiminn allan. Heimurinn hefði gengið í gegnum margar krísur á undanförnum árum. Tryggja þyrfti að Evrópa gæti orðið meira sjálfbær varðandi orku, matvæli, varnir og tækni og ríki Evrópu þyrftu að reiða sig minna á alræðisríki á þessum sviðum. Hún sagði einnig að hana hlakkaði til að skoða Reykjavík betur og heimsækja íslenskt fólk. Finnland Utanríkismál NATO Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Bein útsending: Hádegisspjall Katrínar og Sönnu Hádegisspjall Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands, og Sönnu Marinar, forsætisráðherra Finnlands fer fram í dag klukkan 12:30 og verður sýnt frá því í beinni útsendingu hér á Vísi. Saman munu þær ræða um stjórar áskoranir og tækifæri samtímans. 22. nóvember 2022 12:00 Sanna Marin til Íslands í næstu viku Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, er væntanleg í vinnuheimsókn til Íslands á þriðjudaginn í næstu viku. 18. nóvember 2022 10:14 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Fleiri fréttir Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Sjá meira
Forsætisráðherrarnir ræddu við blaðamenn í dag en þá sagði Katrín þær hafa átt góðan fund. Þær hefðu meðal annars rætt mögulega styrkingu sambands Finnlands og Íslands, þó að hefði verið mjög gott í 75 ár. Það væru mörg svið þar sem ríkin gætu starfað nánar saman. Meðal annars nefndi Katrín menntun, kvennaréttindi, geðheilsu ungs fólks þar sem vandamálin væri sambærileg í báðum ríkjum og veðurfarsbreytingar, þar sem Finnland og Ísland hefðu sambærileg markmið og vel væri hægt að deila þekkingu milli ríkja. Sjá einnig: Hádegisspjall Katrínar og Sönnu Katrín sagði einnig að ómögulegt væri að tala ekki um öryggi í Evrópu um þessar mundir. Hún nefndi að Ísland hefði verið eitt af fyrstu ríkjunum til að samþykkja aðild Finna að Atlantshafsbandalaginu og að hún vonaðist til þess að umsóknarferlinu lyki sem fyrst. Klippa: Tækifærin víða hjá Íslandi og Finnlandi Sanna Marin sagði Katrínu hafa ferðast mörgum sinnum til Finnlands og það væri ánægjulegt að geta heimsótt hana í Reykjavík. Finnland og Ísland hefðu lengi átt í góðu samstarfi og nú væri verið að halda upp á 75 ára afmæli pólitísks samstarfs ríkjanna. Hún sagði Finna og Íslendinga eiga margt sameiginlegt og mörg tækifæri til frekara samstarfs. Hún fór sömuleiðis yfir nokkur af þeim málefnum sem Katrín hafði nefnt eins og umhverfismál og geðheilbrigði. Þá þakkaði hún fyrir skjót viðbrögð Íslendinga við aðildarumsókna Finna og Svía í NATO. Marin sagði þær Katrínu hafa rætt málefni Úkraínu og Rússlands og hinar geópólitísku breytingar sem væru að eiga sér stað um heiminn allan. Heimurinn hefði gengið í gegnum margar krísur á undanförnum árum. Tryggja þyrfti að Evrópa gæti orðið meira sjálfbær varðandi orku, matvæli, varnir og tækni og ríki Evrópu þyrftu að reiða sig minna á alræðisríki á þessum sviðum. Hún sagði einnig að hana hlakkaði til að skoða Reykjavík betur og heimsækja íslenskt fólk.
Finnland Utanríkismál NATO Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Bein útsending: Hádegisspjall Katrínar og Sönnu Hádegisspjall Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands, og Sönnu Marinar, forsætisráðherra Finnlands fer fram í dag klukkan 12:30 og verður sýnt frá því í beinni útsendingu hér á Vísi. Saman munu þær ræða um stjórar áskoranir og tækifæri samtímans. 22. nóvember 2022 12:00 Sanna Marin til Íslands í næstu viku Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, er væntanleg í vinnuheimsókn til Íslands á þriðjudaginn í næstu viku. 18. nóvember 2022 10:14 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Fleiri fréttir Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Sjá meira
Bein útsending: Hádegisspjall Katrínar og Sönnu Hádegisspjall Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands, og Sönnu Marinar, forsætisráðherra Finnlands fer fram í dag klukkan 12:30 og verður sýnt frá því í beinni útsendingu hér á Vísi. Saman munu þær ræða um stjórar áskoranir og tækifæri samtímans. 22. nóvember 2022 12:00
Sanna Marin til Íslands í næstu viku Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, er væntanleg í vinnuheimsókn til Íslands á þriðjudaginn í næstu viku. 18. nóvember 2022 10:14