Körfubolti

Yngvi mun ekki klára tíma­bilið í Kópavogi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Yngvi Gunnlaugsson stígur til hliðar.
Yngvi Gunnlaugsson stígur til hliðar. Vísir/Diego

Körfuknattleiksdeild Breiðabliks hefur gefið frá sér yfirlýsingu þess efnis að Yngvi Gunnlaugsson mun ekki klára tímabilið sem þjálfari meistaraflokks kvenna sem leikur í Subway deild kvenna. Jeremy Smith, leikmaður karlaliðs Breiðabliks, mun stýra liðinu út tímabilið.

Yngvi tók við liði Breiðabliks í sumar en stoppaði stutt í Kópavogi. Þá sagði í yfirlýsingu félagsins að mikil bjartsýni væri fyrir komandi tímum. Sem stendur situr liðið hins vegar í næstneðsta sæti Subway deildarinnar og þá missti liðið einn sinn albesta leikmann, Isabellu Ósk Sigurðardóttir, til Njarðvíkur fyrir ekki svo löngu.

Jeremy Herbert Smith, leikmaður meistaraflokks karla, mun stýra kvennaliði Breiðabliks út tímabilið. Hann lék fyrst lék með Breiðabliki tímabilið 2017 og er því öllum hnútum kunnugur í Kópavogi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×