Tárvot Vanda: „Kannski er þetta barnalegt hjá mér en þetta er bara ég“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. nóvember 2022 18:35 Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ. Vísir Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segist vona að samtal KSÍ og Knattspyrnusambands Sádi-Arabíu geti hjálpað kvennaknattspyrnu þar í landi. „Ef maður Google-ar myndir af þessu liði sér maður myndir af brosandi fótboltastelpum og mig langar bara að hjálpa þeim.“ Vanda er nú stödd í Katar ásamt fríðu föruneyti frá KSÍ en HM í fótbolta fer fram í landinu næsta mánuðinn eða svo. Formaðurinn var í ítarlegu viðtali við RÚV og fór þar yfir gagnrýnina sem sambandið hefur fengið, bæði fyrir að leika vináttulandsleik við Sádi-Arabíu og svo fyrir að heiðra ekki landsliðskonur á sama hátt og landsliðsmenn. Vanda varð að láta undan tárunum þegar spurt var um gagnrýni landsliðskvenna á KSÍ. Ítarlegt viðtal við Vöndu frá Katar. https://t.co/ebXR1jolpc— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 21, 2022 Um Sádi-Arabíu og vináttuleikinn fræga „Ég fór að lesa mér til og skoða. Þá kemur í ljós að Sádi-Arabía er að byrja með kvennafótbolta, byrja með kvennalandslið. Búnar að spila fjóra landsleiki. Þetta var eitthvað sem ég vildi styðja og styrkja. Ég trúi svo mikið á mannréttindi og staða kvenna haldist hönd í hönd. Ef við getum bætt stöðu kvenna þá held ég að það hafi jákvæð áhrif á mannréttindi. Það var þetta sem við sem knattspyrnusamband vildum gera með knattspyrnusambandi Sádi-Arabíu.“ Aðspurð hvort ferðin [að spila við Sádi-Arabíu] hefði borið árangur þá taldi Vanda svo vera. „Við funduðum í gær [í Katar] með formanni og framkvæmdastjóra í Sádi-Arabíu, áttum þar mjög góðan fund. Munum funda áfram með þeim sem eru í kvennafótboltanum sérstaklega. Þá sögðu þeir okkur að sá sem er formaður núna byrjaði 2019 og hann fer á fleygiferð að berjast fyrir því að koma kvennalandsliði og deild.“ „Framkvæmdastjórinn sagði við mig að hann hélt aldrei að honum myndi takast þetta. Ef maður Google-ar myndir af þessu liði sér maður myndir af brosandi fótboltastelpum og mig langar bara að hjálpa þeim. Kannski er þetta barnalegt hjá mér en þetta er bara ég.“ Vanda vildi ekki gefa upp hversu mikið Sádi-Arabía hefði borgað KSÍ fyrir að vináttuleikinn. Aðspurð hvort upphæðin hefði í og kringum 100 milljónir íslenskra króna þá hló Vanda og þvertók fyrir það. Um treyjumálið „Þær voru ekki að gagnrýna mig. Ég er búin að ræða við þær báðar, Dagný [Brynjarsdóttir] setur þetta fram og Glódísi [Perlu Viggósdóttir]. Við höfum átt mjög gott samtal.“ „Mér finnst mikilvægt að segja að þessi tilfinning, að finnast maður ekki mikilvægur. Ég hef fengið hana oft. Þetta stakk mig því ég var tíu ára þegar ég byrjaði í jafnréttisbaráttuna. Þá var ég að berjast á Sauðárkróki því ég vildi vera í stuttbuxum eins og strákarnir en ekki leikfimisbol. Eftir þetta verið í hjarta mínu,“ sagði Vanda og táraðist í kjölfarið. „Ég get ekki einu sinni talað um þetta,“ sagði Vanda með tárin í augunum. Viðtalið í heild sinni finna á vef RÚV. Þar er farið yfir víðan völl og meðal annars rætt um stöðu mála í Katar þar sem HM fer nú fram. Fótbolti HM 2022 í Katar KSÍ Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Sjá meira
Vanda er nú stödd í Katar ásamt fríðu föruneyti frá KSÍ en HM í fótbolta fer fram í landinu næsta mánuðinn eða svo. Formaðurinn var í ítarlegu viðtali við RÚV og fór þar yfir gagnrýnina sem sambandið hefur fengið, bæði fyrir að leika vináttulandsleik við Sádi-Arabíu og svo fyrir að heiðra ekki landsliðskonur á sama hátt og landsliðsmenn. Vanda varð að láta undan tárunum þegar spurt var um gagnrýni landsliðskvenna á KSÍ. Ítarlegt viðtal við Vöndu frá Katar. https://t.co/ebXR1jolpc— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 21, 2022 Um Sádi-Arabíu og vináttuleikinn fræga „Ég fór að lesa mér til og skoða. Þá kemur í ljós að Sádi-Arabía er að byrja með kvennafótbolta, byrja með kvennalandslið. Búnar að spila fjóra landsleiki. Þetta var eitthvað sem ég vildi styðja og styrkja. Ég trúi svo mikið á mannréttindi og staða kvenna haldist hönd í hönd. Ef við getum bætt stöðu kvenna þá held ég að það hafi jákvæð áhrif á mannréttindi. Það var þetta sem við sem knattspyrnusamband vildum gera með knattspyrnusambandi Sádi-Arabíu.“ Aðspurð hvort ferðin [að spila við Sádi-Arabíu] hefði borið árangur þá taldi Vanda svo vera. „Við funduðum í gær [í Katar] með formanni og framkvæmdastjóra í Sádi-Arabíu, áttum þar mjög góðan fund. Munum funda áfram með þeim sem eru í kvennafótboltanum sérstaklega. Þá sögðu þeir okkur að sá sem er formaður núna byrjaði 2019 og hann fer á fleygiferð að berjast fyrir því að koma kvennalandsliði og deild.“ „Framkvæmdastjórinn sagði við mig að hann hélt aldrei að honum myndi takast þetta. Ef maður Google-ar myndir af þessu liði sér maður myndir af brosandi fótboltastelpum og mig langar bara að hjálpa þeim. Kannski er þetta barnalegt hjá mér en þetta er bara ég.“ Vanda vildi ekki gefa upp hversu mikið Sádi-Arabía hefði borgað KSÍ fyrir að vináttuleikinn. Aðspurð hvort upphæðin hefði í og kringum 100 milljónir íslenskra króna þá hló Vanda og þvertók fyrir það. Um treyjumálið „Þær voru ekki að gagnrýna mig. Ég er búin að ræða við þær báðar, Dagný [Brynjarsdóttir] setur þetta fram og Glódísi [Perlu Viggósdóttir]. Við höfum átt mjög gott samtal.“ „Mér finnst mikilvægt að segja að þessi tilfinning, að finnast maður ekki mikilvægur. Ég hef fengið hana oft. Þetta stakk mig því ég var tíu ára þegar ég byrjaði í jafnréttisbaráttuna. Þá var ég að berjast á Sauðárkróki því ég vildi vera í stuttbuxum eins og strákarnir en ekki leikfimisbol. Eftir þetta verið í hjarta mínu,“ sagði Vanda og táraðist í kjölfarið. „Ég get ekki einu sinni talað um þetta,“ sagði Vanda með tárin í augunum. Viðtalið í heild sinni finna á vef RÚV. Þar er farið yfir víðan völl og meðal annars rætt um stöðu mála í Katar þar sem HM fer nú fram.
Fótbolti HM 2022 í Katar KSÍ Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Sjá meira