Spenntur fyrir stærsta leiknum á ferlinum: „Algjör draumur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. nóvember 2022 23:01 Arnór Snær Óskarsson, leikmaður Vals, segir að leikurinn gegn Flensburg annað kvöld sé sá stærsti á ferlinum og tilhlökkunin fyrir hann sé mikil. Hann vonast til að góð frammistaða í Evrópudeildinni hjálpi sér að taka næsta skref á ferlinum. „Það er hægt að segja það. Þetta er leikur sem ég og fleiri erum búnir að bíða eftir; að mæta Flensburg hérna heima er algjör draumur,“ sagði Arnór í samtali við Vísi í dag. Valur hefur unnið báða leiki sína sína í Evrópudeildinni. Arnór var hreinlega ekki viss hvort það væri minni pressa á Valsmönnum vegna þess. „Ég held ekki. Kannski. Við erum búnir að spila tvo góða leiki gegn Ferencváros og Benedorm og ætlum að halda áfram að spila okkar leik,“ sagði Arnór. Hann markmið Valsmanna að fara upp úr riðlinum. Fjögur af sex liðum í honum komast áfram í útsláttarkeppnina. „Fyrir keppnina var markmiðið alltaf að fara upp úr riðlinum. Við ætlum ekki bara að vera áhorfendur sem fengu að fljóta með. Stefnan er að fara í sextán liða úrslit,“ sagði Arnór. Klippa: Viðtal við Arnór Snæ Frá leiknum gegn Benedorm hefur Valur spilað þrjá leiki í Olís-deildinni og unnið þá alla. Arnór segir að það hafi gengið vel að halda einbeitingu, þrátt fyrir að leikurinn stóri gegn Flensburg hafi alltaf verið handan við hornið. „Við settum okkur bara markmið að vinna næstu þrjá deildarleiki. Það tók hugann aðeins af leiknum gegn Flensburg þótt hann hafi auðvitað verið aftast í huganum. En við tækluðum það drulluvel að pæla ekki í honum en maður er búinn að pæla mikið í honum frá því að Stjörnuleikurinn á föstudaginn kláraðist,“ sagði Arnór. Undanfarin tvö tímabil hefur Arnór verið einn besti leikmaður Olís-deildarinnar. Hann stefnir hátt og vonast til að góð spilamennska í Evrópudeildinni hjálpi á framabrautinni. „Já, þessi Evrópudeild er gluggi fyrir mig og aðra leikmenn til að sýna sig og sanna til að geta komist í sterkara lið. Ég lít klárlega á þessa keppni til að geta sannað sig fyrir liðum úti í heimi. En núna pæli ég bara í Val og ætla að klára allt með þeim,“ sagði Arnór að endingu. Viðtalið við Arnór má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
„Það er hægt að segja það. Þetta er leikur sem ég og fleiri erum búnir að bíða eftir; að mæta Flensburg hérna heima er algjör draumur,“ sagði Arnór í samtali við Vísi í dag. Valur hefur unnið báða leiki sína sína í Evrópudeildinni. Arnór var hreinlega ekki viss hvort það væri minni pressa á Valsmönnum vegna þess. „Ég held ekki. Kannski. Við erum búnir að spila tvo góða leiki gegn Ferencváros og Benedorm og ætlum að halda áfram að spila okkar leik,“ sagði Arnór. Hann markmið Valsmanna að fara upp úr riðlinum. Fjögur af sex liðum í honum komast áfram í útsláttarkeppnina. „Fyrir keppnina var markmiðið alltaf að fara upp úr riðlinum. Við ætlum ekki bara að vera áhorfendur sem fengu að fljóta með. Stefnan er að fara í sextán liða úrslit,“ sagði Arnór. Klippa: Viðtal við Arnór Snæ Frá leiknum gegn Benedorm hefur Valur spilað þrjá leiki í Olís-deildinni og unnið þá alla. Arnór segir að það hafi gengið vel að halda einbeitingu, þrátt fyrir að leikurinn stóri gegn Flensburg hafi alltaf verið handan við hornið. „Við settum okkur bara markmið að vinna næstu þrjá deildarleiki. Það tók hugann aðeins af leiknum gegn Flensburg þótt hann hafi auðvitað verið aftast í huganum. En við tækluðum það drulluvel að pæla ekki í honum en maður er búinn að pæla mikið í honum frá því að Stjörnuleikurinn á föstudaginn kláraðist,“ sagði Arnór. Undanfarin tvö tímabil hefur Arnór verið einn besti leikmaður Olís-deildarinnar. Hann stefnir hátt og vonast til að góð spilamennska í Evrópudeildinni hjálpi á framabrautinni. „Já, þessi Evrópudeild er gluggi fyrir mig og aðra leikmenn til að sýna sig og sanna til að geta komist í sterkara lið. Ég lít klárlega á þessa keppni til að geta sannað sig fyrir liðum úti í heimi. En núna pæli ég bara í Val og ætla að klára allt með þeim,“ sagði Arnór að endingu. Viðtalið við Arnór má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira