Loksins byggt fyrir fatlaða á Suðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. nóvember 2022 15:00 Fyrsta skóflustungan af nýja þjónustukjarnanum var tekin á Selfossi föstudaginn 18. nóvember. Magnús Hlynur Hreiðarsson Því er nú fagnað á Suðurlandi að nú eigi loksins að hefja framkvæmdir við byggingu á þjónustukjarna fyrir fatlað fólk en slíkur kjarni hefur ekki verið byggður á svæðinu í 15 ár. Nýi kjarninn verður á Selfossi en þar verður heimili sex einstaklinga með sólarhringsþjónustu. Fyrsta skóflustungan var tekin af nýja íbúðakjarnanum á föstudaginn á lóðinni við Nauthaga 2 á Selfossi þar sem íbúðirnar verða byggðar og þjónustukjarninn. Tvö tilboð bárust í verkið, sem var boðið út í alútboði og var samþykkt að semja við fyrirtækið Mineral ehf. Það er Bergrisin byggðasamlag, sem er verkefni í eigu þrettán sveitarfélaga á Suðurlandi, sem stendur að verkefninu, auk Arnardrangs, sem er félag um sérstakt rekstrarfyrirkomulag , sem miðar að sjálfbærni bygginga og reksturs húsnæðis fyrir fatlað fólk. Einnig kom ráðgjöf frá ýmsum fagaðilum við undirbúning verkefnisins. Íris Ellertsdóttir er verkefnisstjóri Bergrisans og Arnardrangs. „Þetta er mjög góð framkvæmd og við erum mjög ánægð með undirbúnings vinnuna, sem hefur farið fram þannig að við erum mjög bjartsýn á framhaldið.Þetta verða sértækt húsnæði, þar að segja með sólarhringsþjónustu fyrir fatlað fólk,“ segir Íris. Mikil ánægja er með að nú eigi að fara að hefja framkvæmdir við byggingu íbúðanna og þjónustukjarnanna við Nauthaga 2 á Selfossi. Hér eru þær frá vinstri, Fjóla Steindóra Kristinsdóttir, bæjarstjóri, Dagmar Þorsteinsdótttir, framkvæmdastjóri Mineral og Íris Ellertsdóttir, verkefnisstjóri Bergrisans og Arnardrangs.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjóla Steindóra Kristinsdóttir, bæjarstjóri í Árborg og formaður stjórnar Bergrisan er mjög ánægð með að verkefnið sé að fara af stað. „Það er búið að vera að bíða eftir þessu en mér skilst að síðasta heimili hafi verið byggt 2007 á okkar svæði, þannig að þetta er bara æðislegt. Það er mikil þörf á svona heimili enda biðlistarnir langir og við þurfum í rauninni bara að fara að huga strax að næsta heimili, það er bara þannig,“ bætir Fjóla Steindóra við. Nýi byggðakjarninn verður tekin í notkun í janúar 2024 ef allt gengur eftir. Reynir Ingólfsson er hæstánægður með að nú eigi loksins að fara að byggja húsnæði fyrir fatlaða á Suðurlandi en það var síðasta gert 2007, eða fyrir 15 árum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Málefni fatlaðs fólks Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Sjá meira
Fyrsta skóflustungan var tekin af nýja íbúðakjarnanum á föstudaginn á lóðinni við Nauthaga 2 á Selfossi þar sem íbúðirnar verða byggðar og þjónustukjarninn. Tvö tilboð bárust í verkið, sem var boðið út í alútboði og var samþykkt að semja við fyrirtækið Mineral ehf. Það er Bergrisin byggðasamlag, sem er verkefni í eigu þrettán sveitarfélaga á Suðurlandi, sem stendur að verkefninu, auk Arnardrangs, sem er félag um sérstakt rekstrarfyrirkomulag , sem miðar að sjálfbærni bygginga og reksturs húsnæðis fyrir fatlað fólk. Einnig kom ráðgjöf frá ýmsum fagaðilum við undirbúning verkefnisins. Íris Ellertsdóttir er verkefnisstjóri Bergrisans og Arnardrangs. „Þetta er mjög góð framkvæmd og við erum mjög ánægð með undirbúnings vinnuna, sem hefur farið fram þannig að við erum mjög bjartsýn á framhaldið.Þetta verða sértækt húsnæði, þar að segja með sólarhringsþjónustu fyrir fatlað fólk,“ segir Íris. Mikil ánægja er með að nú eigi að fara að hefja framkvæmdir við byggingu íbúðanna og þjónustukjarnanna við Nauthaga 2 á Selfossi. Hér eru þær frá vinstri, Fjóla Steindóra Kristinsdóttir, bæjarstjóri, Dagmar Þorsteinsdótttir, framkvæmdastjóri Mineral og Íris Ellertsdóttir, verkefnisstjóri Bergrisans og Arnardrangs.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjóla Steindóra Kristinsdóttir, bæjarstjóri í Árborg og formaður stjórnar Bergrisan er mjög ánægð með að verkefnið sé að fara af stað. „Það er búið að vera að bíða eftir þessu en mér skilst að síðasta heimili hafi verið byggt 2007 á okkar svæði, þannig að þetta er bara æðislegt. Það er mikil þörf á svona heimili enda biðlistarnir langir og við þurfum í rauninni bara að fara að huga strax að næsta heimili, það er bara þannig,“ bætir Fjóla Steindóra við. Nýi byggðakjarninn verður tekin í notkun í janúar 2024 ef allt gengur eftir. Reynir Ingólfsson er hæstánægður með að nú eigi loksins að fara að byggja húsnæði fyrir fatlaða á Suðurlandi en það var síðasta gert 2007, eða fyrir 15 árum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Málefni fatlaðs fólks Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Sjá meira