Banaslysið setur svip sinn á minningardaginn Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 20. nóvember 2022 12:30 Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu. Bylgjan Karlmaður á þrítugsaldri lést þegar hópferðabifreið var ekið á hann á horni Barónsstígs og Grettisgötu í gærkvöldi. Sérfræðingur hjá Samgöngustofu segir að slysið muni lita dagskrá alþjóðlegs minningardags um fórnarlömb umferðarslysa sem fer fram í dag. Slysið varð á níunda tímanum í gærkvöldi og var allri umferð um Barónsstíg lokað í dágóðan tíma eftir að slysið varð. Í morgun tilkynnti lögregla að karlmaður á þrítugsaldri hafi látist í slysinu en hann var á hlaupahjóli þegar hann varð fyrir hópbifreið. Farþegum hópbifreiðarinnar var boðið upp á áfallahjálp hjá Rauða krossinum eftir slysið. Erfitt að ræða árangur í dag Í dag er alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa og hafði minningarathöfn verið skipulögð fyrir talsverðu síðan. Hún fer fram á þyrlupalli Landspítalans í Fossvogi klukkan tvö í dag. Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur hjá Samgöngustofu, segir að tíðindin í morgun muni setja svip sinn á daginn. „Jú það gerir það. Maður vonar alltaf að í rauninni að svona minningardagur verði í komandi framtíð óþarfur, heyri bara sögunni til. En því miður þá bætist við og það er mjög erfitt að tala um þann árangur sem hefur með sanni náðst í fækkun slysa þegar að við samt erum að missa enn þá fólk í umferðinni og fólk er að stórslasast. Það er bara mjög erfitt,“ segir Einar Magnús. Engin slys eru markmiðið Átta hafa nú látist í umferðinni það sem af er ári. „Ásættanlegur árangur er bókstaflega engin slys. En við viljum nota daginn núna til að leiða hugann að þeim sem eiga um sárt að binda. Leiða hugann að minningu þeirra sem hafa farið í umferðinni,“ segir Einar Magnús. Honum er þakklæti í garð viðbragðsaðila ofarlega í huga. „Og við viljum líka fyrst og fremst huga að ábyrgð okkar allra í umferðinni. Að það sé engin misgá eða engin athyglisbrestur eða eitthvað sem að veldur slysi. Það er gríðarlega mikilvægt að leiða hugann að öllu þessu í dag,“ segir Einar Magnús. Forseti Íslands og heilbrigðisráðherra munu báðir flytja erindi við minningarathöfnina í dag og þá mun kona sem varð völd að banaslysi fyrir þrjátíu árum segja frá því hvernig slysið hefur markað líf hennar. Banaslys á Barónsstíg Samgönguslys Umferðaröryggi Reykjavík Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar Sjá meira
Slysið varð á níunda tímanum í gærkvöldi og var allri umferð um Barónsstíg lokað í dágóðan tíma eftir að slysið varð. Í morgun tilkynnti lögregla að karlmaður á þrítugsaldri hafi látist í slysinu en hann var á hlaupahjóli þegar hann varð fyrir hópbifreið. Farþegum hópbifreiðarinnar var boðið upp á áfallahjálp hjá Rauða krossinum eftir slysið. Erfitt að ræða árangur í dag Í dag er alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa og hafði minningarathöfn verið skipulögð fyrir talsverðu síðan. Hún fer fram á þyrlupalli Landspítalans í Fossvogi klukkan tvö í dag. Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur hjá Samgöngustofu, segir að tíðindin í morgun muni setja svip sinn á daginn. „Jú það gerir það. Maður vonar alltaf að í rauninni að svona minningardagur verði í komandi framtíð óþarfur, heyri bara sögunni til. En því miður þá bætist við og það er mjög erfitt að tala um þann árangur sem hefur með sanni náðst í fækkun slysa þegar að við samt erum að missa enn þá fólk í umferðinni og fólk er að stórslasast. Það er bara mjög erfitt,“ segir Einar Magnús. Engin slys eru markmiðið Átta hafa nú látist í umferðinni það sem af er ári. „Ásættanlegur árangur er bókstaflega engin slys. En við viljum nota daginn núna til að leiða hugann að þeim sem eiga um sárt að binda. Leiða hugann að minningu þeirra sem hafa farið í umferðinni,“ segir Einar Magnús. Honum er þakklæti í garð viðbragðsaðila ofarlega í huga. „Og við viljum líka fyrst og fremst huga að ábyrgð okkar allra í umferðinni. Að það sé engin misgá eða engin athyglisbrestur eða eitthvað sem að veldur slysi. Það er gríðarlega mikilvægt að leiða hugann að öllu þessu í dag,“ segir Einar Magnús. Forseti Íslands og heilbrigðisráðherra munu báðir flytja erindi við minningarathöfnina í dag og þá mun kona sem varð völd að banaslysi fyrir þrjátíu árum segja frá því hvernig slysið hefur markað líf hennar.
Banaslys á Barónsstíg Samgönguslys Umferðaröryggi Reykjavík Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar Sjá meira