Snæfríður Sól er um þessar mundir að keppa í dönsku bikarkeppninni sem fram fer í Kaupmannahöfn, höfuðborg og keppti í 200 metra skriðsundi í dag. Þar gerði hún sér lítið fyrir og bætti eigið Íslandsmet.
Fyrra met hennar var 1:56,51 mínúta en í dag synti hún á 1:55,60 mínútu. Bætti hún því Íslandsmet sitt um tæpa eina sekúndu.
Hin 22 ára gamla Snæfríður Sól fór alla leið í undanúrslit í 200 metra skriðsundi á HM sem fram fór í Búdapest í Ungverjalandi fyrr á þessu ári. Hún er nú í fullum undirbúningi fyrir HM sem fram fer í Ástralíu í desember.