Rússar vongóðir um að fá „sölumann dauðans“ frá Bandaríkjunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. nóvember 2022 11:35 Útlit er fyrir að skipt verði á Bout fyrir Griner. epa Rússar hafa viðurkennt í fyrsta sinn að viðræður séu í gangi milli þeirra og Bandaríkjamanna um fangaskipti sem myndu fela í sér að Bandaríkjamenn slepptu alræmda vopnasalanum Viktor Bout, sem gengur undir viðurnefninu „sölumaður dauðans“. Aðstoðarutanríkisráðherrann Sergei Ryabkov sagði í gær að líkurnar á fangaskiptum hefðu aukist. Endanleg útfærsla lægi ekki fyrir en Bout væri óneitanlega á meðal þeirra sem rætt væri um og að Rússar vonuðust sannarlega eftir „jákvæðri niðurstöðu“. Ryabkov sagði Bout hafa verið ofsóttan í Bandaríkjunum og sendi honum hugheilar kveðjur. Bout, sem var flugmaður í her Sovétríkjanna, var framseldur frá Taílandi til Bandaríkjanna árið 2010. Hann var dæmdur í 25 ára fangelsi eftir að hafa verið fundinn sekur um samsæri sem miðaði að því að myrða Bandaríkjamenn og bandaríska embættismenn, fyrir vopnasölu og aðstoð við hryðjuverkasamtök. Vitað er að Bandaríkjamenn freista þess meðal annars að fá til baka körfuknattleikskonuna Brittney Griner, sem var dæmd til fangelsisvistar fyrir að vera með lítið magn kannabisolíu í fórum sínum. Hún dvelur nú í fanganýlendu í þorpinu Yavas í Mordóvíu, um 500 kílómetra suðaustur af Moskvu. Þá hefur verið rætt um að Paul Whelan, fyrrverandi hermaður sem dæmdur var fyrir njósnir, sé einnig undir í fangaskiptunum. Hann dvelur nú í vinnubúðum einhvers staðar í Rússlandi en hefur ávallt sagst saklaus. Rússland Bandaríkin Mál Brittney Griner Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Aðstoðarutanríkisráðherrann Sergei Ryabkov sagði í gær að líkurnar á fangaskiptum hefðu aukist. Endanleg útfærsla lægi ekki fyrir en Bout væri óneitanlega á meðal þeirra sem rætt væri um og að Rússar vonuðust sannarlega eftir „jákvæðri niðurstöðu“. Ryabkov sagði Bout hafa verið ofsóttan í Bandaríkjunum og sendi honum hugheilar kveðjur. Bout, sem var flugmaður í her Sovétríkjanna, var framseldur frá Taílandi til Bandaríkjanna árið 2010. Hann var dæmdur í 25 ára fangelsi eftir að hafa verið fundinn sekur um samsæri sem miðaði að því að myrða Bandaríkjamenn og bandaríska embættismenn, fyrir vopnasölu og aðstoð við hryðjuverkasamtök. Vitað er að Bandaríkjamenn freista þess meðal annars að fá til baka körfuknattleikskonuna Brittney Griner, sem var dæmd til fangelsisvistar fyrir að vera með lítið magn kannabisolíu í fórum sínum. Hún dvelur nú í fanganýlendu í þorpinu Yavas í Mordóvíu, um 500 kílómetra suðaustur af Moskvu. Þá hefur verið rætt um að Paul Whelan, fyrrverandi hermaður sem dæmdur var fyrir njósnir, sé einnig undir í fangaskiptunum. Hann dvelur nú í vinnubúðum einhvers staðar í Rússlandi en hefur ávallt sagst saklaus.
Rússland Bandaríkin Mál Brittney Griner Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira