Sjö óbreyttir borgarar létu lífið þegar rússnesk flaug lenti á íbúðarhúsi í Vilnyansk og þá féllu fjölmargar sprengjur í Dnipro einni stærstu borg landsins. Óljóst er hversu margir hafa látið lífið síðustu daga en til að mynda eru 23 sagðir hafa slasast í Dnipro í gær.
Á meðal skotmarka Rússa síðustu daga hafa verið mannvirki ríkisgasfélags landsins og stór flugskeytaverksmiðja. Selenskí segir ljóst að Rússar vilji ekki frið, heldur vilji þeir aðeins að Úkraínumenn þjáist sem mest.