Tenniskonur á blæðingum geta nú keppt óhræddar á Wimbledon Smári Jökull Jónsson skrifar 17. nóvember 2022 23:30 Elena Rybakina frá Kasakstan lék til úrslita í einliðaleik kvenna á Wimbledon mótinu í sumar. Vísir/Getty Frá árinu 2014 hefur verið bannað að vera í lituðum nærfötum undir alhvítum keppnisfötum á Wimbledon mótinu í tennis. Nú hefur verið slakað á reglunum eftir gagnrýni tenniskvenna. Wimbledon mótið í tennis er eitt fjögurra risamóta sem haldið er á hverju ári. Saga mótsins er merkileg en það var haldið í fyrsta sinn árið 1877 og nemur heildarverðlaunafé á mótinu tæpum sjö milljörðum króna. Sú hefð hefur lengi verið við lýði að allir leikmenn klæðist alhvítum keppnisklæðnaði og síðan 2014 var nærfatnaður einnig felldur undir þessa reglu. Sú ákvörðun hefur fengið talsverða gagnrýni, ekki síst frá tenniskonum sem hafa upplifað kvíða vegna þessa þegar þær eru á blæðingum. Wimbledon is relaxing its requirement for all-white clothing to allow female players to wear colored undershorts to be more comfortable on their periods. https://t.co/e8ky2ypBiK— The Associated Press (@AP) November 17, 2022 Billie Jean King, sexfaldur Wimbledon meistari, var ein af þeim sem var í fararbroddi í umræðunni um reglubreytinguna. „Mín kynslóð var alltaf með áhyggjur því við vorum í alhvítum klæðnaði öllum stundum. Það er klæðnaðurinn undir sem er mikilvægur þegar þú ert á blæðingum. Við vorum alltaf að athuga hvort eitthvað myndi sjást.“ „Maður verður áhyggjufullur því fyrst og fremst erum við skemmtikraftar og þú villt alltaf líta óaðfinnanlega út, líta frábærlega út. Manni líður eins og maður geti andað og þurfi ekki að athuga stöðuna á hverri mínútu þegar maður sest niður og skiptir um vallarhelming. Nú er þetta komið í umræðuna og það er mikilvægt að við eigum samræðurnar,“ sagði King að auki. Serena Williams vann Wimbledon mótið sjö sinnum á sínum ferli. Hér er hún á mótinu í sumar.Vísir/Getty Sally Bolton, stjórnarformaður All England tennisfélagsins sem heldur Wimbledon mótið, segir mikilvægt að styðja við leikmenn. „Við ætlum okkur að styðja við leikmennina og hlusta á þeirra rödd varðandi það hvernig þeir geta staðið sig sem best á mótinu,“ sagði Bolton. „Það er okkar von að þessi reglubreyting hjálpi leikmönnum að einbeita sér að sinni frammistöðu og komi í veg fyrir kvíðavaldandi aðstæður.“ Tennis Bretland Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM með sterkum sigri gegn Tyrklandi Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira
Wimbledon mótið í tennis er eitt fjögurra risamóta sem haldið er á hverju ári. Saga mótsins er merkileg en það var haldið í fyrsta sinn árið 1877 og nemur heildarverðlaunafé á mótinu tæpum sjö milljörðum króna. Sú hefð hefur lengi verið við lýði að allir leikmenn klæðist alhvítum keppnisklæðnaði og síðan 2014 var nærfatnaður einnig felldur undir þessa reglu. Sú ákvörðun hefur fengið talsverða gagnrýni, ekki síst frá tenniskonum sem hafa upplifað kvíða vegna þessa þegar þær eru á blæðingum. Wimbledon is relaxing its requirement for all-white clothing to allow female players to wear colored undershorts to be more comfortable on their periods. https://t.co/e8ky2ypBiK— The Associated Press (@AP) November 17, 2022 Billie Jean King, sexfaldur Wimbledon meistari, var ein af þeim sem var í fararbroddi í umræðunni um reglubreytinguna. „Mín kynslóð var alltaf með áhyggjur því við vorum í alhvítum klæðnaði öllum stundum. Það er klæðnaðurinn undir sem er mikilvægur þegar þú ert á blæðingum. Við vorum alltaf að athuga hvort eitthvað myndi sjást.“ „Maður verður áhyggjufullur því fyrst og fremst erum við skemmtikraftar og þú villt alltaf líta óaðfinnanlega út, líta frábærlega út. Manni líður eins og maður geti andað og þurfi ekki að athuga stöðuna á hverri mínútu þegar maður sest niður og skiptir um vallarhelming. Nú er þetta komið í umræðuna og það er mikilvægt að við eigum samræðurnar,“ sagði King að auki. Serena Williams vann Wimbledon mótið sjö sinnum á sínum ferli. Hér er hún á mótinu í sumar.Vísir/Getty Sally Bolton, stjórnarformaður All England tennisfélagsins sem heldur Wimbledon mótið, segir mikilvægt að styðja við leikmenn. „Við ætlum okkur að styðja við leikmennina og hlusta á þeirra rödd varðandi það hvernig þeir geta staðið sig sem best á mótinu,“ sagði Bolton. „Það er okkar von að þessi reglubreyting hjálpi leikmönnum að einbeita sér að sinni frammistöðu og komi í veg fyrir kvíðavaldandi aðstæður.“
Tennis Bretland Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM með sterkum sigri gegn Tyrklandi Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM með sterkum sigri gegn Tyrklandi