Ronaldo elskar Solskjær en segist aldrei hafa litið á Rangnick sem stjórann Smári Jökull Jónsson skrifar 17. nóvember 2022 07:00 Ralf Rangnick ræðir við Cristiano Ronaldo eftir leik Manchester United á síðasta tímabili. Vísir/Getty Cristiano Ronaldo segir að Manchester United hafi staðnað og lítið breyst síðan hann yfirgaf félagið árið 2009. Hann segir að Ole Gunnar Solskjær hefði þurft meiri tíma með liðið og að hann hafi aldrei litið á Ralf Rangnick sem stjórann. Fyrri hluti viðtals fjölmiðlamannsins Piers Morgan við Cristiano Ronaldo var birtur í gærkvöldi en fréttir af viðtalinu hafa borist alla vikuna. Cristiano Ronaldo hefur þar farið hamförum í gagnrýni sinni á Manchester United og nokkuð ljóst að hann mun yfirgefa félagið þegar félagaskiptaglugginn opnar á nýju ári. Í viðtalinu sem birtist í gær ræddi Ronaldo meðal annars um aðstöðuna hjá United. Hann segir að félagið hafi staðnað og standi öðrum stórum félögum í Evrópu langt að baki. „Þegar ég skrifaði undir hjá Manchester United, þá hélt ég að allt yrði öðruvísi. Tæknin, innviðir og allt saman. Ég var mjög hissa á slæman hátt því ég sá að allt var eins,“ sagði Ronaldo og bætti við að félagið hefði staðið í stað. „Tíminn hafði staðið í stað hjá þeim að mínu mati og það kom mér á óvart.“ Hann segir að engar framfarir hafi átt sér stað og að United standi öðrum stórum félögum langt að baki. „Ef við berum saman við Real Madrid og jafnvel Juventus, þá fylgja þau því sem er að gerast hjá öðrum. Tæknilega hliðin, sérstaklega hvað varðar æfingar, næringu og það að borða rétt og ná endurheimt betur en áður - hún kom mér á óvart.“ „Þessa stundina, ef við berum saman við þessu félög, þá er United á eftir og það kom mér á óvart. Félag af þessari stærðargráðu ætti að vera í hæsta klassa og það er ekki þannig, því miður. Þeir eru ekki á þeim stað. Ég vona að á næstu árum nái þeir toppnum á ný.“ Leit aldrei á Rangnick sem stjórann Ole Gunnar Solskjær var knattspyrnustjóri Manchester United þegar Cristiano Ronaldo gekk til liðs við félagið að nýju sumarið 2021. Solskjær var þó rekinn eftir skelfilega byrjun United á tímabilinu og Ralf Rangnick var ráðinn til að stýra liðinu út leiktíðina. Ronaldo segist aldrei hafa heyrt um Rangnick fyrr en hann var ráðinn stjóri United og segist ekki hafa upplifað hann sem stjórann. Ole Gunnar Solskjær var þjálfari United þegar Ronaldo gekk til liðs við félagið á nýjan leik árið 2021.Vísir/Getty „Að sjálfsögðu kölluðum við hann stjóra því hann var ráðinn í starfið. Ég hef alltaf kallað þjálfarana mína „boss“ því við eigum að kalla þá það ef þeir eru ráðnir í starfið.“ „Að endingu, þá sá ég hann aldrei sem stjórann af því að ég var aldrei sammála honum varðandi nokkur atriði.“ Hann segir Rangnick og þjáfaralið hans ekki hafa vitað betur en þeir gerðu. „Þeir þekktu félagið mjög vel. En þeir þekktu ekki innsta kjarna þess nógu vel, sögu félagsins. Það kom mér mjög á óvart. Þegar þú rekur Ole Gunnar Solskjær þá áttu að ráða toppþjálfara, ekki yfirmann knattspyrnumála.“ „Ég elska Solskjær“ Ronaldo segir að Solskjær hafi verið að gera góða hluti með United liðið áður en honum var sagt upp störfum eftir dapra byrjun liðsins á síðasta tímabili. Hann segist elska Solskjær og segir hann vera toppeintak. „Það var erfitt að taka við eftir Sir Alex Ferguson, en mér fannst hann gera vel. Þú þarft meiri tíma.“ Þá ræðir Ronaldo einnig um yngri leikmenn og segir að hann sé góð fyrirmynd fyrir unga knattspyrnumenn nú til dags. „Ég er ekki þannig náungi sem gefur góð ráð því ég vill frekar sýna gott fordæmi. Því ég er gott fordæmi. Ég er þarna á hverjum morgni og geri mína hluti. Ég er líklega sá fyrsti sem mætir og sá síðasti til að yfirgefa svæðið. Ég held að smáatriðin tali fyrir sig sjálf. Þess vegna segi ég, ég vil sýna gott fordæmi.“ „Í öllum deildum heimsins eru yngri leikmenn nú til dags ekki eins og mín kynslóð. Við getum samt ekki kennt þeim um, þetta er hluti af gangi lífsins.“ Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Handbolti Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Handbolti Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
Fyrri hluti viðtals fjölmiðlamannsins Piers Morgan við Cristiano Ronaldo var birtur í gærkvöldi en fréttir af viðtalinu hafa borist alla vikuna. Cristiano Ronaldo hefur þar farið hamförum í gagnrýni sinni á Manchester United og nokkuð ljóst að hann mun yfirgefa félagið þegar félagaskiptaglugginn opnar á nýju ári. Í viðtalinu sem birtist í gær ræddi Ronaldo meðal annars um aðstöðuna hjá United. Hann segir að félagið hafi staðnað og standi öðrum stórum félögum í Evrópu langt að baki. „Þegar ég skrifaði undir hjá Manchester United, þá hélt ég að allt yrði öðruvísi. Tæknin, innviðir og allt saman. Ég var mjög hissa á slæman hátt því ég sá að allt var eins,“ sagði Ronaldo og bætti við að félagið hefði staðið í stað. „Tíminn hafði staðið í stað hjá þeim að mínu mati og það kom mér á óvart.“ Hann segir að engar framfarir hafi átt sér stað og að United standi öðrum stórum félögum langt að baki. „Ef við berum saman við Real Madrid og jafnvel Juventus, þá fylgja þau því sem er að gerast hjá öðrum. Tæknilega hliðin, sérstaklega hvað varðar æfingar, næringu og það að borða rétt og ná endurheimt betur en áður - hún kom mér á óvart.“ „Þessa stundina, ef við berum saman við þessu félög, þá er United á eftir og það kom mér á óvart. Félag af þessari stærðargráðu ætti að vera í hæsta klassa og það er ekki þannig, því miður. Þeir eru ekki á þeim stað. Ég vona að á næstu árum nái þeir toppnum á ný.“ Leit aldrei á Rangnick sem stjórann Ole Gunnar Solskjær var knattspyrnustjóri Manchester United þegar Cristiano Ronaldo gekk til liðs við félagið að nýju sumarið 2021. Solskjær var þó rekinn eftir skelfilega byrjun United á tímabilinu og Ralf Rangnick var ráðinn til að stýra liðinu út leiktíðina. Ronaldo segist aldrei hafa heyrt um Rangnick fyrr en hann var ráðinn stjóri United og segist ekki hafa upplifað hann sem stjórann. Ole Gunnar Solskjær var þjálfari United þegar Ronaldo gekk til liðs við félagið á nýjan leik árið 2021.Vísir/Getty „Að sjálfsögðu kölluðum við hann stjóra því hann var ráðinn í starfið. Ég hef alltaf kallað þjálfarana mína „boss“ því við eigum að kalla þá það ef þeir eru ráðnir í starfið.“ „Að endingu, þá sá ég hann aldrei sem stjórann af því að ég var aldrei sammála honum varðandi nokkur atriði.“ Hann segir Rangnick og þjáfaralið hans ekki hafa vitað betur en þeir gerðu. „Þeir þekktu félagið mjög vel. En þeir þekktu ekki innsta kjarna þess nógu vel, sögu félagsins. Það kom mér mjög á óvart. Þegar þú rekur Ole Gunnar Solskjær þá áttu að ráða toppþjálfara, ekki yfirmann knattspyrnumála.“ „Ég elska Solskjær“ Ronaldo segir að Solskjær hafi verið að gera góða hluti með United liðið áður en honum var sagt upp störfum eftir dapra byrjun liðsins á síðasta tímabili. Hann segist elska Solskjær og segir hann vera toppeintak. „Það var erfitt að taka við eftir Sir Alex Ferguson, en mér fannst hann gera vel. Þú þarft meiri tíma.“ Þá ræðir Ronaldo einnig um yngri leikmenn og segir að hann sé góð fyrirmynd fyrir unga knattspyrnumenn nú til dags. „Ég er ekki þannig náungi sem gefur góð ráð því ég vill frekar sýna gott fordæmi. Því ég er gott fordæmi. Ég er þarna á hverjum morgni og geri mína hluti. Ég er líklega sá fyrsti sem mætir og sá síðasti til að yfirgefa svæðið. Ég held að smáatriðin tali fyrir sig sjálf. Þess vegna segi ég, ég vil sýna gott fordæmi.“ „Í öllum deildum heimsins eru yngri leikmenn nú til dags ekki eins og mín kynslóð. Við getum samt ekki kennt þeim um, þetta er hluti af gangi lífsins.“
Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Handbolti Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Handbolti Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti