„Við lögum ekki slæma ákvarðanatöku með annarri slæmri ákvarðanatöku“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. nóvember 2022 19:15 Alexandra Briem formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Vísir/Arnar Formaður Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir óráð að fylla upp í Árbæjarlón að svo stöddu en tæming þess var nýlega úrskurðuð ólögmæt. Ekki sé hægt að laga eina slæma ákvarðanatöku með annarri slæmri ákvörðun. Meirihluti í Borgarstjórn vísaði í gær frá tillögu sjálfstæðismanna um að Orkuveitu Reykjavíkur yrði gert að fylla upp í Árbæjarlón. Lónið var tæmt af frumkvæði Orkuveitunnar haustið 2020 en tæmingin fljótt kærðir af íbúum. Úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála úrskurðaði svo í haust að tæming lónsins hafi verið ólögmæt. Nú vilja einhverjir íbúar í Árbæ að fyllt verði aftur í lónið, sem var skapað fyrir tæpum 100 árum. „Við erum nýbúin að sjá úrskurðinn og skipulagsfulltrúi er búinn að biðja um viðbrögð frá Orkuveitunni hvernig þau ætla að bregðast við þessari stöðu. Mér finnst eðlilegt að sjá hver þau viðbrögð verða áður en við förum að rjúka upp til handa og fóta,“ segir Alexandra Briem, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Hefði átt að stöðva tæminguna Orkuveita Reykjavíkur hefði átt að sækja um framkvæmdaleyfi og borgin átt að stöðva framkvæmdina. Á sínum tíma hafi verið skiptar skoðanir hvort framkvæmdarleyfi þyrfti. „Við vorum með álit frá skipulagsstofnun að þetta væri ekki framkvæmdaleyfisskylt og borgarlögmaður var á þeirri skoðun að þetta væri ekki framkvæmdarleyfisskylt.“ Úrskurðarnefnd hafi hins vegar ekki tekið afstöðu til þess hvort fylla ætti aftur upp í lónið „Það er meira að segja skýrt að nefndin hefði aldrei getað ákveðið það, hún hefur ekki það umboð,“ segir Alexandra. Lífríki hafi dafnað Í kjölfar tæmingarinnar hafi lífríki við árnar dafnað vel þó það hafi breyst. Til að mynda hefur laxa og urriðastofn Elliðaáa dafnað mjög. Það sé staðreynd, sama hvernig ákvörðunin um tæminguna var tekin. „Við lögum ekki slæma ákvarðanatöku með annarri slæmri ákvarðanatöku. Núna er staðan eins og hún er, þetta er orðinn hlutur og við verðum bara að ákveða hvernig við ætlum að hafa þetta til framtíðar.“ Reykjavík Umhverfismál Tengdar fréttir Segir meirihlutann í afneitun um „óleyfisframkvæmd“ Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sakar meirihlutann í borgarstjórn Reykjavíkur um að vera í afneitun um það sem hann kallar óleyfisframkvæmd að tæma Árbæjarlón. Meirihluti borgarstjórnar vísaði frá tillögu um að fylla lónið aftur. 15. nóvember 2022 23:20 Tillaga um náttúruspjöll í boði Sjálfstæðisflokksins Elliðaárnar hafa stundum verið kallaðar Perla Reykjavíkur enda einstakt að laxaveiðiá renni um höfuðborg. Þar sem raforkuvinnslunni hefur verið hætt eru markvissar aðgerðir til að endurheimta fyrra lífríki í ánum þegar farnar að skila sér. 15. nóvember 2022 12:30 Úrskurður um tæmingu Árbæjarlóns falleinkunn fyrir borgina Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir nýjan úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um tæmingu Árbæjarlóns vera falleinkunn fyrir borgina og Orkuveitu Reykjavíkur. Það sé til háborinnar skammar að borgin hafi ekki stöðvað tæminguna á sínum tíma. 24. október 2022 11:53 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Sjá meira
Meirihluti í Borgarstjórn vísaði í gær frá tillögu sjálfstæðismanna um að Orkuveitu Reykjavíkur yrði gert að fylla upp í Árbæjarlón. Lónið var tæmt af frumkvæði Orkuveitunnar haustið 2020 en tæmingin fljótt kærðir af íbúum. Úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála úrskurðaði svo í haust að tæming lónsins hafi verið ólögmæt. Nú vilja einhverjir íbúar í Árbæ að fyllt verði aftur í lónið, sem var skapað fyrir tæpum 100 árum. „Við erum nýbúin að sjá úrskurðinn og skipulagsfulltrúi er búinn að biðja um viðbrögð frá Orkuveitunni hvernig þau ætla að bregðast við þessari stöðu. Mér finnst eðlilegt að sjá hver þau viðbrögð verða áður en við förum að rjúka upp til handa og fóta,“ segir Alexandra Briem, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Hefði átt að stöðva tæminguna Orkuveita Reykjavíkur hefði átt að sækja um framkvæmdaleyfi og borgin átt að stöðva framkvæmdina. Á sínum tíma hafi verið skiptar skoðanir hvort framkvæmdarleyfi þyrfti. „Við vorum með álit frá skipulagsstofnun að þetta væri ekki framkvæmdaleyfisskylt og borgarlögmaður var á þeirri skoðun að þetta væri ekki framkvæmdarleyfisskylt.“ Úrskurðarnefnd hafi hins vegar ekki tekið afstöðu til þess hvort fylla ætti aftur upp í lónið „Það er meira að segja skýrt að nefndin hefði aldrei getað ákveðið það, hún hefur ekki það umboð,“ segir Alexandra. Lífríki hafi dafnað Í kjölfar tæmingarinnar hafi lífríki við árnar dafnað vel þó það hafi breyst. Til að mynda hefur laxa og urriðastofn Elliðaáa dafnað mjög. Það sé staðreynd, sama hvernig ákvörðunin um tæminguna var tekin. „Við lögum ekki slæma ákvarðanatöku með annarri slæmri ákvarðanatöku. Núna er staðan eins og hún er, þetta er orðinn hlutur og við verðum bara að ákveða hvernig við ætlum að hafa þetta til framtíðar.“
Reykjavík Umhverfismál Tengdar fréttir Segir meirihlutann í afneitun um „óleyfisframkvæmd“ Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sakar meirihlutann í borgarstjórn Reykjavíkur um að vera í afneitun um það sem hann kallar óleyfisframkvæmd að tæma Árbæjarlón. Meirihluti borgarstjórnar vísaði frá tillögu um að fylla lónið aftur. 15. nóvember 2022 23:20 Tillaga um náttúruspjöll í boði Sjálfstæðisflokksins Elliðaárnar hafa stundum verið kallaðar Perla Reykjavíkur enda einstakt að laxaveiðiá renni um höfuðborg. Þar sem raforkuvinnslunni hefur verið hætt eru markvissar aðgerðir til að endurheimta fyrra lífríki í ánum þegar farnar að skila sér. 15. nóvember 2022 12:30 Úrskurður um tæmingu Árbæjarlóns falleinkunn fyrir borgina Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir nýjan úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um tæmingu Árbæjarlóns vera falleinkunn fyrir borgina og Orkuveitu Reykjavíkur. Það sé til háborinnar skammar að borgin hafi ekki stöðvað tæminguna á sínum tíma. 24. október 2022 11:53 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Sjá meira
Segir meirihlutann í afneitun um „óleyfisframkvæmd“ Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sakar meirihlutann í borgarstjórn Reykjavíkur um að vera í afneitun um það sem hann kallar óleyfisframkvæmd að tæma Árbæjarlón. Meirihluti borgarstjórnar vísaði frá tillögu um að fylla lónið aftur. 15. nóvember 2022 23:20
Tillaga um náttúruspjöll í boði Sjálfstæðisflokksins Elliðaárnar hafa stundum verið kallaðar Perla Reykjavíkur enda einstakt að laxaveiðiá renni um höfuðborg. Þar sem raforkuvinnslunni hefur verið hætt eru markvissar aðgerðir til að endurheimta fyrra lífríki í ánum þegar farnar að skila sér. 15. nóvember 2022 12:30
Úrskurður um tæmingu Árbæjarlóns falleinkunn fyrir borgina Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir nýjan úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um tæmingu Árbæjarlóns vera falleinkunn fyrir borgina og Orkuveitu Reykjavíkur. Það sé til háborinnar skammar að borgin hafi ekki stöðvað tæminguna á sínum tíma. 24. október 2022 11:53