Bandaríkjaher faldi leynilega stjórnstöð í gígum Rauðhóla Kristján Már Unnarsson skrifar 15. nóvember 2022 22:42 Friðþór Eydal bendir á grunn ratsjármiðstöðvar Bandaríkjahers í Rauðhólum. Arnar Halldórsson Ein mikilvægasta herstöðin á Íslandi á árum síðari heimsstyrjaldar var starfrækt í Rauðhólum. Stöðin var vel falin ofan í gervigígum og þaðan var loftvörnum Íslands stjórnað. Nánast ekkert hefur verið ritað um þessa starfsemi opinberlega. Við fjölluðum í fréttum okkar í gær um malarnámið úr Rauðhólum. En það er önnur saga tengd hólunum sem er minna þekkt. Þar var nefnilega eitt leynilegasta og mikilvægasta hernaðarmannvirki stríðsáranna, falið ofan í gervigígum, sem sjá mátti í frétt Stöðvar 2. Ratsjármiðstöðin var í gígnum vinstra megin, fjarskiptamiðstöðin í gígnum hægra megin.Arnar Halldórsson „Þessi staðsetning hérna var náttúrlega klárlega til þess að verja eða fela staðsetninguna fyrir loftárásum,“ segir Friðþór Eydal, höfundur bóka um umsvif hersins á stríðsárunum. Þar má enn sjá grunna fjarskipta- og ratsjármiðstöðvar, sem Bandaríkjaher hóf að reisa árið 1942 og tók til starfa árið 1943, en miðstöðin var tengd ratsjárstöðvum hersins víða um land. Herbyggingarnar voru hafðar í gígbotnum í vesturhluta Rauðhóla. Norðlingaholtshverfi í baksýn.Arnar Halldórsson „Það var þannig að Bandaríkjaher reisti ratsjárstöðvar víða um land og þær sendu tilkynningar til þessarar miðstöðvar hér í Rauðhólunum. Þaðan voru síðan send fyrirmæli til loftvarnastöðva í Reykjavík og á Reykjavíkurflugvelli þar sem loftvarnabyssunum var stjórnað og orustuflugsveitinni sem var á Reykjavíkurflugvelli. Þannig að hér var miðstöðin fyrir þetta kerfi,“ segir Friðþór. Til er gömul ljósmynd úr Rauðhólastöðinni sem sýnir herforingja yfir landakorti, rétt eins og menn þekkja úr bíómyndum um stríðið. Ljósmynd bandaríska hersins úr stjórnstöðinni í Rauðhólum. Þar var tekið við öllum upplýsingum um ferðir þýskra flugvéla og fyrirskipanir sendar út til að mæta þeim.Bandaríkjaher -Þetta hefur verið bara nokkuð mikilvæg stöð og kannski ein sú þýðingarmesta á stríðsárunum? „Þetta var náttúrlega miðstöð loftvarnanna. Það er enginn vafi á því,“ svarar Friðþór. Mikil braggabyggð við Rauðhóla hýsti hermennina en þegar leið á stríðið árið 1944 var stöðin flutt til Keflavíkurflugvallar. Braggabyggð við Rauðhóla hýsti hermenn stöðvarinnar. Hægra megin sjást Elliðavatn og Elliðavatnsbærinn. -Það er eins og fólk viti lítið af þessu. Það er ekkert sérstaklega merkt hér hversu merkileg stöð þetta var? „Nei, það hefur raunar lítið verið fjallað um þetta. Ég hef reyndar sagt frá þessum loftvarnaviðbúnaði í mínum bókum. En aðrir hafa nú ekki fjallað mikið eða skoðað þessa sögu neitt frekar,“ segir Friðþór. Ítarlegri umfjöllun er í þættinum Um land allt sem nálgast má á streymisveitunni Stöð 2+. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Um land allt Seinni heimsstyrjöldin Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Bandaríkin Tengdar fréttir Segir ekki breska hernum um að kenna hvernig Rauðhólar fóru Það var ekki breski herinn sem eyðilagði Rauðhólana við gerð Reykjavíkurflugvallar heldur borgarbúar sjálfir vegna gatnagerðar. Loftmynd sem tekin var skömmu eftir stríð virðist staðfesta þetta. 14. nóvember 2022 22:40 Njóta sveitalífs við niðinn í ánni en búa samt í jaðri borgarinnar Elliðavatn og vatnasvið þess upp með ánum Bugðu og Hólmsá geymir leyndar perlur og áhugavert mannlíf. Því kynnumst við í þættinum Um land allt á Stöð 2 í kvöld. 14. nóvember 2022 15:54 Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Við fjölluðum í fréttum okkar í gær um malarnámið úr Rauðhólum. En það er önnur saga tengd hólunum sem er minna þekkt. Þar var nefnilega eitt leynilegasta og mikilvægasta hernaðarmannvirki stríðsáranna, falið ofan í gervigígum, sem sjá mátti í frétt Stöðvar 2. Ratsjármiðstöðin var í gígnum vinstra megin, fjarskiptamiðstöðin í gígnum hægra megin.Arnar Halldórsson „Þessi staðsetning hérna var náttúrlega klárlega til þess að verja eða fela staðsetninguna fyrir loftárásum,“ segir Friðþór Eydal, höfundur bóka um umsvif hersins á stríðsárunum. Þar má enn sjá grunna fjarskipta- og ratsjármiðstöðvar, sem Bandaríkjaher hóf að reisa árið 1942 og tók til starfa árið 1943, en miðstöðin var tengd ratsjárstöðvum hersins víða um land. Herbyggingarnar voru hafðar í gígbotnum í vesturhluta Rauðhóla. Norðlingaholtshverfi í baksýn.Arnar Halldórsson „Það var þannig að Bandaríkjaher reisti ratsjárstöðvar víða um land og þær sendu tilkynningar til þessarar miðstöðvar hér í Rauðhólunum. Þaðan voru síðan send fyrirmæli til loftvarnastöðva í Reykjavík og á Reykjavíkurflugvelli þar sem loftvarnabyssunum var stjórnað og orustuflugsveitinni sem var á Reykjavíkurflugvelli. Þannig að hér var miðstöðin fyrir þetta kerfi,“ segir Friðþór. Til er gömul ljósmynd úr Rauðhólastöðinni sem sýnir herforingja yfir landakorti, rétt eins og menn þekkja úr bíómyndum um stríðið. Ljósmynd bandaríska hersins úr stjórnstöðinni í Rauðhólum. Þar var tekið við öllum upplýsingum um ferðir þýskra flugvéla og fyrirskipanir sendar út til að mæta þeim.Bandaríkjaher -Þetta hefur verið bara nokkuð mikilvæg stöð og kannski ein sú þýðingarmesta á stríðsárunum? „Þetta var náttúrlega miðstöð loftvarnanna. Það er enginn vafi á því,“ svarar Friðþór. Mikil braggabyggð við Rauðhóla hýsti hermennina en þegar leið á stríðið árið 1944 var stöðin flutt til Keflavíkurflugvallar. Braggabyggð við Rauðhóla hýsti hermenn stöðvarinnar. Hægra megin sjást Elliðavatn og Elliðavatnsbærinn. -Það er eins og fólk viti lítið af þessu. Það er ekkert sérstaklega merkt hér hversu merkileg stöð þetta var? „Nei, það hefur raunar lítið verið fjallað um þetta. Ég hef reyndar sagt frá þessum loftvarnaviðbúnaði í mínum bókum. En aðrir hafa nú ekki fjallað mikið eða skoðað þessa sögu neitt frekar,“ segir Friðþór. Ítarlegri umfjöllun er í þættinum Um land allt sem nálgast má á streymisveitunni Stöð 2+. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Um land allt Seinni heimsstyrjöldin Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Bandaríkin Tengdar fréttir Segir ekki breska hernum um að kenna hvernig Rauðhólar fóru Það var ekki breski herinn sem eyðilagði Rauðhólana við gerð Reykjavíkurflugvallar heldur borgarbúar sjálfir vegna gatnagerðar. Loftmynd sem tekin var skömmu eftir stríð virðist staðfesta þetta. 14. nóvember 2022 22:40 Njóta sveitalífs við niðinn í ánni en búa samt í jaðri borgarinnar Elliðavatn og vatnasvið þess upp með ánum Bugðu og Hólmsá geymir leyndar perlur og áhugavert mannlíf. Því kynnumst við í þættinum Um land allt á Stöð 2 í kvöld. 14. nóvember 2022 15:54 Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Segir ekki breska hernum um að kenna hvernig Rauðhólar fóru Það var ekki breski herinn sem eyðilagði Rauðhólana við gerð Reykjavíkurflugvallar heldur borgarbúar sjálfir vegna gatnagerðar. Loftmynd sem tekin var skömmu eftir stríð virðist staðfesta þetta. 14. nóvember 2022 22:40
Njóta sveitalífs við niðinn í ánni en búa samt í jaðri borgarinnar Elliðavatn og vatnasvið þess upp með ánum Bugðu og Hólmsá geymir leyndar perlur og áhugavert mannlíf. Því kynnumst við í þættinum Um land allt á Stöð 2 í kvöld. 14. nóvember 2022 15:54