Faðir Friðfinns segist þakklátur Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 15. nóvember 2022 14:00 Kristinn Ágúst Friðfinnsson, faðir Friðfinns sem leitað er nú. Fella og Hólakirkja Kristinn Ágúst Friðfinnsson, faðir Friðfinns Freys Kristinssonar sem leitað er um þessar mundir segir engar fréttir vera af máli sonar síns. Hann þakkar fyrir skjót vinnubrögð viðbragðsaðila og kallar eftir frekari fjármagnsveitingu til þess að lögreglan megi vinna betur gegn undirheimum landsins. Kristinn segir ástandið óbreytt síðan í gær, engar nýjar vísbendingar hafi borist en leitað sé áfram. Friðfinnur Freyr Kristinsson.Aðsent „Þetta er eins og reiðarslag fyrir okkur öll. Það hefur komið fram að hann hefur átt við fíknivanda að stríða og er búinn að standa sig vel núna lengi. Svo bara allt í einu kom þetta eins og þruma úr heiðskíru lofti,“ segir Kristinn. Hann segir fjölskylduna auðvitað vona það besta, að Friðfinnur muni finnast. Þau séu samt sem áður mjög raunsæ og geri sér grein fyrir því að það geti brugðið til beggja vona. Sjá einnig: Íbúar í Vogahverfi beðnir um að skoða stigaganga og geymslur Fjölskyldan full þakklætis Kristinn hrósar björgunarsveitinni og lögreglu fyrir að hafa tekið vel á málinu og segist fullur þakklætis. Yfirvöld hafi brugðist fljótt við. „Við sögðum lögreglunni frá þessu að kvöldi þriðja dags og það var farið strax að skipuleggja leit. Síðan var farið strax í virka leit þarna morguninn eftir,“ segir Kristinn. Hann segir mjög dýrmætt að finna hversu alvarlega málinu var tekið, þau hafi fundið fyrir mikilli samstöðu frá almenningi. „Við höfum ekki undan að taka á móti frábærum kveðjum og samhug frá fólki bæði sem við þekkjum og sem að hefur hugann hjá okkur,“ segir Kristinn. Eigi að beita þá hörku sem hafi lifibrauð af því að eitra fyrir öðrum Hann segir málið vera gott dæmi um það hvað fíkniheimurinn sé skuggalegur. „Það ganga hérna meðal okkar alveg gríðarlega hættulegir einstaklingar sem að eitra samfélagið og ýta við þeim sem eru veikir fyrir. Þetta er skuggalegt. Það væri óskandi að það væri einhvern veginn hægt að sporna við því og koma haldi á og einangra einstaklinga sem gera út á veikleika annarra. Mér finnst það það ljótasta í þessu öllu saman,“ segir Kristinn. Leit að Friðfinni Frey Kristinssyni stendur nú yfir.Vísir/Vilhelm Hann kallar eftir stórátaki í þessum málaflokki ásamt frekara fjármagni og réttindum til löggæsluaðila til þess að þeir geti betur fylgst með undirheimum landsins og sinnt forvirkum aðgerðum. „Mín persónulega skoðun er sú að það eigi að auka ákveðni og hörku gagnvart þeim sem að hafa lifibrauð af því að eitra fyrir öðrum,“ segir Kristinn. Enginn viti það betur en aðstandendur fólks með fíknivanda hvað sá heimur sé skuggalegur. Friðfinnur sást seinast í Vogahverfi á fimmtudaginn í síðustu viku og biður lögregla þá sem geta gefið upplýsingar um ferðir hans að hafa samband við lögreglu í síma 112. Friðfinnur er 42 ára gamall, klæddur í gráa peysu með Boss merki og í gráum joggingbuxum. Hann er 1,82 á hæð, grannvaxinn, með brúnt hár og alskegg. Lögreglumál Björgunarsveitir Fíkn Reykjavík Tengdar fréttir Íbúar í Vogahverfi beðnir um að skoða stigaganga og geymslur Leit að Friðfinni Frey Kristinssyni verður haldið áfram í Reykjavík í dag. Lögregla biður fólk í Vogahverfinu enn um að skoða nærumhverfi sitt en fáar vísbendingar hafa borist. 15. nóvember 2022 11:05 Lögreglan lýsir eftir Friðfinni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Friðfinni Frey Kristinssyni, 42 ára. 14. nóvember 2022 11:04 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira
Kristinn segir ástandið óbreytt síðan í gær, engar nýjar vísbendingar hafi borist en leitað sé áfram. Friðfinnur Freyr Kristinsson.Aðsent „Þetta er eins og reiðarslag fyrir okkur öll. Það hefur komið fram að hann hefur átt við fíknivanda að stríða og er búinn að standa sig vel núna lengi. Svo bara allt í einu kom þetta eins og þruma úr heiðskíru lofti,“ segir Kristinn. Hann segir fjölskylduna auðvitað vona það besta, að Friðfinnur muni finnast. Þau séu samt sem áður mjög raunsæ og geri sér grein fyrir því að það geti brugðið til beggja vona. Sjá einnig: Íbúar í Vogahverfi beðnir um að skoða stigaganga og geymslur Fjölskyldan full þakklætis Kristinn hrósar björgunarsveitinni og lögreglu fyrir að hafa tekið vel á málinu og segist fullur þakklætis. Yfirvöld hafi brugðist fljótt við. „Við sögðum lögreglunni frá þessu að kvöldi þriðja dags og það var farið strax að skipuleggja leit. Síðan var farið strax í virka leit þarna morguninn eftir,“ segir Kristinn. Hann segir mjög dýrmætt að finna hversu alvarlega málinu var tekið, þau hafi fundið fyrir mikilli samstöðu frá almenningi. „Við höfum ekki undan að taka á móti frábærum kveðjum og samhug frá fólki bæði sem við þekkjum og sem að hefur hugann hjá okkur,“ segir Kristinn. Eigi að beita þá hörku sem hafi lifibrauð af því að eitra fyrir öðrum Hann segir málið vera gott dæmi um það hvað fíkniheimurinn sé skuggalegur. „Það ganga hérna meðal okkar alveg gríðarlega hættulegir einstaklingar sem að eitra samfélagið og ýta við þeim sem eru veikir fyrir. Þetta er skuggalegt. Það væri óskandi að það væri einhvern veginn hægt að sporna við því og koma haldi á og einangra einstaklinga sem gera út á veikleika annarra. Mér finnst það það ljótasta í þessu öllu saman,“ segir Kristinn. Leit að Friðfinni Frey Kristinssyni stendur nú yfir.Vísir/Vilhelm Hann kallar eftir stórátaki í þessum málaflokki ásamt frekara fjármagni og réttindum til löggæsluaðila til þess að þeir geti betur fylgst með undirheimum landsins og sinnt forvirkum aðgerðum. „Mín persónulega skoðun er sú að það eigi að auka ákveðni og hörku gagnvart þeim sem að hafa lifibrauð af því að eitra fyrir öðrum,“ segir Kristinn. Enginn viti það betur en aðstandendur fólks með fíknivanda hvað sá heimur sé skuggalegur. Friðfinnur sást seinast í Vogahverfi á fimmtudaginn í síðustu viku og biður lögregla þá sem geta gefið upplýsingar um ferðir hans að hafa samband við lögreglu í síma 112. Friðfinnur er 42 ára gamall, klæddur í gráa peysu með Boss merki og í gráum joggingbuxum. Hann er 1,82 á hæð, grannvaxinn, með brúnt hár og alskegg.
Lögreglumál Björgunarsveitir Fíkn Reykjavík Tengdar fréttir Íbúar í Vogahverfi beðnir um að skoða stigaganga og geymslur Leit að Friðfinni Frey Kristinssyni verður haldið áfram í Reykjavík í dag. Lögregla biður fólk í Vogahverfinu enn um að skoða nærumhverfi sitt en fáar vísbendingar hafa borist. 15. nóvember 2022 11:05 Lögreglan lýsir eftir Friðfinni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Friðfinni Frey Kristinssyni, 42 ára. 14. nóvember 2022 11:04 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira
Íbúar í Vogahverfi beðnir um að skoða stigaganga og geymslur Leit að Friðfinni Frey Kristinssyni verður haldið áfram í Reykjavík í dag. Lögregla biður fólk í Vogahverfinu enn um að skoða nærumhverfi sitt en fáar vísbendingar hafa borist. 15. nóvember 2022 11:05
Lögreglan lýsir eftir Friðfinni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Friðfinni Frey Kristinssyni, 42 ára. 14. nóvember 2022 11:04