„Einn mesti stormur í vatnsglasi sem ég hef upplifað“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. nóvember 2022 13:32 Valsmenn hafa verið mikið í umræðunni að undanförnu. vísir/hulda margrét Hrannari Guðmundssyni, þjálfara kvennaliðs Stjörnunnar, finnst Valsmenn vera full viðkvæmir þessa dagana og bendir á viðbrögð þeirra við umræðunni um Tryggva Garðar Jónsson og styrk Ferencváros sem Valur sigraði í Evrópudeildinni. Arnar Daði Arnarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, þyrlaði upp ryki með ummælum sínum um Tryggva Garðar í hlaðvarpinu Handkastinu í síðustu viku og lenti í kjölfarið í deilum á Twitter. „Þetta var helvíti þung vika fyrir Sérfræðinginn. Það var mikið álag á mér. Það fóru tveir til þrír dagar í þetta. Þetta var ekkert eðlilegt,“ sagði Arnar Daði í Handkastinu í gær. Hrannar var gestur Arnars Daða í Handkastinu. Honum finnst Valsmenn taka alla umræðu um karlaliðið full nærri sér. „Þetta var einn mesti stormur í vatnsglasi sem ég hef upplifað,“ sagði Hrannar. „Með Valsara, þú ert kominn með pabba þjálfarans brjálaðan á Twitter og gamla leikmenn. Valur er langbesta liðið á Íslandi, hvað varð um það að hugsa stórt og halda áfram með lífið. Það komu einhver smá ummæli um Tryggva Garðar og allt varð vitlaust.“ Valsmenn voru heldur ekki sáttir með það þegar Haukamaðurinn Stefán Rafn Sigurmannsson sagði að Valur hefði átt að vinna Ferencváros í Evrópudeildinni. Hann hafi spilað í Ungverjalandi og ekki fundist mikið til Ferencváros koma. „Líka þegar Stefán Rafn kom með ummælin um ungverska liðið. Hann fékk bara Valsherinn á sig. Má bara ekki gagnrýna neitt sem Snorri Steinn [Guðjónsson, þjálfari Vals] gerir?“ sagði Hrannar. Arnar Daði skaut inn í að hann hafi vissulega verið í hópi þeirra sem lét Stefán Rafn heyra það. Hrannar segist þó skilja af hverju Tryggvi Garðar fær jafn fá tækifæri og raun ber vitni. „Það eru örugglega góð rök fyrir því að Tryggvi Garðar spilar ekki meira. Hann fær alltaf á sig glórulausar tvær mínútur í hverjum leik,“ sagði Hrannar. Arnar Daði segist standa við ummæli sín í Handkasti síðustu viku. „Ég var farinn að heyra umræðuna: guð, hvað ég væri ekki til í að vera þessi leikmaður núna og guð hjálpi honum þegar hann fær tækifærið. Hann sýndi í dag [í gær gegn Haukum] að hann er alveg nógu góður til að spila í þessari deild,“ sagði Arnar Daði. Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan. Olís-deild karla Valur Handkastið Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ Handbolti Fleiri fréttir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sjá meira
Arnar Daði Arnarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, þyrlaði upp ryki með ummælum sínum um Tryggva Garðar í hlaðvarpinu Handkastinu í síðustu viku og lenti í kjölfarið í deilum á Twitter. „Þetta var helvíti þung vika fyrir Sérfræðinginn. Það var mikið álag á mér. Það fóru tveir til þrír dagar í þetta. Þetta var ekkert eðlilegt,“ sagði Arnar Daði í Handkastinu í gær. Hrannar var gestur Arnars Daða í Handkastinu. Honum finnst Valsmenn taka alla umræðu um karlaliðið full nærri sér. „Þetta var einn mesti stormur í vatnsglasi sem ég hef upplifað,“ sagði Hrannar. „Með Valsara, þú ert kominn með pabba þjálfarans brjálaðan á Twitter og gamla leikmenn. Valur er langbesta liðið á Íslandi, hvað varð um það að hugsa stórt og halda áfram með lífið. Það komu einhver smá ummæli um Tryggva Garðar og allt varð vitlaust.“ Valsmenn voru heldur ekki sáttir með það þegar Haukamaðurinn Stefán Rafn Sigurmannsson sagði að Valur hefði átt að vinna Ferencváros í Evrópudeildinni. Hann hafi spilað í Ungverjalandi og ekki fundist mikið til Ferencváros koma. „Líka þegar Stefán Rafn kom með ummælin um ungverska liðið. Hann fékk bara Valsherinn á sig. Má bara ekki gagnrýna neitt sem Snorri Steinn [Guðjónsson, þjálfari Vals] gerir?“ sagði Hrannar. Arnar Daði skaut inn í að hann hafi vissulega verið í hópi þeirra sem lét Stefán Rafn heyra það. Hrannar segist þó skilja af hverju Tryggvi Garðar fær jafn fá tækifæri og raun ber vitni. „Það eru örugglega góð rök fyrir því að Tryggvi Garðar spilar ekki meira. Hann fær alltaf á sig glórulausar tvær mínútur í hverjum leik,“ sagði Hrannar. Arnar Daði segist standa við ummæli sín í Handkasti síðustu viku. „Ég var farinn að heyra umræðuna: guð, hvað ég væri ekki til í að vera þessi leikmaður núna og guð hjálpi honum þegar hann fær tækifærið. Hann sýndi í dag [í gær gegn Haukum] að hann er alveg nógu góður til að spila í þessari deild,“ sagði Arnar Daði. Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Valur Handkastið Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ Handbolti Fleiri fréttir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sjá meira