Nokkrir tugir manna í vélhjólaklúbbum sem stunda glæpi hér á landi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. nóvember 2022 09:01 Runólfur segir klúbba sem þessa engin landamæri virða. Vísir/Arnar Nokkrir tugir manna eru í vélhjólaklúbbum sem stunda skipulagða brotastarfsemi hér á landi að mati ríkislögreglustjóra. Nokkrir slíkir klúbbar eru virkir hér á landi. Hátt í þrjátíu meðlimum vélhjólaklúbbsins Hells Angels var vísað frá landinu um helgina. Lögreglan taldi mennina ógn við þjóðaröryggi en allir komu þeir til landsins frá Svíþjóð og Þýskalandi til að vera viðstaddir gleðskap á vegum klúbbs samtakanna hér á landi. Hells Angels er flokkaður sem Skipulögð glæpasamtök af Europol og er álitinn slíkur hér á landi sömuleiðis. Meðlimir Hells Angels telja um 3.500 í 59 löndum en auk þeirra er fjöldi stuðningsklúbba, sem teljast ekki beint til Hells Angels en eru þó hluti af starfseminni. Þar má til dæmis nefna Red Devils og Gatekeepers. Hér á landi telur lögregla nokkurn fjölda hluta af klúbbum sem þessum. „Við teljum að í þessum vélhjólagengisklúbbum, sem eru starfandi hér á landi, séu nokkrir tugir einstaklinga, í nokkrum mismunandi klúbbum og bera öll einkenni skipulagðrar brotastarfsemi,“ segir Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra. Hann nefnir í þessu samhengi, auk Hells Angels, klúbbana Outlaws og Bandidos. Brotastarfsemi þeirra sé fjölbreytt. „Þetta er yfirleitt mjög fjölþætt starfsemi. Þetta er hagnaðardrifin starfsemi þannig að brotaflokkarnir geta verið margvíslegir og í öllum tilvikum hagnaðardrifnir,“ segir Runólfur. Vísbendingar séu um að klúbbar hér á landi séu í virkum samskiptum við klúbba erlendis. „Einkenni þessarar starfsemi er sú að í dag er hún mjög alþjóðleg, virðir engin landamæri,“ segir Runólfur. „Lögreglan þarf að gefa þessu meiri gaum. Atburðir helgarinnar eru vísbending um að mögulega séu þessir hópar hér á landi að eflast.“ Lögreglumál Tengdar fréttir Fimm til viðbótar yfirgefa landið á morgun Þeir fimm meðlimir vélhjólagengisins Hells Angels sem komu til landsins seint í gærkvöldi og lögregla hafði til skoðunar í dag munu yfirgefa landið í fyrramálið. Útlendingastofnun féllst á frávísun í tilviki fjögurra vegna tengsla við samtökin Hells Angels í Þýskalandi en sá fimmti mun yfirgefa landið sjálfviljugur. 12. nóvember 2022 16:32 Öllum tuttugu og tveimur meðlimum Hells Angels vísað frá landi Öllum þeim tuttugu og tveimur meðlimum vélhjólaklúbba sem komu til landsins í gær hefur verið vísað frá landi. Allir voru þeir meðlimir vélhjólagengisins Hells Angels og undirklúbba þess. Lögregla hefur til skoðunar fimm aðra sem komu til landsins seint í gærkvöldi. 12. nóvember 2022 10:38 Á níunda tug meðlima Hells Angels ákærðir í Portúgal Yfirvöld í Portúgal hafa ákært 89 meðlimi mótorhjólagengisins Hells Angels vegna aðildar að skipulagðri glæpastarfsemi, morðtilrauna, rána og eiturlyfjasmygls. 11. júlí 2019 19:13 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Sjá meira
Hátt í þrjátíu meðlimum vélhjólaklúbbsins Hells Angels var vísað frá landinu um helgina. Lögreglan taldi mennina ógn við þjóðaröryggi en allir komu þeir til landsins frá Svíþjóð og Þýskalandi til að vera viðstaddir gleðskap á vegum klúbbs samtakanna hér á landi. Hells Angels er flokkaður sem Skipulögð glæpasamtök af Europol og er álitinn slíkur hér á landi sömuleiðis. Meðlimir Hells Angels telja um 3.500 í 59 löndum en auk þeirra er fjöldi stuðningsklúbba, sem teljast ekki beint til Hells Angels en eru þó hluti af starfseminni. Þar má til dæmis nefna Red Devils og Gatekeepers. Hér á landi telur lögregla nokkurn fjölda hluta af klúbbum sem þessum. „Við teljum að í þessum vélhjólagengisklúbbum, sem eru starfandi hér á landi, séu nokkrir tugir einstaklinga, í nokkrum mismunandi klúbbum og bera öll einkenni skipulagðrar brotastarfsemi,“ segir Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra. Hann nefnir í þessu samhengi, auk Hells Angels, klúbbana Outlaws og Bandidos. Brotastarfsemi þeirra sé fjölbreytt. „Þetta er yfirleitt mjög fjölþætt starfsemi. Þetta er hagnaðardrifin starfsemi þannig að brotaflokkarnir geta verið margvíslegir og í öllum tilvikum hagnaðardrifnir,“ segir Runólfur. Vísbendingar séu um að klúbbar hér á landi séu í virkum samskiptum við klúbba erlendis. „Einkenni þessarar starfsemi er sú að í dag er hún mjög alþjóðleg, virðir engin landamæri,“ segir Runólfur. „Lögreglan þarf að gefa þessu meiri gaum. Atburðir helgarinnar eru vísbending um að mögulega séu þessir hópar hér á landi að eflast.“
Lögreglumál Tengdar fréttir Fimm til viðbótar yfirgefa landið á morgun Þeir fimm meðlimir vélhjólagengisins Hells Angels sem komu til landsins seint í gærkvöldi og lögregla hafði til skoðunar í dag munu yfirgefa landið í fyrramálið. Útlendingastofnun féllst á frávísun í tilviki fjögurra vegna tengsla við samtökin Hells Angels í Þýskalandi en sá fimmti mun yfirgefa landið sjálfviljugur. 12. nóvember 2022 16:32 Öllum tuttugu og tveimur meðlimum Hells Angels vísað frá landi Öllum þeim tuttugu og tveimur meðlimum vélhjólaklúbba sem komu til landsins í gær hefur verið vísað frá landi. Allir voru þeir meðlimir vélhjólagengisins Hells Angels og undirklúbba þess. Lögregla hefur til skoðunar fimm aðra sem komu til landsins seint í gærkvöldi. 12. nóvember 2022 10:38 Á níunda tug meðlima Hells Angels ákærðir í Portúgal Yfirvöld í Portúgal hafa ákært 89 meðlimi mótorhjólagengisins Hells Angels vegna aðildar að skipulagðri glæpastarfsemi, morðtilrauna, rána og eiturlyfjasmygls. 11. júlí 2019 19:13 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Sjá meira
Fimm til viðbótar yfirgefa landið á morgun Þeir fimm meðlimir vélhjólagengisins Hells Angels sem komu til landsins seint í gærkvöldi og lögregla hafði til skoðunar í dag munu yfirgefa landið í fyrramálið. Útlendingastofnun féllst á frávísun í tilviki fjögurra vegna tengsla við samtökin Hells Angels í Þýskalandi en sá fimmti mun yfirgefa landið sjálfviljugur. 12. nóvember 2022 16:32
Öllum tuttugu og tveimur meðlimum Hells Angels vísað frá landi Öllum þeim tuttugu og tveimur meðlimum vélhjólaklúbba sem komu til landsins í gær hefur verið vísað frá landi. Allir voru þeir meðlimir vélhjólagengisins Hells Angels og undirklúbba þess. Lögregla hefur til skoðunar fimm aðra sem komu til landsins seint í gærkvöldi. 12. nóvember 2022 10:38
Á níunda tug meðlima Hells Angels ákærðir í Portúgal Yfirvöld í Portúgal hafa ákært 89 meðlimi mótorhjólagengisins Hells Angels vegna aðildar að skipulagðri glæpastarfsemi, morðtilrauna, rána og eiturlyfjasmygls. 11. júlí 2019 19:13