Meiri gæði, öryggi og ánægja í ferðamannalandinu Íslandi Gréta María Grétarsdóttir skrifar 14. nóvember 2022 08:01 Þessa dagana mætir okkur í matvöruverslunum brosandi fólk og býður Neyðarkallinn til sölu, eða raunar Neyðarkonuna þetta árið. Ég hvet auðvitað öll til að styðja við öflugt starf björgunarsveitanna okkar um allt land, með því að kaupa neyðarfólkið eða með öðrum hætti. Starf þeirra er ómetanlegt og landið væri einfaldlega ekki eins öruggt og raun ber vitni ef þeirra nyti ekki við. Best væri að við þyrftum engar björgunarsveitir Það væri samt auðvitað best ef við þyrftum aldrei á björgunarsveitunum að halda. Nú þegar ferðaþjónustan er að komast í eðlilegt horf heyrum við aftur af ógöngum, slysum og stundum harmleikjum sem verða þegar fólk ferðast um okkar fallega en viðsjárverða land. Þetta eru sem betur fer auðvitað algjörar undantekningar en engu að síður verður að gefa þeim gaum og huga að því hvernig við getum komið í veg fyrir sem allra flest slys og óhöpp á ferðalögum. Í ljósi þess að ferðamennskan er nú komin á fullan snúning á ný er brýnt að eiga samtal, sem að einhverju leyti er hafið, um öryggismál og það hvernig hægt er að samræma aðgangsmál á vinsælum stöðum, hvernig hægt er að nýta reynslu á einum stað á fleiri stöðum og hvenær almenn upplýsingagjöf og reglur þurfa að koma til. Þarna þurfa allir að koma að og ferðaþjónustan sjálf í heild sinni er auðvitað engin undantekning þar á. Framtíðin liggur í gæðunum En þetta á sömuleiðis við um ýmislegt fleira sem snertir ferðaþjónustuna. Þegar hjólin eru farin að snúast á nýjan leik er mikilvægt að við setjum aftur af stað það samtal sem átti sér stað í uppsveiflu ferðamennskunnar fyrir heimsfaraldur, um það hvernig ferðaþjónustan getur þroskast og fest sig betur í sessi sem sú burðaratvinnugrein sem hún er orðin. Framtíð Íslands sem ferðamannalands verðum við að byggja á því frábæra orðspori sem Ísland hefur sem fallegt, óheflað en aðgengilegt og öruggt land. Við eigum líka að byggja á þeirri frábæru reynslu í uppbyggingu ferðaþjónustu sem orðið hefur til síðustu áratugi og gæta þess að hnökrarnir sem upp hafa komið í ferðamanna-„sprengjunni“ undanfarinn áratug verði vaxtarverkir en ekki viðvarandi ástand. Lykillinn að því að Ísland verði til langframa eftirsóttur gæða-áfangastaður liggur í því að byggja upp orðspor landsins sem einstakan stað til að sækja heim. Fyrst og fremst þá auðvitað vegna náttúru sem á nánast engan sinn líka, en ekki síður vegna gestrisni og gæða í þeirri þjónustu sem boðið er upp á. Fagmennska, öryggi og aðgengi eiga að vera til fyrirmyndar þegar fólk sækir okkur heim, þannig tryggjum við að gestir okkar fari ánægðir heim með lífsreynslu í farteskinu sem þeir gleyma aldrei. Það verður alltaf okkar besta auglýsing. Betra ferðamannaland fyrir ferðamenn, starfsfólk og heimafólk Framundan er mikilvæg vinna, samtal allra aðila sem koma að ferðaþjónustunni; fyrirtækjanna, opinberra aðila og heimamanna um land allt um það hvernig við getum byggt upp ferðaþjónustuna þannig að öll njóti góðs af. Þannig getum við byggt upp heilsárs-ferðaþjónustu með vel þjálfuðu og reyndu fagfólki og á sama tíma getum við boðið fólki að njóta alls þess sem landið hefur að bjóða á öruggan hátt, án þess að ganga á náttúruna eða lífsgæði heimafólks. Við hjá Arctic Adventures erum ofboðslega glöð að geta aftur sinnt því sem við gerum best og höfum mesta ánægju af; að leiðsegja ævintýra- og fróðleiksþyrstu fólki um okkar frábæra land. En um leið hlökkum við til þess að taka þátt í að gera ferðamannalandið Ísland enn betra fyrir okkur öll. Höfundur er forstjóri Arctic Adventures. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Björgunarsveitir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Þessa dagana mætir okkur í matvöruverslunum brosandi fólk og býður Neyðarkallinn til sölu, eða raunar Neyðarkonuna þetta árið. Ég hvet auðvitað öll til að styðja við öflugt starf björgunarsveitanna okkar um allt land, með því að kaupa neyðarfólkið eða með öðrum hætti. Starf þeirra er ómetanlegt og landið væri einfaldlega ekki eins öruggt og raun ber vitni ef þeirra nyti ekki við. Best væri að við þyrftum engar björgunarsveitir Það væri samt auðvitað best ef við þyrftum aldrei á björgunarsveitunum að halda. Nú þegar ferðaþjónustan er að komast í eðlilegt horf heyrum við aftur af ógöngum, slysum og stundum harmleikjum sem verða þegar fólk ferðast um okkar fallega en viðsjárverða land. Þetta eru sem betur fer auðvitað algjörar undantekningar en engu að síður verður að gefa þeim gaum og huga að því hvernig við getum komið í veg fyrir sem allra flest slys og óhöpp á ferðalögum. Í ljósi þess að ferðamennskan er nú komin á fullan snúning á ný er brýnt að eiga samtal, sem að einhverju leyti er hafið, um öryggismál og það hvernig hægt er að samræma aðgangsmál á vinsælum stöðum, hvernig hægt er að nýta reynslu á einum stað á fleiri stöðum og hvenær almenn upplýsingagjöf og reglur þurfa að koma til. Þarna þurfa allir að koma að og ferðaþjónustan sjálf í heild sinni er auðvitað engin undantekning þar á. Framtíðin liggur í gæðunum En þetta á sömuleiðis við um ýmislegt fleira sem snertir ferðaþjónustuna. Þegar hjólin eru farin að snúast á nýjan leik er mikilvægt að við setjum aftur af stað það samtal sem átti sér stað í uppsveiflu ferðamennskunnar fyrir heimsfaraldur, um það hvernig ferðaþjónustan getur þroskast og fest sig betur í sessi sem sú burðaratvinnugrein sem hún er orðin. Framtíð Íslands sem ferðamannalands verðum við að byggja á því frábæra orðspori sem Ísland hefur sem fallegt, óheflað en aðgengilegt og öruggt land. Við eigum líka að byggja á þeirri frábæru reynslu í uppbyggingu ferðaþjónustu sem orðið hefur til síðustu áratugi og gæta þess að hnökrarnir sem upp hafa komið í ferðamanna-„sprengjunni“ undanfarinn áratug verði vaxtarverkir en ekki viðvarandi ástand. Lykillinn að því að Ísland verði til langframa eftirsóttur gæða-áfangastaður liggur í því að byggja upp orðspor landsins sem einstakan stað til að sækja heim. Fyrst og fremst þá auðvitað vegna náttúru sem á nánast engan sinn líka, en ekki síður vegna gestrisni og gæða í þeirri þjónustu sem boðið er upp á. Fagmennska, öryggi og aðgengi eiga að vera til fyrirmyndar þegar fólk sækir okkur heim, þannig tryggjum við að gestir okkar fari ánægðir heim með lífsreynslu í farteskinu sem þeir gleyma aldrei. Það verður alltaf okkar besta auglýsing. Betra ferðamannaland fyrir ferðamenn, starfsfólk og heimafólk Framundan er mikilvæg vinna, samtal allra aðila sem koma að ferðaþjónustunni; fyrirtækjanna, opinberra aðila og heimamanna um land allt um það hvernig við getum byggt upp ferðaþjónustuna þannig að öll njóti góðs af. Þannig getum við byggt upp heilsárs-ferðaþjónustu með vel þjálfuðu og reyndu fagfólki og á sama tíma getum við boðið fólki að njóta alls þess sem landið hefur að bjóða á öruggan hátt, án þess að ganga á náttúruna eða lífsgæði heimafólks. Við hjá Arctic Adventures erum ofboðslega glöð að geta aftur sinnt því sem við gerum best og höfum mesta ánægju af; að leiðsegja ævintýra- og fróðleiksþyrstu fólki um okkar frábæra land. En um leið hlökkum við til þess að taka þátt í að gera ferðamannalandið Ísland enn betra fyrir okkur öll. Höfundur er forstjóri Arctic Adventures.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun