Kjósendum hugnist ekki frambjóðendur sem afneita kosningaúrslitum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. nóvember 2022 22:35 Guðmundur Hálfdánarson er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Hann lagði stund á doktorsnám í Bandaríkjunum og er vel kunnugur stjórnmálum þar í landi. Kristinn Ingvarsson Prófessor í sagnfræði segir að úrslit nýafstaðinna þingkosninga í Bandaríkjunum bendi til þess að pólitískur klofningur sé í algleymingi í landinu. Í dag varð ljóst að Demókratar myndu halda meirihluta sínum í efri deild Bandaríska þingsins, öldungadeildinni. Það kom endanlega í ljós með sigri demókrata í Nevada, sem færði flokknum 50. sætið í deildinni. Hundrað sæti eru í deildinni en varaforseti hefur úrslitaatkvæði þegar atkvæði falla jafnt. Demókratinn Kamala Harris er varaforseti Bandaríkjanna og því er litið svo á að flokkurinn sé með minnsta mögulega meirihluta í deildinni, rétt eins og eftir kosningarnar 2020. Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, segir landið afar klofið og ekki útilokað að pólitísk spenna í landinu leiði til vopnaðra átaka. Hann bendir á að sífellt sé verið að slaka á reglum um byssueign í Bandaríkjunum. Sú þróun, í bland við aukna tortryggni milli fylkinga Repúblikana og Demókrata og sístækkandi gjár þar á milli, geti reynst víðsjárverð. „Þetta er auðvitað alveg eldfimt ástand,“ sagði Guðmundur í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni fyrr í dag. Árásin á þinghúsið vendipunktur Guðmundur segir að líta megi til árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna í upphafi árs 2021, þegar stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, réðust inn í þingið til að freista þess að koma í veg fyrir að kosningasigur Joe Biden gegn Trump yrði staðfestur af þinginu. Það tókst ekki. Hann segir marga innan Repúblikanaflokksins ekki þora að fara gegn því sem Trump segir eða vill. Andrúmsloftið innan flokksins geri það því auðveldara að réttlæta hegðun á borð við þá sem sást þegar ráðist var inn í þinghúsið. „Það er tvennt sem þarf að hafa í huga. Í fyrsta lagi er það auðvitað grafalvarlegt mál þegar þátttakendur í kosningum neita að viðurkenna niðurstöðurnar. Þetta hvílir allt saman á að mörgu leyti veikum fótum. Lýðræðið er mjög veikt kerfi, því það er háð því að menn treysti kerfinu, trúi á kerfið og telji að það sé það eina rétta. Þú viðurkennir þegar þú tapar en berst fyrir því að vinna næst,“ segir Guðmundur. Trump tapaði í kosningunum 2020 þegar hann sóttist eftir endurkjöri en neitaði ávallt að viðurkenna ósigur og hélt því ítrekað fram að um kosningasvindl hafi verið að ræða, án þess að koma fram með haldbær sönnunargögn fyrir meintu svindli. Í kjölfarið hefur fjöldi fólks innan Repúblikanaflokksins, meðal annars þingmenn, talað á sambærilegum nótum um kosningaúrslit sem ekki hafa verið þeim í vil. „Hins vegar getum við litið á niðurstöður þessara kosninga sem ákveðin skilaboð frá stórum hluta kjósenda, um að þeir líði ekki svona málflutning. Vegna þess að þeir aðilar sem þessu halda stífast fram, þar sem var raunverulega einhver keppni, þeir töpuðu í þessum kosningum.“ Guðmundur segir að undir venjulegum kringumstæðum hefðu Repúblikanar leikandi átt að vinna stórsigur í kosningunum, en ef litið er til sögunnar hefur sá flokkur sem ekki á forsetstólinn unnið góða sigra í kosningum á miðju kjörtímabili forsetans. Viðtalið við Guðmund í heild sinni má heyra í spilaranum hér að ofan. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Demókratar halda meirihluta í öldungadeildinni Demókratar hafa tryggt sér fimmtíu sæti í öldungadeild bandaríska þingsins. Flokkurinn vann afar nauman og mikilvægan sigur í Nevada-ríki í nótt. 13. nóvember 2022 07:40 Harris gulltryggir öldungadeildina en fulltrúadeildin enn óljós Helstu miðlar vestanhafs greindu frá því í nótt að Demókratinn Catherine Cortez Masto hefði sigrað mótframbjóðanda sinn, Repúblikanann Adam Laxalt og tryggt flokknum öldungadeildarþingsætið í Nevada. Demókratar hafa nú tryggt sér 50 sæti á móti 49 sætum Repúblikana og eiga niðurstöður enn eftir að berast frá Georgíu. 13. nóvember 2022 14:04 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Í dag varð ljóst að Demókratar myndu halda meirihluta sínum í efri deild Bandaríska þingsins, öldungadeildinni. Það kom endanlega í ljós með sigri demókrata í Nevada, sem færði flokknum 50. sætið í deildinni. Hundrað sæti eru í deildinni en varaforseti hefur úrslitaatkvæði þegar atkvæði falla jafnt. Demókratinn Kamala Harris er varaforseti Bandaríkjanna og því er litið svo á að flokkurinn sé með minnsta mögulega meirihluta í deildinni, rétt eins og eftir kosningarnar 2020. Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, segir landið afar klofið og ekki útilokað að pólitísk spenna í landinu leiði til vopnaðra átaka. Hann bendir á að sífellt sé verið að slaka á reglum um byssueign í Bandaríkjunum. Sú þróun, í bland við aukna tortryggni milli fylkinga Repúblikana og Demókrata og sístækkandi gjár þar á milli, geti reynst víðsjárverð. „Þetta er auðvitað alveg eldfimt ástand,“ sagði Guðmundur í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni fyrr í dag. Árásin á þinghúsið vendipunktur Guðmundur segir að líta megi til árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna í upphafi árs 2021, þegar stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, réðust inn í þingið til að freista þess að koma í veg fyrir að kosningasigur Joe Biden gegn Trump yrði staðfestur af þinginu. Það tókst ekki. Hann segir marga innan Repúblikanaflokksins ekki þora að fara gegn því sem Trump segir eða vill. Andrúmsloftið innan flokksins geri það því auðveldara að réttlæta hegðun á borð við þá sem sást þegar ráðist var inn í þinghúsið. „Það er tvennt sem þarf að hafa í huga. Í fyrsta lagi er það auðvitað grafalvarlegt mál þegar þátttakendur í kosningum neita að viðurkenna niðurstöðurnar. Þetta hvílir allt saman á að mörgu leyti veikum fótum. Lýðræðið er mjög veikt kerfi, því það er háð því að menn treysti kerfinu, trúi á kerfið og telji að það sé það eina rétta. Þú viðurkennir þegar þú tapar en berst fyrir því að vinna næst,“ segir Guðmundur. Trump tapaði í kosningunum 2020 þegar hann sóttist eftir endurkjöri en neitaði ávallt að viðurkenna ósigur og hélt því ítrekað fram að um kosningasvindl hafi verið að ræða, án þess að koma fram með haldbær sönnunargögn fyrir meintu svindli. Í kjölfarið hefur fjöldi fólks innan Repúblikanaflokksins, meðal annars þingmenn, talað á sambærilegum nótum um kosningaúrslit sem ekki hafa verið þeim í vil. „Hins vegar getum við litið á niðurstöður þessara kosninga sem ákveðin skilaboð frá stórum hluta kjósenda, um að þeir líði ekki svona málflutning. Vegna þess að þeir aðilar sem þessu halda stífast fram, þar sem var raunverulega einhver keppni, þeir töpuðu í þessum kosningum.“ Guðmundur segir að undir venjulegum kringumstæðum hefðu Repúblikanar leikandi átt að vinna stórsigur í kosningunum, en ef litið er til sögunnar hefur sá flokkur sem ekki á forsetstólinn unnið góða sigra í kosningum á miðju kjörtímabili forsetans. Viðtalið við Guðmund í heild sinni má heyra í spilaranum hér að ofan.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Demókratar halda meirihluta í öldungadeildinni Demókratar hafa tryggt sér fimmtíu sæti í öldungadeild bandaríska þingsins. Flokkurinn vann afar nauman og mikilvægan sigur í Nevada-ríki í nótt. 13. nóvember 2022 07:40 Harris gulltryggir öldungadeildina en fulltrúadeildin enn óljós Helstu miðlar vestanhafs greindu frá því í nótt að Demókratinn Catherine Cortez Masto hefði sigrað mótframbjóðanda sinn, Repúblikanann Adam Laxalt og tryggt flokknum öldungadeildarþingsætið í Nevada. Demókratar hafa nú tryggt sér 50 sæti á móti 49 sætum Repúblikana og eiga niðurstöður enn eftir að berast frá Georgíu. 13. nóvember 2022 14:04 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Demókratar halda meirihluta í öldungadeildinni Demókratar hafa tryggt sér fimmtíu sæti í öldungadeild bandaríska þingsins. Flokkurinn vann afar nauman og mikilvægan sigur í Nevada-ríki í nótt. 13. nóvember 2022 07:40
Harris gulltryggir öldungadeildina en fulltrúadeildin enn óljós Helstu miðlar vestanhafs greindu frá því í nótt að Demókratinn Catherine Cortez Masto hefði sigrað mótframbjóðanda sinn, Repúblikanann Adam Laxalt og tryggt flokknum öldungadeildarþingsætið í Nevada. Demókratar hafa nú tryggt sér 50 sæti á móti 49 sætum Repúblikana og eiga niðurstöður enn eftir að berast frá Georgíu. 13. nóvember 2022 14:04