Kjósendum hugnist ekki frambjóðendur sem afneita kosningaúrslitum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. nóvember 2022 22:35 Guðmundur Hálfdánarson er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Hann lagði stund á doktorsnám í Bandaríkjunum og er vel kunnugur stjórnmálum þar í landi. Kristinn Ingvarsson Prófessor í sagnfræði segir að úrslit nýafstaðinna þingkosninga í Bandaríkjunum bendi til þess að pólitískur klofningur sé í algleymingi í landinu. Í dag varð ljóst að Demókratar myndu halda meirihluta sínum í efri deild Bandaríska þingsins, öldungadeildinni. Það kom endanlega í ljós með sigri demókrata í Nevada, sem færði flokknum 50. sætið í deildinni. Hundrað sæti eru í deildinni en varaforseti hefur úrslitaatkvæði þegar atkvæði falla jafnt. Demókratinn Kamala Harris er varaforseti Bandaríkjanna og því er litið svo á að flokkurinn sé með minnsta mögulega meirihluta í deildinni, rétt eins og eftir kosningarnar 2020. Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, segir landið afar klofið og ekki útilokað að pólitísk spenna í landinu leiði til vopnaðra átaka. Hann bendir á að sífellt sé verið að slaka á reglum um byssueign í Bandaríkjunum. Sú þróun, í bland við aukna tortryggni milli fylkinga Repúblikana og Demókrata og sístækkandi gjár þar á milli, geti reynst víðsjárverð. „Þetta er auðvitað alveg eldfimt ástand,“ sagði Guðmundur í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni fyrr í dag. Árásin á þinghúsið vendipunktur Guðmundur segir að líta megi til árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna í upphafi árs 2021, þegar stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, réðust inn í þingið til að freista þess að koma í veg fyrir að kosningasigur Joe Biden gegn Trump yrði staðfestur af þinginu. Það tókst ekki. Hann segir marga innan Repúblikanaflokksins ekki þora að fara gegn því sem Trump segir eða vill. Andrúmsloftið innan flokksins geri það því auðveldara að réttlæta hegðun á borð við þá sem sást þegar ráðist var inn í þinghúsið. „Það er tvennt sem þarf að hafa í huga. Í fyrsta lagi er það auðvitað grafalvarlegt mál þegar þátttakendur í kosningum neita að viðurkenna niðurstöðurnar. Þetta hvílir allt saman á að mörgu leyti veikum fótum. Lýðræðið er mjög veikt kerfi, því það er háð því að menn treysti kerfinu, trúi á kerfið og telji að það sé það eina rétta. Þú viðurkennir þegar þú tapar en berst fyrir því að vinna næst,“ segir Guðmundur. Trump tapaði í kosningunum 2020 þegar hann sóttist eftir endurkjöri en neitaði ávallt að viðurkenna ósigur og hélt því ítrekað fram að um kosningasvindl hafi verið að ræða, án þess að koma fram með haldbær sönnunargögn fyrir meintu svindli. Í kjölfarið hefur fjöldi fólks innan Repúblikanaflokksins, meðal annars þingmenn, talað á sambærilegum nótum um kosningaúrslit sem ekki hafa verið þeim í vil. „Hins vegar getum við litið á niðurstöður þessara kosninga sem ákveðin skilaboð frá stórum hluta kjósenda, um að þeir líði ekki svona málflutning. Vegna þess að þeir aðilar sem þessu halda stífast fram, þar sem var raunverulega einhver keppni, þeir töpuðu í þessum kosningum.“ Guðmundur segir að undir venjulegum kringumstæðum hefðu Repúblikanar leikandi átt að vinna stórsigur í kosningunum, en ef litið er til sögunnar hefur sá flokkur sem ekki á forsetstólinn unnið góða sigra í kosningum á miðju kjörtímabili forsetans. Viðtalið við Guðmund í heild sinni má heyra í spilaranum hér að ofan. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Demókratar halda meirihluta í öldungadeildinni Demókratar hafa tryggt sér fimmtíu sæti í öldungadeild bandaríska þingsins. Flokkurinn vann afar nauman og mikilvægan sigur í Nevada-ríki í nótt. 13. nóvember 2022 07:40 Harris gulltryggir öldungadeildina en fulltrúadeildin enn óljós Helstu miðlar vestanhafs greindu frá því í nótt að Demókratinn Catherine Cortez Masto hefði sigrað mótframbjóðanda sinn, Repúblikanann Adam Laxalt og tryggt flokknum öldungadeildarþingsætið í Nevada. Demókratar hafa nú tryggt sér 50 sæti á móti 49 sætum Repúblikana og eiga niðurstöður enn eftir að berast frá Georgíu. 13. nóvember 2022 14:04 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Í dag varð ljóst að Demókratar myndu halda meirihluta sínum í efri deild Bandaríska þingsins, öldungadeildinni. Það kom endanlega í ljós með sigri demókrata í Nevada, sem færði flokknum 50. sætið í deildinni. Hundrað sæti eru í deildinni en varaforseti hefur úrslitaatkvæði þegar atkvæði falla jafnt. Demókratinn Kamala Harris er varaforseti Bandaríkjanna og því er litið svo á að flokkurinn sé með minnsta mögulega meirihluta í deildinni, rétt eins og eftir kosningarnar 2020. Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, segir landið afar klofið og ekki útilokað að pólitísk spenna í landinu leiði til vopnaðra átaka. Hann bendir á að sífellt sé verið að slaka á reglum um byssueign í Bandaríkjunum. Sú þróun, í bland við aukna tortryggni milli fylkinga Repúblikana og Demókrata og sístækkandi gjár þar á milli, geti reynst víðsjárverð. „Þetta er auðvitað alveg eldfimt ástand,“ sagði Guðmundur í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni fyrr í dag. Árásin á þinghúsið vendipunktur Guðmundur segir að líta megi til árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna í upphafi árs 2021, þegar stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, réðust inn í þingið til að freista þess að koma í veg fyrir að kosningasigur Joe Biden gegn Trump yrði staðfestur af þinginu. Það tókst ekki. Hann segir marga innan Repúblikanaflokksins ekki þora að fara gegn því sem Trump segir eða vill. Andrúmsloftið innan flokksins geri það því auðveldara að réttlæta hegðun á borð við þá sem sást þegar ráðist var inn í þinghúsið. „Það er tvennt sem þarf að hafa í huga. Í fyrsta lagi er það auðvitað grafalvarlegt mál þegar þátttakendur í kosningum neita að viðurkenna niðurstöðurnar. Þetta hvílir allt saman á að mörgu leyti veikum fótum. Lýðræðið er mjög veikt kerfi, því það er háð því að menn treysti kerfinu, trúi á kerfið og telji að það sé það eina rétta. Þú viðurkennir þegar þú tapar en berst fyrir því að vinna næst,“ segir Guðmundur. Trump tapaði í kosningunum 2020 þegar hann sóttist eftir endurkjöri en neitaði ávallt að viðurkenna ósigur og hélt því ítrekað fram að um kosningasvindl hafi verið að ræða, án þess að koma fram með haldbær sönnunargögn fyrir meintu svindli. Í kjölfarið hefur fjöldi fólks innan Repúblikanaflokksins, meðal annars þingmenn, talað á sambærilegum nótum um kosningaúrslit sem ekki hafa verið þeim í vil. „Hins vegar getum við litið á niðurstöður þessara kosninga sem ákveðin skilaboð frá stórum hluta kjósenda, um að þeir líði ekki svona málflutning. Vegna þess að þeir aðilar sem þessu halda stífast fram, þar sem var raunverulega einhver keppni, þeir töpuðu í þessum kosningum.“ Guðmundur segir að undir venjulegum kringumstæðum hefðu Repúblikanar leikandi átt að vinna stórsigur í kosningunum, en ef litið er til sögunnar hefur sá flokkur sem ekki á forsetstólinn unnið góða sigra í kosningum á miðju kjörtímabili forsetans. Viðtalið við Guðmund í heild sinni má heyra í spilaranum hér að ofan.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Demókratar halda meirihluta í öldungadeildinni Demókratar hafa tryggt sér fimmtíu sæti í öldungadeild bandaríska þingsins. Flokkurinn vann afar nauman og mikilvægan sigur í Nevada-ríki í nótt. 13. nóvember 2022 07:40 Harris gulltryggir öldungadeildina en fulltrúadeildin enn óljós Helstu miðlar vestanhafs greindu frá því í nótt að Demókratinn Catherine Cortez Masto hefði sigrað mótframbjóðanda sinn, Repúblikanann Adam Laxalt og tryggt flokknum öldungadeildarþingsætið í Nevada. Demókratar hafa nú tryggt sér 50 sæti á móti 49 sætum Repúblikana og eiga niðurstöður enn eftir að berast frá Georgíu. 13. nóvember 2022 14:04 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Demókratar halda meirihluta í öldungadeildinni Demókratar hafa tryggt sér fimmtíu sæti í öldungadeild bandaríska þingsins. Flokkurinn vann afar nauman og mikilvægan sigur í Nevada-ríki í nótt. 13. nóvember 2022 07:40
Harris gulltryggir öldungadeildina en fulltrúadeildin enn óljós Helstu miðlar vestanhafs greindu frá því í nótt að Demókratinn Catherine Cortez Masto hefði sigrað mótframbjóðanda sinn, Repúblikanann Adam Laxalt og tryggt flokknum öldungadeildarþingsætið í Nevada. Demókratar hafa nú tryggt sér 50 sæti á móti 49 sætum Repúblikana og eiga niðurstöður enn eftir að berast frá Georgíu. 13. nóvember 2022 14:04
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent