Kjósendum hugnist ekki frambjóðendur sem afneita kosningaúrslitum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. nóvember 2022 22:35 Guðmundur Hálfdánarson er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Hann lagði stund á doktorsnám í Bandaríkjunum og er vel kunnugur stjórnmálum þar í landi. Kristinn Ingvarsson Prófessor í sagnfræði segir að úrslit nýafstaðinna þingkosninga í Bandaríkjunum bendi til þess að pólitískur klofningur sé í algleymingi í landinu. Í dag varð ljóst að Demókratar myndu halda meirihluta sínum í efri deild Bandaríska þingsins, öldungadeildinni. Það kom endanlega í ljós með sigri demókrata í Nevada, sem færði flokknum 50. sætið í deildinni. Hundrað sæti eru í deildinni en varaforseti hefur úrslitaatkvæði þegar atkvæði falla jafnt. Demókratinn Kamala Harris er varaforseti Bandaríkjanna og því er litið svo á að flokkurinn sé með minnsta mögulega meirihluta í deildinni, rétt eins og eftir kosningarnar 2020. Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, segir landið afar klofið og ekki útilokað að pólitísk spenna í landinu leiði til vopnaðra átaka. Hann bendir á að sífellt sé verið að slaka á reglum um byssueign í Bandaríkjunum. Sú þróun, í bland við aukna tortryggni milli fylkinga Repúblikana og Demókrata og sístækkandi gjár þar á milli, geti reynst víðsjárverð. „Þetta er auðvitað alveg eldfimt ástand,“ sagði Guðmundur í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni fyrr í dag. Árásin á þinghúsið vendipunktur Guðmundur segir að líta megi til árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna í upphafi árs 2021, þegar stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, réðust inn í þingið til að freista þess að koma í veg fyrir að kosningasigur Joe Biden gegn Trump yrði staðfestur af þinginu. Það tókst ekki. Hann segir marga innan Repúblikanaflokksins ekki þora að fara gegn því sem Trump segir eða vill. Andrúmsloftið innan flokksins geri það því auðveldara að réttlæta hegðun á borð við þá sem sást þegar ráðist var inn í þinghúsið. „Það er tvennt sem þarf að hafa í huga. Í fyrsta lagi er það auðvitað grafalvarlegt mál þegar þátttakendur í kosningum neita að viðurkenna niðurstöðurnar. Þetta hvílir allt saman á að mörgu leyti veikum fótum. Lýðræðið er mjög veikt kerfi, því það er háð því að menn treysti kerfinu, trúi á kerfið og telji að það sé það eina rétta. Þú viðurkennir þegar þú tapar en berst fyrir því að vinna næst,“ segir Guðmundur. Trump tapaði í kosningunum 2020 þegar hann sóttist eftir endurkjöri en neitaði ávallt að viðurkenna ósigur og hélt því ítrekað fram að um kosningasvindl hafi verið að ræða, án þess að koma fram með haldbær sönnunargögn fyrir meintu svindli. Í kjölfarið hefur fjöldi fólks innan Repúblikanaflokksins, meðal annars þingmenn, talað á sambærilegum nótum um kosningaúrslit sem ekki hafa verið þeim í vil. „Hins vegar getum við litið á niðurstöður þessara kosninga sem ákveðin skilaboð frá stórum hluta kjósenda, um að þeir líði ekki svona málflutning. Vegna þess að þeir aðilar sem þessu halda stífast fram, þar sem var raunverulega einhver keppni, þeir töpuðu í þessum kosningum.“ Guðmundur segir að undir venjulegum kringumstæðum hefðu Repúblikanar leikandi átt að vinna stórsigur í kosningunum, en ef litið er til sögunnar hefur sá flokkur sem ekki á forsetstólinn unnið góða sigra í kosningum á miðju kjörtímabili forsetans. Viðtalið við Guðmund í heild sinni má heyra í spilaranum hér að ofan. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Demókratar halda meirihluta í öldungadeildinni Demókratar hafa tryggt sér fimmtíu sæti í öldungadeild bandaríska þingsins. Flokkurinn vann afar nauman og mikilvægan sigur í Nevada-ríki í nótt. 13. nóvember 2022 07:40 Harris gulltryggir öldungadeildina en fulltrúadeildin enn óljós Helstu miðlar vestanhafs greindu frá því í nótt að Demókratinn Catherine Cortez Masto hefði sigrað mótframbjóðanda sinn, Repúblikanann Adam Laxalt og tryggt flokknum öldungadeildarþingsætið í Nevada. Demókratar hafa nú tryggt sér 50 sæti á móti 49 sætum Repúblikana og eiga niðurstöður enn eftir að berast frá Georgíu. 13. nóvember 2022 14:04 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Í dag varð ljóst að Demókratar myndu halda meirihluta sínum í efri deild Bandaríska þingsins, öldungadeildinni. Það kom endanlega í ljós með sigri demókrata í Nevada, sem færði flokknum 50. sætið í deildinni. Hundrað sæti eru í deildinni en varaforseti hefur úrslitaatkvæði þegar atkvæði falla jafnt. Demókratinn Kamala Harris er varaforseti Bandaríkjanna og því er litið svo á að flokkurinn sé með minnsta mögulega meirihluta í deildinni, rétt eins og eftir kosningarnar 2020. Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, segir landið afar klofið og ekki útilokað að pólitísk spenna í landinu leiði til vopnaðra átaka. Hann bendir á að sífellt sé verið að slaka á reglum um byssueign í Bandaríkjunum. Sú þróun, í bland við aukna tortryggni milli fylkinga Repúblikana og Demókrata og sístækkandi gjár þar á milli, geti reynst víðsjárverð. „Þetta er auðvitað alveg eldfimt ástand,“ sagði Guðmundur í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni fyrr í dag. Árásin á þinghúsið vendipunktur Guðmundur segir að líta megi til árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna í upphafi árs 2021, þegar stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, réðust inn í þingið til að freista þess að koma í veg fyrir að kosningasigur Joe Biden gegn Trump yrði staðfestur af þinginu. Það tókst ekki. Hann segir marga innan Repúblikanaflokksins ekki þora að fara gegn því sem Trump segir eða vill. Andrúmsloftið innan flokksins geri það því auðveldara að réttlæta hegðun á borð við þá sem sást þegar ráðist var inn í þinghúsið. „Það er tvennt sem þarf að hafa í huga. Í fyrsta lagi er það auðvitað grafalvarlegt mál þegar þátttakendur í kosningum neita að viðurkenna niðurstöðurnar. Þetta hvílir allt saman á að mörgu leyti veikum fótum. Lýðræðið er mjög veikt kerfi, því það er háð því að menn treysti kerfinu, trúi á kerfið og telji að það sé það eina rétta. Þú viðurkennir þegar þú tapar en berst fyrir því að vinna næst,“ segir Guðmundur. Trump tapaði í kosningunum 2020 þegar hann sóttist eftir endurkjöri en neitaði ávallt að viðurkenna ósigur og hélt því ítrekað fram að um kosningasvindl hafi verið að ræða, án þess að koma fram með haldbær sönnunargögn fyrir meintu svindli. Í kjölfarið hefur fjöldi fólks innan Repúblikanaflokksins, meðal annars þingmenn, talað á sambærilegum nótum um kosningaúrslit sem ekki hafa verið þeim í vil. „Hins vegar getum við litið á niðurstöður þessara kosninga sem ákveðin skilaboð frá stórum hluta kjósenda, um að þeir líði ekki svona málflutning. Vegna þess að þeir aðilar sem þessu halda stífast fram, þar sem var raunverulega einhver keppni, þeir töpuðu í þessum kosningum.“ Guðmundur segir að undir venjulegum kringumstæðum hefðu Repúblikanar leikandi átt að vinna stórsigur í kosningunum, en ef litið er til sögunnar hefur sá flokkur sem ekki á forsetstólinn unnið góða sigra í kosningum á miðju kjörtímabili forsetans. Viðtalið við Guðmund í heild sinni má heyra í spilaranum hér að ofan.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Demókratar halda meirihluta í öldungadeildinni Demókratar hafa tryggt sér fimmtíu sæti í öldungadeild bandaríska þingsins. Flokkurinn vann afar nauman og mikilvægan sigur í Nevada-ríki í nótt. 13. nóvember 2022 07:40 Harris gulltryggir öldungadeildina en fulltrúadeildin enn óljós Helstu miðlar vestanhafs greindu frá því í nótt að Demókratinn Catherine Cortez Masto hefði sigrað mótframbjóðanda sinn, Repúblikanann Adam Laxalt og tryggt flokknum öldungadeildarþingsætið í Nevada. Demókratar hafa nú tryggt sér 50 sæti á móti 49 sætum Repúblikana og eiga niðurstöður enn eftir að berast frá Georgíu. 13. nóvember 2022 14:04 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Demókratar halda meirihluta í öldungadeildinni Demókratar hafa tryggt sér fimmtíu sæti í öldungadeild bandaríska þingsins. Flokkurinn vann afar nauman og mikilvægan sigur í Nevada-ríki í nótt. 13. nóvember 2022 07:40
Harris gulltryggir öldungadeildina en fulltrúadeildin enn óljós Helstu miðlar vestanhafs greindu frá því í nótt að Demókratinn Catherine Cortez Masto hefði sigrað mótframbjóðanda sinn, Repúblikanann Adam Laxalt og tryggt flokknum öldungadeildarþingsætið í Nevada. Demókratar hafa nú tryggt sér 50 sæti á móti 49 sætum Repúblikana og eiga niðurstöður enn eftir að berast frá Georgíu. 13. nóvember 2022 14:04