Óttast blóðugar hefndaraðgerðir yfirvalda Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 12. nóvember 2022 14:56 Bylgja mótmæla hófst í Íran í kjölfar dauða Möhsu Amini í haldi siðgæðislögreglunnar í september. Síðan þá hafa nokkrar táningsstúlkur látið lífið en yfirvöld neita því að bera ábyrgð á dauða þeirra frekar en Amini. AP/Markus Schreiber Írönsk íþróttakona sem stundar bogfimi hefur nú bæst í hóp íþróttakvenna sem mótmæla harkalegum framgangi íranskra stjórnvalda í kjölfar andláts hinnar 22 ára Mahsa Amini. Ekkert lát virðist vera á mótmælunum þar í landi og eiga sumir yfir höfði sér dauðadóm vegna þátttöku í mótmælunum. Myndband sem fór í dreifingu á fimmtudag sýnir írönsku bogfimikonuna Parmida Ghasemi leyfa höfuðklút að falla af höfði sér á meðan hún var viðstödd á verðlaunaafhendingu í Tehran. Samkvæmt umfjöllun CNN um myndbandið mátti heyra áhorfendur fagna þegar verknaðurinn átti sér stað. Ghasemi er ekki fyrsta íþróttakonan sem virðist mótmæla ástandinu í heimalandi sínu en í síðasta mánuði gerði klifurkonan Elnaz Rekabi slíkt hið sama. Rekabi keppti á Asíumótinu í klifri í Suður-Kóreu án höfuðklútar. Rekabi baðst á endanum afsökunar á því að hafa borið klútinn en tilkynningu þess efnis skrifaði hún á Instagram. Einhverjir höfðu þó áhyggjur af því að hún hefði verið þvinguð til þess að biðjast afsökunar. Mótmæli íþróttakvenna eru þau ekki þau einu sem hafa valdið usla meðal íranskra stjórnvalda en íranski þingheimurinn skilaði frá sér bréfi á dögunum þar sem dómarastéttin er hvött til þess að sýna mótmælendum meiri hörku en gert hefur verið hingað til. Greint hefur verið frá því að 227 af 290 þingmönnum Íran hafi undirritað bréfið. Ríkið hafi einnig ákært í það minnsta þúsund manns fyrir meinta þátttöku þeirra í mótmælunum í kjölfar andláts Amini. Tugir þeirra hafi verið kærðir fyrir „fjandskap gegn Guði“ ásamt „spillingu á jörðu“ en þau brot beri með sér dauðadóm. Einn þeirra sem á yfir höfði sér dauðadóm vegna mótmælanna er íranski rapparinn Saman Yasin. Yasin er sagður hafa verið hávær stuðningsmaður mótmælenda og þeirra sem leggist gegn stjórnvöldum í Íran. Þessu greinir Guardian frá. Mannréttindasamtök óttast nú að írönsk stjórnvöld hleypi nú af stað blóðugum hefndaraðgerðum til þess að reyna að þagga niður í mótmælendum og binda enda á mótmælin. Íran Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Finnst ekki tveimur dögum eftir að hafa keppt án slæðu Íranska klifurkonan Elnaz Rekabi er nú horfin, tveimur dögum eftir að hafa keppt á klifurmóti í Suður-Kóreu án þess að nota slæðu. Fjölskylda hennar hefur ekki náð sambandi við hana síðan í gær. 18. október 2022 06:37 Ein þekktasta leikkona Íran sviptir sig slæðunni og ögrar stjórnvöldum Ein þekktasta leikkona Íran hefur hætt frelsi sínu og lífi með því að birta mynd af sér á Instagram, þar sem hún ber ekki höfuðslæðu en heldur á áróðursskilti þar sem segir „Kona. Líf. Frelsi.“ 10. nóvember 2022 08:54 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Myndband sem fór í dreifingu á fimmtudag sýnir írönsku bogfimikonuna Parmida Ghasemi leyfa höfuðklút að falla af höfði sér á meðan hún var viðstödd á verðlaunaafhendingu í Tehran. Samkvæmt umfjöllun CNN um myndbandið mátti heyra áhorfendur fagna þegar verknaðurinn átti sér stað. Ghasemi er ekki fyrsta íþróttakonan sem virðist mótmæla ástandinu í heimalandi sínu en í síðasta mánuði gerði klifurkonan Elnaz Rekabi slíkt hið sama. Rekabi keppti á Asíumótinu í klifri í Suður-Kóreu án höfuðklútar. Rekabi baðst á endanum afsökunar á því að hafa borið klútinn en tilkynningu þess efnis skrifaði hún á Instagram. Einhverjir höfðu þó áhyggjur af því að hún hefði verið þvinguð til þess að biðjast afsökunar. Mótmæli íþróttakvenna eru þau ekki þau einu sem hafa valdið usla meðal íranskra stjórnvalda en íranski þingheimurinn skilaði frá sér bréfi á dögunum þar sem dómarastéttin er hvött til þess að sýna mótmælendum meiri hörku en gert hefur verið hingað til. Greint hefur verið frá því að 227 af 290 þingmönnum Íran hafi undirritað bréfið. Ríkið hafi einnig ákært í það minnsta þúsund manns fyrir meinta þátttöku þeirra í mótmælunum í kjölfar andláts Amini. Tugir þeirra hafi verið kærðir fyrir „fjandskap gegn Guði“ ásamt „spillingu á jörðu“ en þau brot beri með sér dauðadóm. Einn þeirra sem á yfir höfði sér dauðadóm vegna mótmælanna er íranski rapparinn Saman Yasin. Yasin er sagður hafa verið hávær stuðningsmaður mótmælenda og þeirra sem leggist gegn stjórnvöldum í Íran. Þessu greinir Guardian frá. Mannréttindasamtök óttast nú að írönsk stjórnvöld hleypi nú af stað blóðugum hefndaraðgerðum til þess að reyna að þagga niður í mótmælendum og binda enda á mótmælin.
Íran Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Finnst ekki tveimur dögum eftir að hafa keppt án slæðu Íranska klifurkonan Elnaz Rekabi er nú horfin, tveimur dögum eftir að hafa keppt á klifurmóti í Suður-Kóreu án þess að nota slæðu. Fjölskylda hennar hefur ekki náð sambandi við hana síðan í gær. 18. október 2022 06:37 Ein þekktasta leikkona Íran sviptir sig slæðunni og ögrar stjórnvöldum Ein þekktasta leikkona Íran hefur hætt frelsi sínu og lífi með því að birta mynd af sér á Instagram, þar sem hún ber ekki höfuðslæðu en heldur á áróðursskilti þar sem segir „Kona. Líf. Frelsi.“ 10. nóvember 2022 08:54 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Finnst ekki tveimur dögum eftir að hafa keppt án slæðu Íranska klifurkonan Elnaz Rekabi er nú horfin, tveimur dögum eftir að hafa keppt á klifurmóti í Suður-Kóreu án þess að nota slæðu. Fjölskylda hennar hefur ekki náð sambandi við hana síðan í gær. 18. október 2022 06:37
Ein þekktasta leikkona Íran sviptir sig slæðunni og ögrar stjórnvöldum Ein þekktasta leikkona Íran hefur hætt frelsi sínu og lífi með því að birta mynd af sér á Instagram, þar sem hún ber ekki höfuðslæðu en heldur á áróðursskilti þar sem segir „Kona. Líf. Frelsi.“ 10. nóvember 2022 08:54