Andri Adolphsson í Stjörnuna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. nóvember 2022 18:30 Andri mun leika í bláu næsta sumar. Stjarnan Andri Adolphsson hefur samið við Stjörnuna og mun því leika með liðinu í Bestu deild karla í fótbolta á næstu leiktíð. Ekki kemur fram hvað samningurinn er langur og þá er Andri enn skráður í lið Vals á vef Knattspyrnusambands Íslands. Andri, sem hefur glímt við erfið meiðsli undanfarin misseri, gekk í raðir Vals árið 2015 og hefur leikið þar allar götur síðan ef frá er talinn hluti árs 2018 þegar hann fór aftur á láni upp á Akranes. Andri er fjölhæfur vængmaður og það vill svo skemmtilega til að hann býr í Garðabænum. „Þannig við hvetjum ykkur öll til þess að gefa honum háa fimmu ef þið rekist á hann,“ segir í yfirlýsingu Stjörnunnar. Bjóðum Andra Adolphsson velkominn í Stjörnuna https://t.co/NH4p8DDSeU— Silfurskeiðin (@Silfurskeidin) November 11, 2022 Þar segir Jökull I. Elísabetarson, aðstoðarþjálfari liðsins einnig: „Við erum gríðarlega spenntir að fá Andra inn í okkar hóp. Andri er rólegur og yfirvegaður, býr yfir reynslu og mun smellpassa í liðið. Það eru allir meðvitaðir um hæfileikana og erum við mjög spenntir að vinna með honum og hjálpa honum að sýna sitt allra besta.“ „Ég er hrikalega ánægður með að vera kominn í Stjörnuna. Þetta er rosalega skemmtilegur og spennandi hópur og ég get ekki beðið eftir að kynnast strákunum og fólkinu í klúbbnum og koma mér af stað í þessari flottu vegferð sem liðið er á,“ sagði Andri sjálfur. Ljóst er að töluverðar breytingar verða á leikmannahóp Stjörnunnar milli ára en Óskar Örn Hauksson, Ólafur Karl Finsen og Einar Karl Ingvarsson hafa allir yfirgefið liðið á meðan Guðmundur Kristjánsson hefur þegar samið við Stjörnuna. Hvort fleiri leikmenn semji á við félagið á næstu vikum mun koma í ljós en það verður að teljast líklegt ætli Stjarnan sér að gera betur en síðasta sumar þegar liðið endaði í 5. sæti Bestu deildar. Fótbolti Íslenski boltinn Stjarnan Besta deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Andri, sem hefur glímt við erfið meiðsli undanfarin misseri, gekk í raðir Vals árið 2015 og hefur leikið þar allar götur síðan ef frá er talinn hluti árs 2018 þegar hann fór aftur á láni upp á Akranes. Andri er fjölhæfur vængmaður og það vill svo skemmtilega til að hann býr í Garðabænum. „Þannig við hvetjum ykkur öll til þess að gefa honum háa fimmu ef þið rekist á hann,“ segir í yfirlýsingu Stjörnunnar. Bjóðum Andra Adolphsson velkominn í Stjörnuna https://t.co/NH4p8DDSeU— Silfurskeiðin (@Silfurskeidin) November 11, 2022 Þar segir Jökull I. Elísabetarson, aðstoðarþjálfari liðsins einnig: „Við erum gríðarlega spenntir að fá Andra inn í okkar hóp. Andri er rólegur og yfirvegaður, býr yfir reynslu og mun smellpassa í liðið. Það eru allir meðvitaðir um hæfileikana og erum við mjög spenntir að vinna með honum og hjálpa honum að sýna sitt allra besta.“ „Ég er hrikalega ánægður með að vera kominn í Stjörnuna. Þetta er rosalega skemmtilegur og spennandi hópur og ég get ekki beðið eftir að kynnast strákunum og fólkinu í klúbbnum og koma mér af stað í þessari flottu vegferð sem liðið er á,“ sagði Andri sjálfur. Ljóst er að töluverðar breytingar verða á leikmannahóp Stjörnunnar milli ára en Óskar Örn Hauksson, Ólafur Karl Finsen og Einar Karl Ingvarsson hafa allir yfirgefið liðið á meðan Guðmundur Kristjánsson hefur þegar samið við Stjörnuna. Hvort fleiri leikmenn semji á við félagið á næstu vikum mun koma í ljós en það verður að teljast líklegt ætli Stjarnan sér að gera betur en síðasta sumar þegar liðið endaði í 5. sæti Bestu deildar.
Fótbolti Íslenski boltinn Stjarnan Besta deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn