Gunnlaugur lagði Borgarbyggð í seinni glímunni fyrir Landsrétti Bjarki Sigurðsson skrifar 11. nóvember 2022 15:25 Gunnlaugur segir réttlætinu fullnægt. Sveitarfélagið Borgarbyggð var í Landsrétti í dag dæmt til þess að greiða fyrrverandi sveitarstjóra sínum tæpar 3,7 milljónir króna. Sveitarfélagið hafði áður verið sýknað fyrir héraðsdómi. Gunnlaugur A. Júlíusson, fyrrverandi sveitarstjóri Borgarbyggðar, stefndi sveitarfélaginu í apríl árið 2020 og krafðist sextíu milljóna króna í bætur. Gunnlaugur var sveitarstjóri frá 2016 til 2019. Það ár var honum sagt upp. Hann vildi meina að starfsheiður hans hafi verið rýrður, uppsögnin verið mikið andlegt tjón og valdið honum mikilli vanlíðan. Uppsögnin þótti afar harkaleg en DV greindi frá því að honum hafi verið gert að yfirgefa skrifstofu sína um leið og honum var sagt upp. Þá þurfti hann samdægurs að skila síma, tölvu og bíl sem hann hafði til umráða. Einnig gerði Gunnlaugur athugasemd við að honum var ekki sagt upp með formlegum hætti líkt og kveður um í lögum. Í staðinn fyrir að uppsögnin hafi verið borin upp á fundi sveitarstjórnar hafi forseti sveitarstjórnar afhent honum uppsagnarbréf. Héraðsdómur Vesturlands sýknaði Borgarbyggð í málinu. Í dómi héraðsdóm sagði að uppsagnarákvæði hafi verið í gildi í ráðningarsamningnum. Þá hafi uppsögnin verið samþykkt á næsta sveitarstjórnarfundi eftir uppsögnina. Ósammála héraðsdómi Landsréttur var ekki sammála niðurstöðu héraðsdóms að fullu og féllst á að dæma Borgarbyggð til að greiða Gunnlaugi 3,7 milljónir. Þá þarf sveitarfélagið að greiða þrjár milljónir í málskostnað lögmanns Gunnlaugs. Í samtali við fréttastofu segir Gunnlaugur að réttlætinu hafi verið fullnægt í Landsrétti. „Þetta er ekki spurning um sigur heldur hver hefur rétt fyrir sér. Í mínum huga var þetta aldrei spurning. Mér finnst niðurstaðan skipta mestu máli. Að gjörningurinn var ólögmætur. Peningamálin voru ekki aðalatriðið heldur að fá niðurstöðu í lagalegu hliðina. Þetta hefur mikið fordæmisgildi. Þarna er tekin ákvörðun um fjárhagslega skuldbindandi aðgerð fyrir hönd sveitarfélagsins utan formlegs fundar,“ segir Gunnlaugur. Dómsmál Borgarbyggð Uppsögn sveitarstjóra Borgarbyggðar Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Sjá meira
Gunnlaugur A. Júlíusson, fyrrverandi sveitarstjóri Borgarbyggðar, stefndi sveitarfélaginu í apríl árið 2020 og krafðist sextíu milljóna króna í bætur. Gunnlaugur var sveitarstjóri frá 2016 til 2019. Það ár var honum sagt upp. Hann vildi meina að starfsheiður hans hafi verið rýrður, uppsögnin verið mikið andlegt tjón og valdið honum mikilli vanlíðan. Uppsögnin þótti afar harkaleg en DV greindi frá því að honum hafi verið gert að yfirgefa skrifstofu sína um leið og honum var sagt upp. Þá þurfti hann samdægurs að skila síma, tölvu og bíl sem hann hafði til umráða. Einnig gerði Gunnlaugur athugasemd við að honum var ekki sagt upp með formlegum hætti líkt og kveður um í lögum. Í staðinn fyrir að uppsögnin hafi verið borin upp á fundi sveitarstjórnar hafi forseti sveitarstjórnar afhent honum uppsagnarbréf. Héraðsdómur Vesturlands sýknaði Borgarbyggð í málinu. Í dómi héraðsdóm sagði að uppsagnarákvæði hafi verið í gildi í ráðningarsamningnum. Þá hafi uppsögnin verið samþykkt á næsta sveitarstjórnarfundi eftir uppsögnina. Ósammála héraðsdómi Landsréttur var ekki sammála niðurstöðu héraðsdóms að fullu og féllst á að dæma Borgarbyggð til að greiða Gunnlaugi 3,7 milljónir. Þá þarf sveitarfélagið að greiða þrjár milljónir í málskostnað lögmanns Gunnlaugs. Í samtali við fréttastofu segir Gunnlaugur að réttlætinu hafi verið fullnægt í Landsrétti. „Þetta er ekki spurning um sigur heldur hver hefur rétt fyrir sér. Í mínum huga var þetta aldrei spurning. Mér finnst niðurstaðan skipta mestu máli. Að gjörningurinn var ólögmætur. Peningamálin voru ekki aðalatriðið heldur að fá niðurstöðu í lagalegu hliðina. Þetta hefur mikið fordæmisgildi. Þarna er tekin ákvörðun um fjárhagslega skuldbindandi aðgerð fyrir hönd sveitarfélagsins utan formlegs fundar,“ segir Gunnlaugur.
Dómsmál Borgarbyggð Uppsögn sveitarstjóra Borgarbyggðar Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Sjá meira