Orkumál á krossgötum Hildigunnur H. Thorsteinsson skrifar 10. nóvember 2022 09:30 Krísa í orkumálum blasir við þjóðum heims þegar þær koma saman á loftslagsráðstefnunni í Egyptalandi. Á sama tíma og við vinnum okkur úr viðjum heimsfaraldurs og verð á orku rýkur upp vegna stríðsreksturs Rússlands í Úkraínu erum við í óða önn að skipta út meginorkugjafa samfélaga til að berjast gegn loftslagsáhrifum. Allt þetta hefur áhrif og kallar fram brot og veika hlekki í orkuinnviðum okkar og reynir á staðfestu í stefnu og samstöðu þjóða. Í þessu ástandi græða olíufélög heimsins sem aldrei fyrr og slá hvert hagnaðarmetið á fætur öðru og enn á ný er stríðsrekstur fjármagnaður með orkusölu. Á sama tíma eiga almenningur og fyrirtæki um alla Evrópu erfitt með að borga orkureikninga sína. Skorður hafa verið settar á hversu hlýtt megi vera í húsum víða; í Ungverjalandi var haustfríið fært til desember til að spara orku og á sumum svæðum í Evrópu er gert ráð fyrir að ákveðið hlutfall heimila muni hreinlega slökkva á hitanum sínum í lok mánaðar því þau eiga ekki fyrir reikningunum. Ljós í myrkrinu – eða kuldanum Ekki eru öll teikn á lofti neikvæð. Þrátt fyrir að sum lönd hafi brugðist við hækkuðu verði á olíu og gasi með því að fýra upp í kolaorkuverum sínum er gert ráð fyrir að þau áhrif verði tímabundin. Alþjóðaorkumálastofnunin (IEA) gaf á dögunum út árlega skýrslu sína um horfur í orkumálum og í fyrsta sinn gera útreikningar stofnunarinnar ráð fyrir að með núverandi takti og markmiðum einstakra þjóða og bandalaga þá muni notkun heimsins á jarðefnaeldsneyti ná toppi og síðan dragast saman þegar nær dregur 2030. Fjárfestingar í endurnýjanlegum orkugjöfum á heimsvísu eru einnig á hraðri siglingu og vega um 50% meira en fjárfestingar í jarðefnaeldsneyti. Þetta styður og styrkir áframhaldandi nýsköpun í nýjum orkugjöfum, kolefnishreinsun og förgun og hringrásarhagkerfinu. Við þurfum ekki að líta lengra en til steinrunnis koldíoxíðs hjá Carbfix til að sjá þess merki eða til Danmörku þar sem hitaveituvæðingin hefur fengið aukinn byr í seglin. Sífellt fleiri bæir og bæjarhlutar eru að byggja upp hitaveitur. Einstakt hús hefur takmarkaða möguleika á að skipta um orkugjafa en hitaveitukerfi getur fengið orku frá margskonar hitagjöfum eins og jarðhita, afgangsvarma og sólarorku. Tækifæri til að hraða umbyltingu Í krísum felast nefnilega tækifæri. Tækifæri til að breyta, skipta um stefnu, brúa bil og snúa veikleika í styrk. Þannig er það einnig núna. Nú er tækifæri til hraða taktinn í umbyltingu á orkuframleiðslu og notkun. Stjörnuhá orkuverð hafa snert fjölskyldur um nær alla Evrópu. Almenningur jafnt sem stjórnvöld hafa verið vakin hressilega til vitundar um mikilvægi þess að umbylta ekki bara rafmagnsframleiðslu heldur hitunarkostum til sjálfbærari vega. Samfélög þar sem búið er að byggja upp sjálfbær orkukerfi með nærliggjandi orkugjöfum hafa staðist þessa krísu betur en önnur. Þar hafa orkuinnviðirnir gefið skjól fyrir hækkandi orkuverðsvindum og verð haldist stöðug. Eins á Íslandi þar sem grænir orkugjafar og hitaveituvæðingin hafa skýlt annars berskjaldaðri þjóð í miðju norður Atlantshafinu. Hitaveitur framtíðarinnar Saga hitaveituvæðingarinnar á Íslandi er gömul saga og ný. Við sem ólumst upp með hitaveituvatn í ofnunum okkar lítum oft á hitaveituna sem sjálfsagðan hlut en það er hún svo sannarlega ekki. Framsýni, nýsköpun og framtakssemi ýttu hitaveitunni okkar úr vör og nú njótum við góðs af því. Við höfum oft heyrt þessa sögu en okkur ber skylda til að halda áfram að segja hana. Bæði fyrir nýjar kynslóðir hér á landi en ekki síður fyrir önnur lönd sem hafa enn ekki farið þessa sömu leið en gætu það vel. Orkumál eru á krossgötum. Styðjum við umbreytinguna, aukum taktinn, höldum á lofti sögu hitaveituvæðingunnar og hverju hún breytti fyrir okkur. Nýtum hana til innblásturs fyrir heimsbyggðina og okkur sjálf. Höldum áfram að tryggja og byggja upp sjálfbærar hitaveitur í bæjum landsins og styðjum við sams konar uppbyggingu í öðrum löndum. Höldum áfram að skapa nýjar lausnir, prófa okkur áfram og framkvæma til að styðja við aukinn hraða í átt að kolefnislausum heimi. Það er enn ekki ljóst hvenær eða hvernig þessari orkukrísu lýkur og þess vegna er tækifærið núna til að hafa áhrif á hvað muni breytast í kjölfar hennar. Því að þó við vitum ekki hvernig línurnar muni liggja að lokum þá er ljóst að leiðin liggur ekki til baka. Höfundur er Chief Technical Officer hjá Innargi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Krísa í orkumálum blasir við þjóðum heims þegar þær koma saman á loftslagsráðstefnunni í Egyptalandi. Á sama tíma og við vinnum okkur úr viðjum heimsfaraldurs og verð á orku rýkur upp vegna stríðsreksturs Rússlands í Úkraínu erum við í óða önn að skipta út meginorkugjafa samfélaga til að berjast gegn loftslagsáhrifum. Allt þetta hefur áhrif og kallar fram brot og veika hlekki í orkuinnviðum okkar og reynir á staðfestu í stefnu og samstöðu þjóða. Í þessu ástandi græða olíufélög heimsins sem aldrei fyrr og slá hvert hagnaðarmetið á fætur öðru og enn á ný er stríðsrekstur fjármagnaður með orkusölu. Á sama tíma eiga almenningur og fyrirtæki um alla Evrópu erfitt með að borga orkureikninga sína. Skorður hafa verið settar á hversu hlýtt megi vera í húsum víða; í Ungverjalandi var haustfríið fært til desember til að spara orku og á sumum svæðum í Evrópu er gert ráð fyrir að ákveðið hlutfall heimila muni hreinlega slökkva á hitanum sínum í lok mánaðar því þau eiga ekki fyrir reikningunum. Ljós í myrkrinu – eða kuldanum Ekki eru öll teikn á lofti neikvæð. Þrátt fyrir að sum lönd hafi brugðist við hækkuðu verði á olíu og gasi með því að fýra upp í kolaorkuverum sínum er gert ráð fyrir að þau áhrif verði tímabundin. Alþjóðaorkumálastofnunin (IEA) gaf á dögunum út árlega skýrslu sína um horfur í orkumálum og í fyrsta sinn gera útreikningar stofnunarinnar ráð fyrir að með núverandi takti og markmiðum einstakra þjóða og bandalaga þá muni notkun heimsins á jarðefnaeldsneyti ná toppi og síðan dragast saman þegar nær dregur 2030. Fjárfestingar í endurnýjanlegum orkugjöfum á heimsvísu eru einnig á hraðri siglingu og vega um 50% meira en fjárfestingar í jarðefnaeldsneyti. Þetta styður og styrkir áframhaldandi nýsköpun í nýjum orkugjöfum, kolefnishreinsun og förgun og hringrásarhagkerfinu. Við þurfum ekki að líta lengra en til steinrunnis koldíoxíðs hjá Carbfix til að sjá þess merki eða til Danmörku þar sem hitaveituvæðingin hefur fengið aukinn byr í seglin. Sífellt fleiri bæir og bæjarhlutar eru að byggja upp hitaveitur. Einstakt hús hefur takmarkaða möguleika á að skipta um orkugjafa en hitaveitukerfi getur fengið orku frá margskonar hitagjöfum eins og jarðhita, afgangsvarma og sólarorku. Tækifæri til að hraða umbyltingu Í krísum felast nefnilega tækifæri. Tækifæri til að breyta, skipta um stefnu, brúa bil og snúa veikleika í styrk. Þannig er það einnig núna. Nú er tækifæri til hraða taktinn í umbyltingu á orkuframleiðslu og notkun. Stjörnuhá orkuverð hafa snert fjölskyldur um nær alla Evrópu. Almenningur jafnt sem stjórnvöld hafa verið vakin hressilega til vitundar um mikilvægi þess að umbylta ekki bara rafmagnsframleiðslu heldur hitunarkostum til sjálfbærari vega. Samfélög þar sem búið er að byggja upp sjálfbær orkukerfi með nærliggjandi orkugjöfum hafa staðist þessa krísu betur en önnur. Þar hafa orkuinnviðirnir gefið skjól fyrir hækkandi orkuverðsvindum og verð haldist stöðug. Eins á Íslandi þar sem grænir orkugjafar og hitaveituvæðingin hafa skýlt annars berskjaldaðri þjóð í miðju norður Atlantshafinu. Hitaveitur framtíðarinnar Saga hitaveituvæðingarinnar á Íslandi er gömul saga og ný. Við sem ólumst upp með hitaveituvatn í ofnunum okkar lítum oft á hitaveituna sem sjálfsagðan hlut en það er hún svo sannarlega ekki. Framsýni, nýsköpun og framtakssemi ýttu hitaveitunni okkar úr vör og nú njótum við góðs af því. Við höfum oft heyrt þessa sögu en okkur ber skylda til að halda áfram að segja hana. Bæði fyrir nýjar kynslóðir hér á landi en ekki síður fyrir önnur lönd sem hafa enn ekki farið þessa sömu leið en gætu það vel. Orkumál eru á krossgötum. Styðjum við umbreytinguna, aukum taktinn, höldum á lofti sögu hitaveituvæðingunnar og hverju hún breytti fyrir okkur. Nýtum hana til innblásturs fyrir heimsbyggðina og okkur sjálf. Höldum áfram að tryggja og byggja upp sjálfbærar hitaveitur í bæjum landsins og styðjum við sams konar uppbyggingu í öðrum löndum. Höldum áfram að skapa nýjar lausnir, prófa okkur áfram og framkvæma til að styðja við aukinn hraða í átt að kolefnislausum heimi. Það er enn ekki ljóst hvenær eða hvernig þessari orkukrísu lýkur og þess vegna er tækifærið núna til að hafa áhrif á hvað muni breytast í kjölfar hennar. Því að þó við vitum ekki hvernig línurnar muni liggja að lokum þá er ljóst að leiðin liggur ekki til baka. Höfundur er Chief Technical Officer hjá Innargi.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun