„Náttúrulega galið að Ísland sé að spila um að komast á HM“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 9. nóvember 2022 07:00 Jón Axel Guðmundsson er bjartsýnn á að íslenska liðið geti tryggt sér sæti á HM. Vísir/Arnar Landsliðsmaðurinn Jón Axel Guðmundsson gekk í raðir ítalska félagsins Pesaro eftir stutt stopp hjá uppeldisfélagi sínu, Grindavík. Hann verður í íslenska landsliðshópnum sem mætir Georgíu i Laugardalshöll í forkeppni HM næstkomandi föstudag. „Ég var bara með klásúlu í samningnum mínum og var alltaf að leita að því að fara út til Evrópu. Ég kom heim og lék með heimafélaginu og það er bara eins og það er. Auðvitað er draumurinn alltaf að leita út og það gekk bara upp í þetta skipti hjá mér,“ sagði Jón Axel í samtali við Vísi í gær. „Þeir eru búnir að segja við mig eftir að ég kom þarna út að þeir vilja bara að ég klári tímabilið með þeim. Samingurinn er bara þrír og svo getum við báðir skoðað okkar mál eftir það, en þeir eru bara að leita að peningum til að klára út árið. Þeir eru allir búnir að segja við mig, þjálfarinn og sponsorarnir, að þeir vilja að ég klári út árið.“ En hvernig lýst Jóni á komandi tíma í ítölsku deildinni eftir stutta dvöl þar í landi? „Bara mjög vel. Fyrir mér er þetta bara geggjaður klúbbur og ég fékk mjög góðar móttökur fyrstu fjóra dagana sem ég var þarna. Þannig að þetta verður bara geggjað tímabil held ég.“ „Maður verður bara að vera þolinmóður í þessum bolta því það kemur alltaf eitthvað. Það voru svo sem einhver tilboð að koma í sumar, en ekkert eitthvað sem mér fannst meira spennandi en að vera að spila heima þannig það var bara verið að bíða eftir þessu stóra tilboði frá stóru deildunum. Svo komu þau bara í fljótlega í enda október og þá var þetta frekar auðvelt val fyrir mig.“ HM-sætið í okkar höndum Framundan er krefjandi verkefni hjá Jóni Axeli og félögum í íslenska karlalandsliðinu í körfubolta. Liðið mætir Georgíu næstkomandi föstudag, en liðin eru í harðri baráttu um sHM-sæti. „Þetta er náttúrulega galið að Ísland sé að spila um að komast á HM og við séum svona ógeðslega nálægt því. En þetta er búin að vera margra ára vinna og ég man bara þegar við vorum að spila við Kósovó og svona smærri þjóðir að þá fann maður að við vorum bara langt yfir þeim og okkur fannst öllum að við ættum ekkert heima með þeim í riðlum.“ „Mér finnst við vera búnir að vinna vel og það sést bara á öllum leikmönnum hvað allir eru að fara upp á hærra „level“ í Evrópu og það skilar sér bara inni á velli þegar við erum að spila allir saman.“ Eftir sterka sigra íslenska liðsins gegn Úkraínu og Ítalíu er Jón Axel bjartsýnn á það að liðið geti tryggt sér sæti á HM. „Mér finnst það mjög raunhæft. Og það besta við það er að þetta er bara algjörlega í okkar höndum. Við þurfum ekki að treysta á nein önnur lið. Við þurfum bara að gera okkar hlutverk og ef við gerum það vel þá er sætið á HM okkar.“ Klippa: Jón Axel: Náttúrulega galið að Ísland sé að spila um að komast á HM „Verður alltaf geggjað að spila aftur í Laugardalshöllinni“ Leikur Íslands gegn Georgíu fer fram í Laugardalshöll, en langt er um liðið síðan íslenskt landslið lék í höllinni. Hingað til hefur íslenska körfuboltalandsliðið leikið leiki sína í Ólafssal á Ásvöllum, en Jón segir það gott að snúa aftur í höllina, þrátt fyrir að tími liðsins í Ólafssal hafi verið góður. „Við höfum ekki tapað leik í Ólafssal, en auðvitað verður alltaf geggjað að spila aftur í Laugardalshöllinni. Maður á margar góðar minningar þaðan líka þannig að þetta verður bara fjör og vonandi verður bara fullt hús og góð stemning.“ Að lokum segir Jón að leikurinn gegn Georgíu verði krefjandi, en að íslenska liðið ætli sér að mæta vel undirbúið. „Ég held að við vitum allir hvað þeir geta. Þeir eru náttúrulega með fullt af Evrópuleikmönum á „high caliber“ og nokkra Evrópudeildarleikmenn. Sem betur fer missa þeir einn NBA-gæja út. Við vitum mikið um liðið bara frá seinasta glugga líka þannig það er bara að mæta vel stemndir í leikinn og vonandi verða allir heilir hjá okkur og tilbúnir að spila á föstudaginn,“ sagði Jón Axel að lokum. Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sjá meira
„Ég var bara með klásúlu í samningnum mínum og var alltaf að leita að því að fara út til Evrópu. Ég kom heim og lék með heimafélaginu og það er bara eins og það er. Auðvitað er draumurinn alltaf að leita út og það gekk bara upp í þetta skipti hjá mér,“ sagði Jón Axel í samtali við Vísi í gær. „Þeir eru búnir að segja við mig eftir að ég kom þarna út að þeir vilja bara að ég klári tímabilið með þeim. Samingurinn er bara þrír og svo getum við báðir skoðað okkar mál eftir það, en þeir eru bara að leita að peningum til að klára út árið. Þeir eru allir búnir að segja við mig, þjálfarinn og sponsorarnir, að þeir vilja að ég klári út árið.“ En hvernig lýst Jóni á komandi tíma í ítölsku deildinni eftir stutta dvöl þar í landi? „Bara mjög vel. Fyrir mér er þetta bara geggjaður klúbbur og ég fékk mjög góðar móttökur fyrstu fjóra dagana sem ég var þarna. Þannig að þetta verður bara geggjað tímabil held ég.“ „Maður verður bara að vera þolinmóður í þessum bolta því það kemur alltaf eitthvað. Það voru svo sem einhver tilboð að koma í sumar, en ekkert eitthvað sem mér fannst meira spennandi en að vera að spila heima þannig það var bara verið að bíða eftir þessu stóra tilboði frá stóru deildunum. Svo komu þau bara í fljótlega í enda október og þá var þetta frekar auðvelt val fyrir mig.“ HM-sætið í okkar höndum Framundan er krefjandi verkefni hjá Jóni Axeli og félögum í íslenska karlalandsliðinu í körfubolta. Liðið mætir Georgíu næstkomandi föstudag, en liðin eru í harðri baráttu um sHM-sæti. „Þetta er náttúrulega galið að Ísland sé að spila um að komast á HM og við séum svona ógeðslega nálægt því. En þetta er búin að vera margra ára vinna og ég man bara þegar við vorum að spila við Kósovó og svona smærri þjóðir að þá fann maður að við vorum bara langt yfir þeim og okkur fannst öllum að við ættum ekkert heima með þeim í riðlum.“ „Mér finnst við vera búnir að vinna vel og það sést bara á öllum leikmönnum hvað allir eru að fara upp á hærra „level“ í Evrópu og það skilar sér bara inni á velli þegar við erum að spila allir saman.“ Eftir sterka sigra íslenska liðsins gegn Úkraínu og Ítalíu er Jón Axel bjartsýnn á það að liðið geti tryggt sér sæti á HM. „Mér finnst það mjög raunhæft. Og það besta við það er að þetta er bara algjörlega í okkar höndum. Við þurfum ekki að treysta á nein önnur lið. Við þurfum bara að gera okkar hlutverk og ef við gerum það vel þá er sætið á HM okkar.“ Klippa: Jón Axel: Náttúrulega galið að Ísland sé að spila um að komast á HM „Verður alltaf geggjað að spila aftur í Laugardalshöllinni“ Leikur Íslands gegn Georgíu fer fram í Laugardalshöll, en langt er um liðið síðan íslenskt landslið lék í höllinni. Hingað til hefur íslenska körfuboltalandsliðið leikið leiki sína í Ólafssal á Ásvöllum, en Jón segir það gott að snúa aftur í höllina, þrátt fyrir að tími liðsins í Ólafssal hafi verið góður. „Við höfum ekki tapað leik í Ólafssal, en auðvitað verður alltaf geggjað að spila aftur í Laugardalshöllinni. Maður á margar góðar minningar þaðan líka þannig að þetta verður bara fjör og vonandi verður bara fullt hús og góð stemning.“ Að lokum segir Jón að leikurinn gegn Georgíu verði krefjandi, en að íslenska liðið ætli sér að mæta vel undirbúið. „Ég held að við vitum allir hvað þeir geta. Þeir eru náttúrulega með fullt af Evrópuleikmönum á „high caliber“ og nokkra Evrópudeildarleikmenn. Sem betur fer missa þeir einn NBA-gæja út. Við vitum mikið um liðið bara frá seinasta glugga líka þannig það er bara að mæta vel stemndir í leikinn og vonandi verða allir heilir hjá okkur og tilbúnir að spila á föstudaginn,“ sagði Jón Axel að lokum.
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn