„Náttúrulega galið að Ísland sé að spila um að komast á HM“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 9. nóvember 2022 07:00 Jón Axel Guðmundsson er bjartsýnn á að íslenska liðið geti tryggt sér sæti á HM. Vísir/Arnar Landsliðsmaðurinn Jón Axel Guðmundsson gekk í raðir ítalska félagsins Pesaro eftir stutt stopp hjá uppeldisfélagi sínu, Grindavík. Hann verður í íslenska landsliðshópnum sem mætir Georgíu i Laugardalshöll í forkeppni HM næstkomandi föstudag. „Ég var bara með klásúlu í samningnum mínum og var alltaf að leita að því að fara út til Evrópu. Ég kom heim og lék með heimafélaginu og það er bara eins og það er. Auðvitað er draumurinn alltaf að leita út og það gekk bara upp í þetta skipti hjá mér,“ sagði Jón Axel í samtali við Vísi í gær. „Þeir eru búnir að segja við mig eftir að ég kom þarna út að þeir vilja bara að ég klári tímabilið með þeim. Samingurinn er bara þrír og svo getum við báðir skoðað okkar mál eftir það, en þeir eru bara að leita að peningum til að klára út árið. Þeir eru allir búnir að segja við mig, þjálfarinn og sponsorarnir, að þeir vilja að ég klári út árið.“ En hvernig lýst Jóni á komandi tíma í ítölsku deildinni eftir stutta dvöl þar í landi? „Bara mjög vel. Fyrir mér er þetta bara geggjaður klúbbur og ég fékk mjög góðar móttökur fyrstu fjóra dagana sem ég var þarna. Þannig að þetta verður bara geggjað tímabil held ég.“ „Maður verður bara að vera þolinmóður í þessum bolta því það kemur alltaf eitthvað. Það voru svo sem einhver tilboð að koma í sumar, en ekkert eitthvað sem mér fannst meira spennandi en að vera að spila heima þannig það var bara verið að bíða eftir þessu stóra tilboði frá stóru deildunum. Svo komu þau bara í fljótlega í enda október og þá var þetta frekar auðvelt val fyrir mig.“ HM-sætið í okkar höndum Framundan er krefjandi verkefni hjá Jóni Axeli og félögum í íslenska karlalandsliðinu í körfubolta. Liðið mætir Georgíu næstkomandi föstudag, en liðin eru í harðri baráttu um sHM-sæti. „Þetta er náttúrulega galið að Ísland sé að spila um að komast á HM og við séum svona ógeðslega nálægt því. En þetta er búin að vera margra ára vinna og ég man bara þegar við vorum að spila við Kósovó og svona smærri þjóðir að þá fann maður að við vorum bara langt yfir þeim og okkur fannst öllum að við ættum ekkert heima með þeim í riðlum.“ „Mér finnst við vera búnir að vinna vel og það sést bara á öllum leikmönnum hvað allir eru að fara upp á hærra „level“ í Evrópu og það skilar sér bara inni á velli þegar við erum að spila allir saman.“ Eftir sterka sigra íslenska liðsins gegn Úkraínu og Ítalíu er Jón Axel bjartsýnn á það að liðið geti tryggt sér sæti á HM. „Mér finnst það mjög raunhæft. Og það besta við það er að þetta er bara algjörlega í okkar höndum. Við þurfum ekki að treysta á nein önnur lið. Við þurfum bara að gera okkar hlutverk og ef við gerum það vel þá er sætið á HM okkar.“ Klippa: Jón Axel: Náttúrulega galið að Ísland sé að spila um að komast á HM „Verður alltaf geggjað að spila aftur í Laugardalshöllinni“ Leikur Íslands gegn Georgíu fer fram í Laugardalshöll, en langt er um liðið síðan íslenskt landslið lék í höllinni. Hingað til hefur íslenska körfuboltalandsliðið leikið leiki sína í Ólafssal á Ásvöllum, en Jón segir það gott að snúa aftur í höllina, þrátt fyrir að tími liðsins í Ólafssal hafi verið góður. „Við höfum ekki tapað leik í Ólafssal, en auðvitað verður alltaf geggjað að spila aftur í Laugardalshöllinni. Maður á margar góðar minningar þaðan líka þannig að þetta verður bara fjör og vonandi verður bara fullt hús og góð stemning.“ Að lokum segir Jón að leikurinn gegn Georgíu verði krefjandi, en að íslenska liðið ætli sér að mæta vel undirbúið. „Ég held að við vitum allir hvað þeir geta. Þeir eru náttúrulega með fullt af Evrópuleikmönum á „high caliber“ og nokkra Evrópudeildarleikmenn. Sem betur fer missa þeir einn NBA-gæja út. Við vitum mikið um liðið bara frá seinasta glugga líka þannig það er bara að mæta vel stemndir í leikinn og vonandi verða allir heilir hjá okkur og tilbúnir að spila á föstudaginn,“ sagði Jón Axel að lokum. Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Sjá meira
„Ég var bara með klásúlu í samningnum mínum og var alltaf að leita að því að fara út til Evrópu. Ég kom heim og lék með heimafélaginu og það er bara eins og það er. Auðvitað er draumurinn alltaf að leita út og það gekk bara upp í þetta skipti hjá mér,“ sagði Jón Axel í samtali við Vísi í gær. „Þeir eru búnir að segja við mig eftir að ég kom þarna út að þeir vilja bara að ég klári tímabilið með þeim. Samingurinn er bara þrír og svo getum við báðir skoðað okkar mál eftir það, en þeir eru bara að leita að peningum til að klára út árið. Þeir eru allir búnir að segja við mig, þjálfarinn og sponsorarnir, að þeir vilja að ég klári út árið.“ En hvernig lýst Jóni á komandi tíma í ítölsku deildinni eftir stutta dvöl þar í landi? „Bara mjög vel. Fyrir mér er þetta bara geggjaður klúbbur og ég fékk mjög góðar móttökur fyrstu fjóra dagana sem ég var þarna. Þannig að þetta verður bara geggjað tímabil held ég.“ „Maður verður bara að vera þolinmóður í þessum bolta því það kemur alltaf eitthvað. Það voru svo sem einhver tilboð að koma í sumar, en ekkert eitthvað sem mér fannst meira spennandi en að vera að spila heima þannig það var bara verið að bíða eftir þessu stóra tilboði frá stóru deildunum. Svo komu þau bara í fljótlega í enda október og þá var þetta frekar auðvelt val fyrir mig.“ HM-sætið í okkar höndum Framundan er krefjandi verkefni hjá Jóni Axeli og félögum í íslenska karlalandsliðinu í körfubolta. Liðið mætir Georgíu næstkomandi föstudag, en liðin eru í harðri baráttu um sHM-sæti. „Þetta er náttúrulega galið að Ísland sé að spila um að komast á HM og við séum svona ógeðslega nálægt því. En þetta er búin að vera margra ára vinna og ég man bara þegar við vorum að spila við Kósovó og svona smærri þjóðir að þá fann maður að við vorum bara langt yfir þeim og okkur fannst öllum að við ættum ekkert heima með þeim í riðlum.“ „Mér finnst við vera búnir að vinna vel og það sést bara á öllum leikmönnum hvað allir eru að fara upp á hærra „level“ í Evrópu og það skilar sér bara inni á velli þegar við erum að spila allir saman.“ Eftir sterka sigra íslenska liðsins gegn Úkraínu og Ítalíu er Jón Axel bjartsýnn á það að liðið geti tryggt sér sæti á HM. „Mér finnst það mjög raunhæft. Og það besta við það er að þetta er bara algjörlega í okkar höndum. Við þurfum ekki að treysta á nein önnur lið. Við þurfum bara að gera okkar hlutverk og ef við gerum það vel þá er sætið á HM okkar.“ Klippa: Jón Axel: Náttúrulega galið að Ísland sé að spila um að komast á HM „Verður alltaf geggjað að spila aftur í Laugardalshöllinni“ Leikur Íslands gegn Georgíu fer fram í Laugardalshöll, en langt er um liðið síðan íslenskt landslið lék í höllinni. Hingað til hefur íslenska körfuboltalandsliðið leikið leiki sína í Ólafssal á Ásvöllum, en Jón segir það gott að snúa aftur í höllina, þrátt fyrir að tími liðsins í Ólafssal hafi verið góður. „Við höfum ekki tapað leik í Ólafssal, en auðvitað verður alltaf geggjað að spila aftur í Laugardalshöllinni. Maður á margar góðar minningar þaðan líka þannig að þetta verður bara fjör og vonandi verður bara fullt hús og góð stemning.“ Að lokum segir Jón að leikurinn gegn Georgíu verði krefjandi, en að íslenska liðið ætli sér að mæta vel undirbúið. „Ég held að við vitum allir hvað þeir geta. Þeir eru náttúrulega með fullt af Evrópuleikmönum á „high caliber“ og nokkra Evrópudeildarleikmenn. Sem betur fer missa þeir einn NBA-gæja út. Við vitum mikið um liðið bara frá seinasta glugga líka þannig það er bara að mæta vel stemndir í leikinn og vonandi verða allir heilir hjá okkur og tilbúnir að spila á föstudaginn,“ sagði Jón Axel að lokum.
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Sjá meira