Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. nóvember 2022 21:04 Jón Þorsteinn og Jenný Lára, sem eru mjög spennt fyrir sýningunum, sem munu fara fram á aðventunni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nú þegar styttist óðum í aðventuna þá er sviðslistahópurinn „Hnoðri í norðri“ að æfa nýja barna jólaóperu fyrir öll 6-10 ára börn í grunnskólum á Norðurlandi, sem verður sýnd á aðventunni. Æfingarnar hafa meðal annars farið fram hér í Hofi og leikararnir eru að sjálfsögðu mjög spenntir fyrir sýningunum en í þeim skarast skáldskapur, ópera, söngleikur og gamanleikhús á stórskemmtilegan hátt. Verkið er stutt og laggott, eða um 30 mín að lengd, og efniviður sóttur íslenska jólasöguarfinn. Höfundur og tónskáld er Þórunn Guðmundsdóttir og leikstjórn annast Jenný Lára Arnórsdóttir og búninga Rósa Ásgeirsdóttir. Flytjendur eru Jón Þorsteinn Reynisson harmonikkuleikari og söngkonurnar Björk Níelsdóttir sópran og Erla Dóra Vogler mezzósópran. “Það sem er rosalega skemmtilegt við þetta er að það er harmonikkuundirleikur og engin önnur hljóðfæri,” segir Jenný Lára. Og hvaða nikkuleikari skyldi það vera? “Það er jólakötturinn, jólakötturinn spilar á harmonikku, þannig að þetta er algjört draumahlutverk enda hefur það verið draumur minn frá því að ég var krakki að annað hvort að leika Mikka ref eða jólaköttinn,” segir Jón Þorsteinn, harmoníkuleikari. Mikil tilhlökkun er fyrir verkefninu hjá þeim, sem standa að sýningunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er einhver hætta á að börnin verði hrædd á sýningunum ? “Vonandi, kannski smá, í smástund og svo er þetta bara búið og svo er þetta bara fyndið. Já, já, þetta er aðallega fyndið en ég ætla allavega að reyna að hræða einn eða tvo,” segir Jón Þorsteinn og glottir út í annað. Hnoðri í norðri Verkefnið er styrkt af Tónskáldasjóði, Tónlistarsjóði, SSNE, Menningarsjóði Akureyrar og Samfélagssjóði Norðurorku. Verkefnið er unnið í samstarfi við List fyrir alla: https://listfyriralla.is/event/aevintyri-a-adventunni/ Akureyri Jól Grunnskólar Leikhús Menning Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Sjá meira
Æfingarnar hafa meðal annars farið fram hér í Hofi og leikararnir eru að sjálfsögðu mjög spenntir fyrir sýningunum en í þeim skarast skáldskapur, ópera, söngleikur og gamanleikhús á stórskemmtilegan hátt. Verkið er stutt og laggott, eða um 30 mín að lengd, og efniviður sóttur íslenska jólasöguarfinn. Höfundur og tónskáld er Þórunn Guðmundsdóttir og leikstjórn annast Jenný Lára Arnórsdóttir og búninga Rósa Ásgeirsdóttir. Flytjendur eru Jón Þorsteinn Reynisson harmonikkuleikari og söngkonurnar Björk Níelsdóttir sópran og Erla Dóra Vogler mezzósópran. “Það sem er rosalega skemmtilegt við þetta er að það er harmonikkuundirleikur og engin önnur hljóðfæri,” segir Jenný Lára. Og hvaða nikkuleikari skyldi það vera? “Það er jólakötturinn, jólakötturinn spilar á harmonikku, þannig að þetta er algjört draumahlutverk enda hefur það verið draumur minn frá því að ég var krakki að annað hvort að leika Mikka ref eða jólaköttinn,” segir Jón Þorsteinn, harmoníkuleikari. Mikil tilhlökkun er fyrir verkefninu hjá þeim, sem standa að sýningunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er einhver hætta á að börnin verði hrædd á sýningunum ? “Vonandi, kannski smá, í smástund og svo er þetta bara búið og svo er þetta bara fyndið. Já, já, þetta er aðallega fyndið en ég ætla allavega að reyna að hræða einn eða tvo,” segir Jón Þorsteinn og glottir út í annað. Hnoðri í norðri Verkefnið er styrkt af Tónskáldasjóði, Tónlistarsjóði, SSNE, Menningarsjóði Akureyrar og Samfélagssjóði Norðurorku. Verkefnið er unnið í samstarfi við List fyrir alla: https://listfyriralla.is/event/aevintyri-a-adventunni/
Akureyri Jól Grunnskólar Leikhús Menning Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Sjá meira