Tími er kominn á nýtt átak í mæðravernd Þorgerður Sigurðardóttir skrifar 8. nóvember 2022 17:00 Breytingarskeið kvenna hefur verið í brennidepli upp á síðkastið og er það vel. Ævi okkar hefur verið að lengjast og ekki undarlegt að konur geri kröfur um góða heilsu á þriðja æviskeiðinu. Þá er enn tími til að njóta. En það sem einkennir kvenheilsu byrjar mun fyrr eða strax á fósturskeiði. Nú er það svo að konur eru um helmingur mannkyns. Á Íslandi, alla vega, eignast meiri hluti kvenna börn og þar erum við komin að umfjöllunarefni þessa pistils. Margt hefur verið gert til að bæta mæðravernd á síðustu áratugum. Þar má nefna vitundarvakningu og skimun fyrir andlegri líðan kvenna á þessum viðkvæma tíma í lífi þeirra og átak hefur verið gert til að efla tengslamyndum móður (foreldra) og barna á fyrsta æviskeiði þeirra. Ísland er meðal fremstu þjóða þegar kemur að heilbrigðisþjónustu tengdum öryggi og áhættuþáttum á meðgöngu og eftir fæðingu sem sýnir sig í lágum ungbarna- og mæðradauða. En getum við gert betur? Meðganga og fæðing geta haft afgerandi áhrif á heilsu kvenna bæði í nútíð og framtíð. Þó fæðing teljist í flestum tilfellum eðlilegur viðburður er atburðarásin þó oft þannig að ýmislegt getur gerst sem ekki var fyrirséð og konur sitja uppi með útkomu sem þær bjuggust ekki við. Nýleg íslensk rannsókn leiddi í ljós að 48% frumbyrja þjáðist af þvagleka, 60% endaþarmsleka (hægða-og/eða loftleka), 29% fundu fyrir sigi á líffærum grindarhols og 66% þeirra sem voru orðnar kynferðislega virkar eftir fæðingu upplifðu sársauka við samfarir á öðrum mánuði eftir fæðingu. Konurnar upplifðu þessi grindarbotnseinkenni sem truflandi í daglegu lífi. Flestar rannsóknir sýna að þessar tölur eru þar að auki aðeins hærri á síðasta þriðjungi meðgöngu en fyrstu mánuði eftir fæðingu en munu að einhverju leyti lækka þegar dregur frá fæðingu en haldast hærri en fyrir meðgöngu. Þegar alþjóðlegar rannsóknir eru skoðaðar kemur í ljós að gegnumsneitt er þriðjungur kvenna að glíma við þvagleka og að minnsta kosti 10% við hægðaleka. Tölur um sig eru nokkuð á reiki þar sem margar konur leita sér ekki hjálpar fyrr en einkenni eru orðin slæm en sig er helsta ástæða kvensjúkdómaaðgerða á síðari hluta ævinnar. Ekki er vitað hversu margar konur upplifa sársauka í kynlífi en til eru rannsóknir sem gefa til kynna að það geti verið allt að 20%. Vitað er að margar konur leita sér seint eða aldrei hjálpar vegna skammar eða erfiðleika við að orða þessi mál við heilbrigðisstarfsfólk. Mikil fylgni er milli vandamála sem tengjast grindarbotni og þunglyndis og kvíða. Einnig hefur það verið staðfest með fjölda rannsókna að þvag-, endaþarmsleki og sigvandamál eiga stóran þátt í að draga úr líkamlegri virkni kvenna og auka á einangrun. Þátttaka í fyrrgreindri íslenskri rannsókn benti til að þegar konur voru spurðar um atriði sem snertu grindarbotnseinkenni svöruðu þær og voru þakklátar fyrir að koma þeim upp á yfirborðið. Mikilvægt er að skima fyrir einkennum í kring um fæðingu ekki síst vegna þess að konur eiga oft erfitt með að leita sér hjálpar af fyrra bragði en þjást í hljóði. Auk skimunar ætti að bjóða konum skoðun svo hægt sé greina veikleika, fræða þær og kenna að takast á við vandann eða fá frekari stuðning og meðferð í heilbrigðiskerfinu. Skimun og skoðun á grindarbotnsvandamálum kvenna eftir fæðingu væri best framkvæmd í þverfaglegri samvinnu með sjúkraþjálfara í teyminu vegna þekkingar þeirra á hegðun slíkra einkenna og stoðkerfis, þar með talið grindarbotnsvöðva. Við erum eftirbátar ýmissa þjóða sem gera betur en við og í nokkrum löndum er átak í gangi um þessar mundir til að bæta þjónustu við konur í kring um fæðingu. Markmið með skimun á grindarbotnsheilsu væri að draga úr langvarandi vandamálum sem valda viðkomandi þjáningu og kosta heilbrigðiskerfið mikið. Valdefla konur til að takast á við það sem er í þeirra valdi að vinna í. Snemmíhlutun er alla jafna betri en að takast á við vandamálin áratugum seinna. Í fyrirmyndarþjóðfélagi væri þjónusta sem þessi notendum þjónustunnar að kostnaðarlausu og hluti af mæðravernd. Höfundur er doktor í líf- og læknavísindum og sérfræðingur í kvensjúkdóma- og fæðingarsjúkraþjálfun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Þorgerður Sigurðardóttir Kvenheilsa Mest lesið Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Atvinnumál fatlaðra Ína Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skyndihjálp: Lykillinn að öruggara samfélagi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Sjá meira
Breytingarskeið kvenna hefur verið í brennidepli upp á síðkastið og er það vel. Ævi okkar hefur verið að lengjast og ekki undarlegt að konur geri kröfur um góða heilsu á þriðja æviskeiðinu. Þá er enn tími til að njóta. En það sem einkennir kvenheilsu byrjar mun fyrr eða strax á fósturskeiði. Nú er það svo að konur eru um helmingur mannkyns. Á Íslandi, alla vega, eignast meiri hluti kvenna börn og þar erum við komin að umfjöllunarefni þessa pistils. Margt hefur verið gert til að bæta mæðravernd á síðustu áratugum. Þar má nefna vitundarvakningu og skimun fyrir andlegri líðan kvenna á þessum viðkvæma tíma í lífi þeirra og átak hefur verið gert til að efla tengslamyndum móður (foreldra) og barna á fyrsta æviskeiði þeirra. Ísland er meðal fremstu þjóða þegar kemur að heilbrigðisþjónustu tengdum öryggi og áhættuþáttum á meðgöngu og eftir fæðingu sem sýnir sig í lágum ungbarna- og mæðradauða. En getum við gert betur? Meðganga og fæðing geta haft afgerandi áhrif á heilsu kvenna bæði í nútíð og framtíð. Þó fæðing teljist í flestum tilfellum eðlilegur viðburður er atburðarásin þó oft þannig að ýmislegt getur gerst sem ekki var fyrirséð og konur sitja uppi með útkomu sem þær bjuggust ekki við. Nýleg íslensk rannsókn leiddi í ljós að 48% frumbyrja þjáðist af þvagleka, 60% endaþarmsleka (hægða-og/eða loftleka), 29% fundu fyrir sigi á líffærum grindarhols og 66% þeirra sem voru orðnar kynferðislega virkar eftir fæðingu upplifðu sársauka við samfarir á öðrum mánuði eftir fæðingu. Konurnar upplifðu þessi grindarbotnseinkenni sem truflandi í daglegu lífi. Flestar rannsóknir sýna að þessar tölur eru þar að auki aðeins hærri á síðasta þriðjungi meðgöngu en fyrstu mánuði eftir fæðingu en munu að einhverju leyti lækka þegar dregur frá fæðingu en haldast hærri en fyrir meðgöngu. Þegar alþjóðlegar rannsóknir eru skoðaðar kemur í ljós að gegnumsneitt er þriðjungur kvenna að glíma við þvagleka og að minnsta kosti 10% við hægðaleka. Tölur um sig eru nokkuð á reiki þar sem margar konur leita sér ekki hjálpar fyrr en einkenni eru orðin slæm en sig er helsta ástæða kvensjúkdómaaðgerða á síðari hluta ævinnar. Ekki er vitað hversu margar konur upplifa sársauka í kynlífi en til eru rannsóknir sem gefa til kynna að það geti verið allt að 20%. Vitað er að margar konur leita sér seint eða aldrei hjálpar vegna skammar eða erfiðleika við að orða þessi mál við heilbrigðisstarfsfólk. Mikil fylgni er milli vandamála sem tengjast grindarbotni og þunglyndis og kvíða. Einnig hefur það verið staðfest með fjölda rannsókna að þvag-, endaþarmsleki og sigvandamál eiga stóran þátt í að draga úr líkamlegri virkni kvenna og auka á einangrun. Þátttaka í fyrrgreindri íslenskri rannsókn benti til að þegar konur voru spurðar um atriði sem snertu grindarbotnseinkenni svöruðu þær og voru þakklátar fyrir að koma þeim upp á yfirborðið. Mikilvægt er að skima fyrir einkennum í kring um fæðingu ekki síst vegna þess að konur eiga oft erfitt með að leita sér hjálpar af fyrra bragði en þjást í hljóði. Auk skimunar ætti að bjóða konum skoðun svo hægt sé greina veikleika, fræða þær og kenna að takast á við vandann eða fá frekari stuðning og meðferð í heilbrigðiskerfinu. Skimun og skoðun á grindarbotnsvandamálum kvenna eftir fæðingu væri best framkvæmd í þverfaglegri samvinnu með sjúkraþjálfara í teyminu vegna þekkingar þeirra á hegðun slíkra einkenna og stoðkerfis, þar með talið grindarbotnsvöðva. Við erum eftirbátar ýmissa þjóða sem gera betur en við og í nokkrum löndum er átak í gangi um þessar mundir til að bæta þjónustu við konur í kring um fæðingu. Markmið með skimun á grindarbotnsheilsu væri að draga úr langvarandi vandamálum sem valda viðkomandi þjáningu og kosta heilbrigðiskerfið mikið. Valdefla konur til að takast á við það sem er í þeirra valdi að vinna í. Snemmíhlutun er alla jafna betri en að takast á við vandamálin áratugum seinna. Í fyrirmyndarþjóðfélagi væri þjónusta sem þessi notendum þjónustunnar að kostnaðarlausu og hluti af mæðravernd. Höfundur er doktor í líf- og læknavísindum og sérfræðingur í kvensjúkdóma- og fæðingarsjúkraþjálfun.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun