Rúnar óvænt tekinn við Leipzig Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. nóvember 2022 15:36 Rúnar Sigtryggsson hefur stýrt sínum síðasta leik hjá Haukum. Vísir/Vilhelm Handknattleiksþjálfarinn Rúnar Sigtryggsson er hættur hjá Haukum og tekinn við þýska liðinu Leipzig. „Þetta gerðist frekar hratt. Kom upp í síðustu viku og ég er búinn að semja,“ sagði Rúnar í samtali við Vísi en hann var þá staddur í London á leið heim með Haukunum eftir Evrópuleiki á Kýpur sem fóru ekki vel. „Þetta tækifæri er bara þannig að ég gat ekki hafnað því. Þetta kitlar enn svo mikið. Ég bjó þarna síðustu árin áður en ég kom heim.“ Rúnar samdi við félagið út leiktíðina. Hann segir Haukana hafa tekið vel í beiðni hans að losna en Leipzig greiddi Haukum til þess að fá Rúnar í sínar raðir. Þjálfarinn kemur til Íslands með Haukunum í kvöld en er svo farinn aftur út til Þýskalands í fyrramálið. „Það er ekki eftir neinu að bíða. Það er leikur strax á fimmtudaginn gegn Wetzlar og þá verð ég mættur á hliðarlínuna.“ Leipzig er fjórða liðið sem Rúnar þjálfar í Þýskalandi en hann hefur áður þjálfað ThSV Eisenach, EHV Aue og HBW Balingen-Weilstetten. Leipzig er í sextánda sæti þýsku deildarinnar af átján liðum eða síðasta örugga sætinu í deildinni. Liðið hefur aðeins unnið einn af fyrstu tíu deildarleikjum sínum og síðustu fjórir leikir í deild (3) og bikar (1) hafa tapast. Leipzig vann síðast sigur 22. september þegar liðið lagði Erlangen 32-29. André Haber var látinn fara 31. október síðastliðinn en liðið tapaði tveimur fyrstu leikjum sínum undir stjórn Milos Putera sem tók við liðinu tímabundið. Leipzig náði níunda sæti í deildinni í fyrra og gengi liðsins í ár eru því mikil vonbrigði. Hjá Leipzig hittir Rúnar fyrir íslenska landsliðsmanninn Viggó Kristjánsson sem hefur skorað 4,2 mörk að meðaltali í þýsku deildinni á þessu tímabili. Olís-deild karla Þýski handboltinn Haukar Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira
„Þetta gerðist frekar hratt. Kom upp í síðustu viku og ég er búinn að semja,“ sagði Rúnar í samtali við Vísi en hann var þá staddur í London á leið heim með Haukunum eftir Evrópuleiki á Kýpur sem fóru ekki vel. „Þetta tækifæri er bara þannig að ég gat ekki hafnað því. Þetta kitlar enn svo mikið. Ég bjó þarna síðustu árin áður en ég kom heim.“ Rúnar samdi við félagið út leiktíðina. Hann segir Haukana hafa tekið vel í beiðni hans að losna en Leipzig greiddi Haukum til þess að fá Rúnar í sínar raðir. Þjálfarinn kemur til Íslands með Haukunum í kvöld en er svo farinn aftur út til Þýskalands í fyrramálið. „Það er ekki eftir neinu að bíða. Það er leikur strax á fimmtudaginn gegn Wetzlar og þá verð ég mættur á hliðarlínuna.“ Leipzig er fjórða liðið sem Rúnar þjálfar í Þýskalandi en hann hefur áður þjálfað ThSV Eisenach, EHV Aue og HBW Balingen-Weilstetten. Leipzig er í sextánda sæti þýsku deildarinnar af átján liðum eða síðasta örugga sætinu í deildinni. Liðið hefur aðeins unnið einn af fyrstu tíu deildarleikjum sínum og síðustu fjórir leikir í deild (3) og bikar (1) hafa tapast. Leipzig vann síðast sigur 22. september þegar liðið lagði Erlangen 32-29. André Haber var látinn fara 31. október síðastliðinn en liðið tapaði tveimur fyrstu leikjum sínum undir stjórn Milos Putera sem tók við liðinu tímabundið. Leipzig náði níunda sæti í deildinni í fyrra og gengi liðsins í ár eru því mikil vonbrigði. Hjá Leipzig hittir Rúnar fyrir íslenska landsliðsmanninn Viggó Kristjánsson sem hefur skorað 4,2 mörk að meðaltali í þýsku deildinni á þessu tímabili.
Olís-deild karla Þýski handboltinn Haukar Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira