Harma vinnubrögð við uppsögn á samningi Kjartans Sindri Sverrisson skrifar 7. nóvember 2022 15:52 Kjartan Henry Finnbogason var aðeins í byrjunarliði KR í sjö leikjum í Bestu deildinni í ár. Hann baðst undan því að mæta til æfinga á lokametrum leiktíðarinnar eftir að KR ákvað að nýta klásúlu til þess að segja upp samningi við hann. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Knattspyrnudeild KR þakkar Kjartani Henry Finnbogasyni fyrir hans framlag til félagsins og óskar honum velfarnaðar, í eins konar kveðjubréfi sem formaðurinn Páll Kristjánsson skrifar fyrir hönd stjórnar. Í bréfinu eru vinnubrögð stjórnar knattspyrnudeildarinnar, í tengslum við uppsögn á samningi Kjartans, hörmuð. Mikið hefur verið rætt og ritað um stöðu Kjartans hjá KR eftir að í ljós kom að stjórn KR hefði nýtt klásúlu til að segja upp samningi hans við félagið, einu ári fyrir lok samningstímans. Þessi 36 ára gamli fyrrverandi landsliðframherji, sem er uppalinn hjá KR, sendi í kjölfarið stjórninni tóninn meðal annars með færslu sem hann birti á Twitter. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, sagði í viðtali við Stöð 2 Sport að til hefði staðið að semja að nýju við Kjartan á breyttum forsendum. Hann sagði jafnframt að Kjartan hefði „ekki hagað sér almennilega í nokkur skipti og gagnrýnt liðsfélaga, þjálfara og stjórn á opinberum vettvangi,“ og að slíkt kynni Rúnar ekki að meta. Segir Kjartan aldrei hafa gert sig sekan um agabrot Í yfirlýsingu frá knattspyrnudeild KR í dag segir að stjórnin vilji árétta að Kjartan Henry hafi „aldrei nokkurn tímann gerst brotlegur við reglur félagsins eða viðhaft einhvers konar háttsemi sem felur í sér agabrot af einhverju tagi.“ Kjartan, sem er 36 ára gamall, sneri aftur heim til KR fyrir tímabilið 2021 eftir að hafa verið í atvinnumennsku. Hann hóf meistaraflokksferilinn með KR tímabilið 2003 en gekk í raðir skoska félagsins Celtic í lok árs 2004, þá átján ára gamall. Sem atvinnumaður lék hann í Skotlandi, Svíþjóð, Danmörku og Ungverjalandi, auk þess að spila þrettán A-landsleiki og skora í þeim þrjú mörk. Þá lék hann með KR árin 2010-2014 og varð tvívegis Íslandsmeistari og þrívegis bikarmeistari. Yfirlýsinguna frá stjórn knattspyrnudeildar KR má lesa í heild sinni hér að neðan. Frá knattspyrnudeild KR Að undanförnu hafa samningsmál Kjartans Henry Finnbogasonar, leikmanns meistaraflokks karla í knattspyrnu og félagsins verið til umfjöllunar í fjölmiðlum. Stjórn knattspyrnudeildar KR harmar þau vinnubrögð sem viðhöfð voru í tengslum við uppsögn á samningi Kjartans. Stjórn knattspyrnudeildar KR vill enn fremur árétta að Kjartan Henry hefur aldrei nokkurn tímann gerst brotlegur við reglur félagsins eða viðhaft einhvers konar háttsemi sem felur í sér agabrot af einhverju tagi. Kjartan er borinn og barnfæddur KR-ingur sem lék upp alla yngri flokka félagsins. Kjartan hefur gegnt lykilhlutverki í meistaraflokki félagsins á að baki 242 mótsleiki með KR og skorað í þeim 110 mörk. Þá hefur Kjartan unnið 6 titla og er markahæsti leikmaður félagsins í Evrópu frá upphafi. Við KR-ingar þökkum Kjartani kærlega fyrir hans framlag til félagsins og óskum honum velfarnaðar. f.h. stjórnar Páll Kristjánsson, formaður. Besta deild karla KR Fótbolti Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Sjá meira
Í bréfinu eru vinnubrögð stjórnar knattspyrnudeildarinnar, í tengslum við uppsögn á samningi Kjartans, hörmuð. Mikið hefur verið rætt og ritað um stöðu Kjartans hjá KR eftir að í ljós kom að stjórn KR hefði nýtt klásúlu til að segja upp samningi hans við félagið, einu ári fyrir lok samningstímans. Þessi 36 ára gamli fyrrverandi landsliðframherji, sem er uppalinn hjá KR, sendi í kjölfarið stjórninni tóninn meðal annars með færslu sem hann birti á Twitter. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, sagði í viðtali við Stöð 2 Sport að til hefði staðið að semja að nýju við Kjartan á breyttum forsendum. Hann sagði jafnframt að Kjartan hefði „ekki hagað sér almennilega í nokkur skipti og gagnrýnt liðsfélaga, þjálfara og stjórn á opinberum vettvangi,“ og að slíkt kynni Rúnar ekki að meta. Segir Kjartan aldrei hafa gert sig sekan um agabrot Í yfirlýsingu frá knattspyrnudeild KR í dag segir að stjórnin vilji árétta að Kjartan Henry hafi „aldrei nokkurn tímann gerst brotlegur við reglur félagsins eða viðhaft einhvers konar háttsemi sem felur í sér agabrot af einhverju tagi.“ Kjartan, sem er 36 ára gamall, sneri aftur heim til KR fyrir tímabilið 2021 eftir að hafa verið í atvinnumennsku. Hann hóf meistaraflokksferilinn með KR tímabilið 2003 en gekk í raðir skoska félagsins Celtic í lok árs 2004, þá átján ára gamall. Sem atvinnumaður lék hann í Skotlandi, Svíþjóð, Danmörku og Ungverjalandi, auk þess að spila þrettán A-landsleiki og skora í þeim þrjú mörk. Þá lék hann með KR árin 2010-2014 og varð tvívegis Íslandsmeistari og þrívegis bikarmeistari. Yfirlýsinguna frá stjórn knattspyrnudeildar KR má lesa í heild sinni hér að neðan. Frá knattspyrnudeild KR Að undanförnu hafa samningsmál Kjartans Henry Finnbogasonar, leikmanns meistaraflokks karla í knattspyrnu og félagsins verið til umfjöllunar í fjölmiðlum. Stjórn knattspyrnudeildar KR harmar þau vinnubrögð sem viðhöfð voru í tengslum við uppsögn á samningi Kjartans. Stjórn knattspyrnudeildar KR vill enn fremur árétta að Kjartan Henry hefur aldrei nokkurn tímann gerst brotlegur við reglur félagsins eða viðhaft einhvers konar háttsemi sem felur í sér agabrot af einhverju tagi. Kjartan er borinn og barnfæddur KR-ingur sem lék upp alla yngri flokka félagsins. Kjartan hefur gegnt lykilhlutverki í meistaraflokki félagsins á að baki 242 mótsleiki með KR og skorað í þeim 110 mörk. Þá hefur Kjartan unnið 6 titla og er markahæsti leikmaður félagsins í Evrópu frá upphafi. Við KR-ingar þökkum Kjartani kærlega fyrir hans framlag til félagsins og óskum honum velfarnaðar. f.h. stjórnar Páll Kristjánsson, formaður.
Frá knattspyrnudeild KR Að undanförnu hafa samningsmál Kjartans Henry Finnbogasonar, leikmanns meistaraflokks karla í knattspyrnu og félagsins verið til umfjöllunar í fjölmiðlum. Stjórn knattspyrnudeildar KR harmar þau vinnubrögð sem viðhöfð voru í tengslum við uppsögn á samningi Kjartans. Stjórn knattspyrnudeildar KR vill enn fremur árétta að Kjartan Henry hefur aldrei nokkurn tímann gerst brotlegur við reglur félagsins eða viðhaft einhvers konar háttsemi sem felur í sér agabrot af einhverju tagi. Kjartan er borinn og barnfæddur KR-ingur sem lék upp alla yngri flokka félagsins. Kjartan hefur gegnt lykilhlutverki í meistaraflokki félagsins á að baki 242 mótsleiki með KR og skorað í þeim 110 mörk. Þá hefur Kjartan unnið 6 titla og er markahæsti leikmaður félagsins í Evrópu frá upphafi. Við KR-ingar þökkum Kjartani kærlega fyrir hans framlag til félagsins og óskum honum velfarnaðar. f.h. stjórnar Páll Kristjánsson, formaður.
Besta deild karla KR Fótbolti Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Sjá meira