Carlos: Við þurfum að skilja að við erum litla liðið Jón Már Ferro skrifar 6. nóvember 2022 19:41 Carlos Martin Santin er þjálfari Harðar. Carlos Martin Santos, þjálfari Harðar, var ánægður eftir leik þeirra við FH í Olís-deildinni þrátt fyrir 36–31 tap. Fyrir leik bjuggust flestir við stórsigri heimamanna en gestirnir seldu sig mjög dýrt. Þrátt fyrir það var sigur FH-inga aldrei í hættu. Að mati Carlosar var leikurinn skemmtilegur fyrir áhorfendur. Mestan hluta leiks var eins og FH-ingar væru að bíða eftir að leikurinn væri búinn en Harðverjar reyndu og reyndu en gæðin voru ekki næg hjá gestunum. „Frábær leikur fyrir áhorfendur. Þetta var hraður leikur og mikið af mörkum. Eitthvað um misstök eðlilega, þetta var flott fyrir áhorfendur en kannski ekki fyrir okkur.“ Oft á tíðum voru ákvarðanir Harðverja hræðilegar þrátt fyrir góðar stöður sóknarlega. Ef FH tapaði boltanum gerðu Harðverjar það oftar en ekki í hraðaupplaupinu í kjölfarið. „Við þurfum að bæta ákvarðanatökur. Oft í leiknum tókum við ekki réttar ákvarðanir. Það varð okkur að falli. Við lendum undir, komum til baka, lendum undir og komum aftur til baka. Þegar við vorum að koma til baka vorum við að fá tveggja mínútna brottvísanir sem gerðu út af við okkur. Við spiluðum vel, hefði getað verið betra en hamingjuóskir til FH. Þeir spiluðu vel en við þurfum að bæta okkur. Við erum með marga unga leikmenn og þeir verða að skilja hvernig þeir eiga að spila.“ Hörður var tvisvar í leiknum tveimur mönnum fleiri inni á vellinum en nýttu það einstaklega illa. Þeir köstuðu boltanum til FH-inga trekk í trekk og voru sjálfum sér verstir. „Þeir létu þetta líta út fyrir að vera auðvelt og það var allt erfiðara fyrir okkur. Við þurfum að bæta hjá okkur spilamennskuna. Vonandi gerist það á sunnudaginn á móti Fram. Við þurfum að horfa aftur á leikinn og læra af mistökunum. Vonandi náum við í okkar fyrstu tvö stig á sunnudag. Við þurfum að vaxa mikið, því við erum nýtt lið í þessari deild. Það er fullt af góðum leikmönnum og mikið af stórum liðum. Við þurfum að skilja að við erum litla liðið.“ Olís-deild karla FH Hörður Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: FH-Hörður 36-31 | FH upp í fjórða sætið FH lyfti sér upp í fjórða sæti Olís-deildarinnar í handknattleik eftir fimm marka sigur á Herði frá Ísafirði í dag. Lokatölur 36-31 en sigurinn er sá fjórði í röð hjá FH-ingum. 6. nóvember 2022 18:40 Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira
Að mati Carlosar var leikurinn skemmtilegur fyrir áhorfendur. Mestan hluta leiks var eins og FH-ingar væru að bíða eftir að leikurinn væri búinn en Harðverjar reyndu og reyndu en gæðin voru ekki næg hjá gestunum. „Frábær leikur fyrir áhorfendur. Þetta var hraður leikur og mikið af mörkum. Eitthvað um misstök eðlilega, þetta var flott fyrir áhorfendur en kannski ekki fyrir okkur.“ Oft á tíðum voru ákvarðanir Harðverja hræðilegar þrátt fyrir góðar stöður sóknarlega. Ef FH tapaði boltanum gerðu Harðverjar það oftar en ekki í hraðaupplaupinu í kjölfarið. „Við þurfum að bæta ákvarðanatökur. Oft í leiknum tókum við ekki réttar ákvarðanir. Það varð okkur að falli. Við lendum undir, komum til baka, lendum undir og komum aftur til baka. Þegar við vorum að koma til baka vorum við að fá tveggja mínútna brottvísanir sem gerðu út af við okkur. Við spiluðum vel, hefði getað verið betra en hamingjuóskir til FH. Þeir spiluðu vel en við þurfum að bæta okkur. Við erum með marga unga leikmenn og þeir verða að skilja hvernig þeir eiga að spila.“ Hörður var tvisvar í leiknum tveimur mönnum fleiri inni á vellinum en nýttu það einstaklega illa. Þeir köstuðu boltanum til FH-inga trekk í trekk og voru sjálfum sér verstir. „Þeir létu þetta líta út fyrir að vera auðvelt og það var allt erfiðara fyrir okkur. Við þurfum að bæta hjá okkur spilamennskuna. Vonandi gerist það á sunnudaginn á móti Fram. Við þurfum að horfa aftur á leikinn og læra af mistökunum. Vonandi náum við í okkar fyrstu tvö stig á sunnudag. Við þurfum að vaxa mikið, því við erum nýtt lið í þessari deild. Það er fullt af góðum leikmönnum og mikið af stórum liðum. Við þurfum að skilja að við erum litla liðið.“
Olís-deild karla FH Hörður Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: FH-Hörður 36-31 | FH upp í fjórða sætið FH lyfti sér upp í fjórða sæti Olís-deildarinnar í handknattleik eftir fimm marka sigur á Herði frá Ísafirði í dag. Lokatölur 36-31 en sigurinn er sá fjórði í röð hjá FH-ingum. 6. nóvember 2022 18:40 Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtal: FH-Hörður 36-31 | FH upp í fjórða sætið FH lyfti sér upp í fjórða sæti Olís-deildarinnar í handknattleik eftir fimm marka sigur á Herði frá Ísafirði í dag. Lokatölur 36-31 en sigurinn er sá fjórði í röð hjá FH-ingum. 6. nóvember 2022 18:40