Villt dýr hrynja niður í sögulegum þurrki í Kenía Kjartan Kjartansson skrifar 6. nóvember 2022 09:31 Gnýir éta gras sem þjóðgarðsverðir skildu eftir fyrir þá á Samburu-náttúruverndarsvæðinu í Kenía í síðasta mánuði. Þurrkurinn í Austur-Afríku er sagður sá versti í áratugi. AP/Brian Inganga Hundruð sebrahesta og fíla eru á meðal fleiri en þúsund villtra skepna sem hafa drepist í langvarandi þurrki í Kenía. Óttast er að þurrkurinn eigi eftir að leiða til hörmunga fyrir menn í Eþiópíu, Kenía og Sómalíu. Þurrkurinn hefur nú staðið yfir í heilt ár. Í Austur-Afríku hafa fimm rigningartímabil í röð brugðist. Alþjóðaveðurfræðistofnunin hefur varað við fordæmalausum mannúðarhörmungum á svæðinu. Í nýrri skýrslu ferðamála- og dýralífsráðuneytis Kenía kemur fram að fleiri en þúsund dýr hafi drepist af völdum þurrksins, þar á meðal 512 gnýir, 430 sebrahestar, 205 fílar og fimmtíu og einn buffall. Sebrahestar og gnýir fara sérstaklega illa út úr þurrkinum. Á meðal sebrahestanna sem drápust voru 49 svonefndir greifasebrar en talið er að aðeins um þrjú þúsund villt dýr af þeirri tegund séu á jörðinni. Ungir fílar hafa einnig drepist í tugatali en þeir eru ekki nógu hávaxnir til þess að ná sér í mat upp í trjám. Í suðvesturhluta Kenía voru 45 af 76 fílum sem drápust ungviði. Banamein þeirra var vannæring þar sem mæður þeirra náðu ekki að framleiða næga mjólk handa þeim. Vinsælustu ferðamannastaðir Kenía eru á meðal þeirra svæða sem hafa orðið einna verst úti í þurrkunum, þar á meðal Amboseli, Tsavo og Laikipia-Samburu. Washington Post hefur eftir Peninah Malonza, ferðamála- og dýralífsráðherra Kenía, að stjórnvöld reyndu að hjálpa dýrunum með því að sjá þeim fyrir heyi og vatni auk þess að aukið eftirlit væri nú til að koma í veg fyrir árekstra manna og dýra. Kenísk stjórnvöld vara við því að raunverulegur fjöldi dauðra dýra í þurrkinum kunni að vera vanmetinn þar sem rándýr gætu hafa étið hræ margra þeirra. Um víðáttumikið landsvæði sé einnig að ræða og óvíst sé hvort að vísindamann hafi náð að komast yfir öll þau svæði þar sem dýr drápust. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi hefst í dag. Þar á meðal að ræða stuðning iðnríkja við þróunarlönd sem verða fyrir afleiðingum loftslagsbreytinga. Loftslagsmál Dýr Kenía Tengdar fréttir Stefnir í tveggja og hálfrar gráðu hlýnun á meðan ríki draga lappirnar Útlit er fyrir að hnattræn hlýnun nái tveimur og hálfri gráðu fyrir lok aldarinnar ef ríki heims auka ekki metnað sinn í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Það er heilli gráðu meira en stefnt er að með Parísarsamkomulaginu til þess að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. 26. október 2022 08:42 Stöðvuðu ferðir einkaþotna á Schiphol-flugvelli Hundruð loftslagsaðgerðarsinna réðust inn á stæði fyrir einkaflugvélar á Schiphol-flugvelli í Amsterdam og komu í veg fyrir að þær gætu farið í loftið í nokkrar klukkustundur í gær. Herlögregla var kvödd til og handtók fleiri en hundrað manns. 6. nóvember 2022 08:43 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Sjá meira
Þurrkurinn hefur nú staðið yfir í heilt ár. Í Austur-Afríku hafa fimm rigningartímabil í röð brugðist. Alþjóðaveðurfræðistofnunin hefur varað við fordæmalausum mannúðarhörmungum á svæðinu. Í nýrri skýrslu ferðamála- og dýralífsráðuneytis Kenía kemur fram að fleiri en þúsund dýr hafi drepist af völdum þurrksins, þar á meðal 512 gnýir, 430 sebrahestar, 205 fílar og fimmtíu og einn buffall. Sebrahestar og gnýir fara sérstaklega illa út úr þurrkinum. Á meðal sebrahestanna sem drápust voru 49 svonefndir greifasebrar en talið er að aðeins um þrjú þúsund villt dýr af þeirri tegund séu á jörðinni. Ungir fílar hafa einnig drepist í tugatali en þeir eru ekki nógu hávaxnir til þess að ná sér í mat upp í trjám. Í suðvesturhluta Kenía voru 45 af 76 fílum sem drápust ungviði. Banamein þeirra var vannæring þar sem mæður þeirra náðu ekki að framleiða næga mjólk handa þeim. Vinsælustu ferðamannastaðir Kenía eru á meðal þeirra svæða sem hafa orðið einna verst úti í þurrkunum, þar á meðal Amboseli, Tsavo og Laikipia-Samburu. Washington Post hefur eftir Peninah Malonza, ferðamála- og dýralífsráðherra Kenía, að stjórnvöld reyndu að hjálpa dýrunum með því að sjá þeim fyrir heyi og vatni auk þess að aukið eftirlit væri nú til að koma í veg fyrir árekstra manna og dýra. Kenísk stjórnvöld vara við því að raunverulegur fjöldi dauðra dýra í þurrkinum kunni að vera vanmetinn þar sem rándýr gætu hafa étið hræ margra þeirra. Um víðáttumikið landsvæði sé einnig að ræða og óvíst sé hvort að vísindamann hafi náð að komast yfir öll þau svæði þar sem dýr drápust. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi hefst í dag. Þar á meðal að ræða stuðning iðnríkja við þróunarlönd sem verða fyrir afleiðingum loftslagsbreytinga.
Loftslagsmál Dýr Kenía Tengdar fréttir Stefnir í tveggja og hálfrar gráðu hlýnun á meðan ríki draga lappirnar Útlit er fyrir að hnattræn hlýnun nái tveimur og hálfri gráðu fyrir lok aldarinnar ef ríki heims auka ekki metnað sinn í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Það er heilli gráðu meira en stefnt er að með Parísarsamkomulaginu til þess að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. 26. október 2022 08:42 Stöðvuðu ferðir einkaþotna á Schiphol-flugvelli Hundruð loftslagsaðgerðarsinna réðust inn á stæði fyrir einkaflugvélar á Schiphol-flugvelli í Amsterdam og komu í veg fyrir að þær gætu farið í loftið í nokkrar klukkustundur í gær. Herlögregla var kvödd til og handtók fleiri en hundrað manns. 6. nóvember 2022 08:43 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Sjá meira
Stefnir í tveggja og hálfrar gráðu hlýnun á meðan ríki draga lappirnar Útlit er fyrir að hnattræn hlýnun nái tveimur og hálfri gráðu fyrir lok aldarinnar ef ríki heims auka ekki metnað sinn í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Það er heilli gráðu meira en stefnt er að með Parísarsamkomulaginu til þess að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. 26. október 2022 08:42
Stöðvuðu ferðir einkaþotna á Schiphol-flugvelli Hundruð loftslagsaðgerðarsinna réðust inn á stæði fyrir einkaflugvélar á Schiphol-flugvelli í Amsterdam og komu í veg fyrir að þær gætu farið í loftið í nokkrar klukkustundur í gær. Herlögregla var kvödd til og handtók fleiri en hundrað manns. 6. nóvember 2022 08:43