Körfuboltakvöld: „Klúbbnum er greinilega skítsama um þessar stelpur“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. nóvember 2022 22:30 Bryndís Guðmundsdóttir lét í sér heyra í síðasta þætti Körfuboltakvölds. Körfuboltakvöld „Þetta hefur í rauninni aldrei gerst. Að landsliðskona, einn af bestu leikmönnum deildarinnar, ákveði að hoppa yfir í annað lið á miðju tímabili,“ sagði Hörður Unnsteinsson, þáttastjórnandi Körfuboltakvölds um ein óvæntustu félagaskipti síðari ára hér á landi. Isabella Ósk Sigurðardóttir samdi nýverið við Íslandsmeistara Njarðvíkur. Komu vistaskiptin flest öllum á óvart enda Isabella Ósk leikið allan sinn feril með Breiðabliki ef frá er talið stutt stopp í Ástralíu fyrr á þessu ári. Farið var yfir málin í Körfuboltakvöldi. „Klárlega, ég skil hana bara fullkomlega. Miðað við allt sem hefur gengið á í Kópavoginum, bara undanfarin ár. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem eitthvað kemur upp á, ég skil hana bara fullkomlega,“ sagði Bryndís Guðmundsdóttir en ljóst var að henni var mikið niðri fyrir. „Hin tímabilin og árin hefur hún hugsað um liðið og allt þetta. Ég skil hana vel að hugsa núna um sjálfa sig. Þegar það er alltaf komið svona fram við mann þá fær maður á endanum nóg og þá getur maður ekki bara hugsað um liðið. Þá þarf maður stundum að hugsa um sjálfan sig af því klúbburinn er greinilega ekki að hugsa um þig,“ hélt Bryndís áfram. „Ég verð alveg pínu pirruð að tala um þetta. Klúbbnum er greinilega skítsama um þessar stelpur, sem er sorglegt. Þeir sem stjórna Breiðabliks liðinu – allavega út á við þá lítur út fyrir, afsakið orðbragðið, að þeim sé drullusama um þessa leikmenn og kvennaliðið. Ef þetta væri karlaliðið þá myndi þetta aldrei gerast, bara aldrei.“ „Ef þú horfir á karlaliðið, þeir eru með svona tíu leikmenn sem eru að fá greitt. Allavega sjö, átta. Kvenna megin, kannski þrír eða fjórir. Út á við lítur þessi stjórn Breiðabliks virkilega illa út og mér finnst þessi stjórn ekki hugsa um neitt annað en þetta karlalið þannig að ég skil Isabellu Ósk fullkomlega og er ánægð að hún hafi gert þetta,“ sagði Bryndís að endingu. Ingibjörg Jakobsdóttir velti því upp hvort fleiri leikmenn Breiðabliks myndu fylgja í fótspor Isabellu og hvað myndi þá verða um Breiðabliksliðið. Umræðuna í heild sinni má sjá og heyra hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Ég skil hana vel að hugsa núna um sjálfa sig Körfubolti Körfuboltakvöld Breiðablik UMF Njarðvík Tengdar fréttir Isabella Ósk: Ég fann það bara fyrir sjálfa mig og mína framtíð í körfubolta að ég vildi reyna að vera í toppslag í ár Isabella Ósk Sigurðardóttir fór beint í eldlínuna í sínum fyrsta leik með Njarðvík í kvöld, þegar liðið mætti grönnum sínum í hörkuleik. Það var hart tekist á og margar villur dæmdar, þá sérstaklega á heimakonur. 2. nóvember 2022 22:46 Isabella Ósk til liðs við Íslandsmeistarana Isabella Ósk Sigurðardóttir er gengin til liðs við Íslandsmeistara Njarðvíkur og mun leika með þeim út tímabilið í Subway deild kvenna í körfubolta. 31. október 2022 19:31 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira
Isabella Ósk Sigurðardóttir samdi nýverið við Íslandsmeistara Njarðvíkur. Komu vistaskiptin flest öllum á óvart enda Isabella Ósk leikið allan sinn feril með Breiðabliki ef frá er talið stutt stopp í Ástralíu fyrr á þessu ári. Farið var yfir málin í Körfuboltakvöldi. „Klárlega, ég skil hana bara fullkomlega. Miðað við allt sem hefur gengið á í Kópavoginum, bara undanfarin ár. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem eitthvað kemur upp á, ég skil hana bara fullkomlega,“ sagði Bryndís Guðmundsdóttir en ljóst var að henni var mikið niðri fyrir. „Hin tímabilin og árin hefur hún hugsað um liðið og allt þetta. Ég skil hana vel að hugsa núna um sjálfa sig. Þegar það er alltaf komið svona fram við mann þá fær maður á endanum nóg og þá getur maður ekki bara hugsað um liðið. Þá þarf maður stundum að hugsa um sjálfan sig af því klúbburinn er greinilega ekki að hugsa um þig,“ hélt Bryndís áfram. „Ég verð alveg pínu pirruð að tala um þetta. Klúbbnum er greinilega skítsama um þessar stelpur, sem er sorglegt. Þeir sem stjórna Breiðabliks liðinu – allavega út á við þá lítur út fyrir, afsakið orðbragðið, að þeim sé drullusama um þessa leikmenn og kvennaliðið. Ef þetta væri karlaliðið þá myndi þetta aldrei gerast, bara aldrei.“ „Ef þú horfir á karlaliðið, þeir eru með svona tíu leikmenn sem eru að fá greitt. Allavega sjö, átta. Kvenna megin, kannski þrír eða fjórir. Út á við lítur þessi stjórn Breiðabliks virkilega illa út og mér finnst þessi stjórn ekki hugsa um neitt annað en þetta karlalið þannig að ég skil Isabellu Ósk fullkomlega og er ánægð að hún hafi gert þetta,“ sagði Bryndís að endingu. Ingibjörg Jakobsdóttir velti því upp hvort fleiri leikmenn Breiðabliks myndu fylgja í fótspor Isabellu og hvað myndi þá verða um Breiðabliksliðið. Umræðuna í heild sinni má sjá og heyra hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Ég skil hana vel að hugsa núna um sjálfa sig
Körfubolti Körfuboltakvöld Breiðablik UMF Njarðvík Tengdar fréttir Isabella Ósk: Ég fann það bara fyrir sjálfa mig og mína framtíð í körfubolta að ég vildi reyna að vera í toppslag í ár Isabella Ósk Sigurðardóttir fór beint í eldlínuna í sínum fyrsta leik með Njarðvík í kvöld, þegar liðið mætti grönnum sínum í hörkuleik. Það var hart tekist á og margar villur dæmdar, þá sérstaklega á heimakonur. 2. nóvember 2022 22:46 Isabella Ósk til liðs við Íslandsmeistarana Isabella Ósk Sigurðardóttir er gengin til liðs við Íslandsmeistara Njarðvíkur og mun leika með þeim út tímabilið í Subway deild kvenna í körfubolta. 31. október 2022 19:31 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira
Isabella Ósk: Ég fann það bara fyrir sjálfa mig og mína framtíð í körfubolta að ég vildi reyna að vera í toppslag í ár Isabella Ósk Sigurðardóttir fór beint í eldlínuna í sínum fyrsta leik með Njarðvík í kvöld, þegar liðið mætti grönnum sínum í hörkuleik. Það var hart tekist á og margar villur dæmdar, þá sérstaklega á heimakonur. 2. nóvember 2022 22:46
Isabella Ósk til liðs við Íslandsmeistarana Isabella Ósk Sigurðardóttir er gengin til liðs við Íslandsmeistara Njarðvíkur og mun leika með þeim út tímabilið í Subway deild kvenna í körfubolta. 31. október 2022 19:31