Körfuboltakvöld: „Klúbbnum er greinilega skítsama um þessar stelpur“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. nóvember 2022 22:30 Bryndís Guðmundsdóttir lét í sér heyra í síðasta þætti Körfuboltakvölds. Körfuboltakvöld „Þetta hefur í rauninni aldrei gerst. Að landsliðskona, einn af bestu leikmönnum deildarinnar, ákveði að hoppa yfir í annað lið á miðju tímabili,“ sagði Hörður Unnsteinsson, þáttastjórnandi Körfuboltakvölds um ein óvæntustu félagaskipti síðari ára hér á landi. Isabella Ósk Sigurðardóttir samdi nýverið við Íslandsmeistara Njarðvíkur. Komu vistaskiptin flest öllum á óvart enda Isabella Ósk leikið allan sinn feril með Breiðabliki ef frá er talið stutt stopp í Ástralíu fyrr á þessu ári. Farið var yfir málin í Körfuboltakvöldi. „Klárlega, ég skil hana bara fullkomlega. Miðað við allt sem hefur gengið á í Kópavoginum, bara undanfarin ár. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem eitthvað kemur upp á, ég skil hana bara fullkomlega,“ sagði Bryndís Guðmundsdóttir en ljóst var að henni var mikið niðri fyrir. „Hin tímabilin og árin hefur hún hugsað um liðið og allt þetta. Ég skil hana vel að hugsa núna um sjálfa sig. Þegar það er alltaf komið svona fram við mann þá fær maður á endanum nóg og þá getur maður ekki bara hugsað um liðið. Þá þarf maður stundum að hugsa um sjálfan sig af því klúbburinn er greinilega ekki að hugsa um þig,“ hélt Bryndís áfram. „Ég verð alveg pínu pirruð að tala um þetta. Klúbbnum er greinilega skítsama um þessar stelpur, sem er sorglegt. Þeir sem stjórna Breiðabliks liðinu – allavega út á við þá lítur út fyrir, afsakið orðbragðið, að þeim sé drullusama um þessa leikmenn og kvennaliðið. Ef þetta væri karlaliðið þá myndi þetta aldrei gerast, bara aldrei.“ „Ef þú horfir á karlaliðið, þeir eru með svona tíu leikmenn sem eru að fá greitt. Allavega sjö, átta. Kvenna megin, kannski þrír eða fjórir. Út á við lítur þessi stjórn Breiðabliks virkilega illa út og mér finnst þessi stjórn ekki hugsa um neitt annað en þetta karlalið þannig að ég skil Isabellu Ósk fullkomlega og er ánægð að hún hafi gert þetta,“ sagði Bryndís að endingu. Ingibjörg Jakobsdóttir velti því upp hvort fleiri leikmenn Breiðabliks myndu fylgja í fótspor Isabellu og hvað myndi þá verða um Breiðabliksliðið. Umræðuna í heild sinni má sjá og heyra hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Ég skil hana vel að hugsa núna um sjálfa sig Körfubolti Körfuboltakvöld Breiðablik UMF Njarðvík Tengdar fréttir Isabella Ósk: Ég fann það bara fyrir sjálfa mig og mína framtíð í körfubolta að ég vildi reyna að vera í toppslag í ár Isabella Ósk Sigurðardóttir fór beint í eldlínuna í sínum fyrsta leik með Njarðvík í kvöld, þegar liðið mætti grönnum sínum í hörkuleik. Það var hart tekist á og margar villur dæmdar, þá sérstaklega á heimakonur. 2. nóvember 2022 22:46 Isabella Ósk til liðs við Íslandsmeistarana Isabella Ósk Sigurðardóttir er gengin til liðs við Íslandsmeistara Njarðvíkur og mun leika með þeim út tímabilið í Subway deild kvenna í körfubolta. 31. október 2022 19:31 Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira
Isabella Ósk Sigurðardóttir samdi nýverið við Íslandsmeistara Njarðvíkur. Komu vistaskiptin flest öllum á óvart enda Isabella Ósk leikið allan sinn feril með Breiðabliki ef frá er talið stutt stopp í Ástralíu fyrr á þessu ári. Farið var yfir málin í Körfuboltakvöldi. „Klárlega, ég skil hana bara fullkomlega. Miðað við allt sem hefur gengið á í Kópavoginum, bara undanfarin ár. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem eitthvað kemur upp á, ég skil hana bara fullkomlega,“ sagði Bryndís Guðmundsdóttir en ljóst var að henni var mikið niðri fyrir. „Hin tímabilin og árin hefur hún hugsað um liðið og allt þetta. Ég skil hana vel að hugsa núna um sjálfa sig. Þegar það er alltaf komið svona fram við mann þá fær maður á endanum nóg og þá getur maður ekki bara hugsað um liðið. Þá þarf maður stundum að hugsa um sjálfan sig af því klúbburinn er greinilega ekki að hugsa um þig,“ hélt Bryndís áfram. „Ég verð alveg pínu pirruð að tala um þetta. Klúbbnum er greinilega skítsama um þessar stelpur, sem er sorglegt. Þeir sem stjórna Breiðabliks liðinu – allavega út á við þá lítur út fyrir, afsakið orðbragðið, að þeim sé drullusama um þessa leikmenn og kvennaliðið. Ef þetta væri karlaliðið þá myndi þetta aldrei gerast, bara aldrei.“ „Ef þú horfir á karlaliðið, þeir eru með svona tíu leikmenn sem eru að fá greitt. Allavega sjö, átta. Kvenna megin, kannski þrír eða fjórir. Út á við lítur þessi stjórn Breiðabliks virkilega illa út og mér finnst þessi stjórn ekki hugsa um neitt annað en þetta karlalið þannig að ég skil Isabellu Ósk fullkomlega og er ánægð að hún hafi gert þetta,“ sagði Bryndís að endingu. Ingibjörg Jakobsdóttir velti því upp hvort fleiri leikmenn Breiðabliks myndu fylgja í fótspor Isabellu og hvað myndi þá verða um Breiðabliksliðið. Umræðuna í heild sinni má sjá og heyra hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Ég skil hana vel að hugsa núna um sjálfa sig
Körfubolti Körfuboltakvöld Breiðablik UMF Njarðvík Tengdar fréttir Isabella Ósk: Ég fann það bara fyrir sjálfa mig og mína framtíð í körfubolta að ég vildi reyna að vera í toppslag í ár Isabella Ósk Sigurðardóttir fór beint í eldlínuna í sínum fyrsta leik með Njarðvík í kvöld, þegar liðið mætti grönnum sínum í hörkuleik. Það var hart tekist á og margar villur dæmdar, þá sérstaklega á heimakonur. 2. nóvember 2022 22:46 Isabella Ósk til liðs við Íslandsmeistarana Isabella Ósk Sigurðardóttir er gengin til liðs við Íslandsmeistara Njarðvíkur og mun leika með þeim út tímabilið í Subway deild kvenna í körfubolta. 31. október 2022 19:31 Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira
Isabella Ósk: Ég fann það bara fyrir sjálfa mig og mína framtíð í körfubolta að ég vildi reyna að vera í toppslag í ár Isabella Ósk Sigurðardóttir fór beint í eldlínuna í sínum fyrsta leik með Njarðvík í kvöld, þegar liðið mætti grönnum sínum í hörkuleik. Það var hart tekist á og margar villur dæmdar, þá sérstaklega á heimakonur. 2. nóvember 2022 22:46
Isabella Ósk til liðs við Íslandsmeistarana Isabella Ósk Sigurðardóttir er gengin til liðs við Íslandsmeistara Njarðvíkur og mun leika með þeim út tímabilið í Subway deild kvenna í körfubolta. 31. október 2022 19:31