Sófús hefur starfað hjá ELKO frá því árið 2007, fyrst sem sölufulltrúi og síðar sem verslunarstjóri í Lindum. Síðustu þrjú ár hefur hann starfað sem þjónustustjóri fyrirtækisins og borið ábyrgð á þjónustuveri og vefverslun ELKO. Sófús er að klára B.Sc.-gráðu í viðskiptafræði í Háskóla Íslands með áherslu á stjórnun.
Nýr þjónustustjóri, Jónína Birgisdóttir, tekur sæti í framkvæmdastjórn og ber ábyrgð á þjónustu og þjónustustefnu ELKO. Áður var hún þjónustustjóri hjá Ölmu íbúðafélagi. Hún er með B.A.-gráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands og leggur nú lokahönd á mastersgráðu við sama skóla.
Þórkell, nýr sérfræðingur í stafrænni þróun, mun taka þátt í mótun og framkvæmd stafrænnar stefnu ELKO. Hann hefur starfað hjá ELKO síðan árið 2011, fyrst sem sölufulltrúi í Skeifunni og síðar verslunarstjóri í sömu verslun. Lengst af hefur hann þó unnið í störfum tengdum upplýsingatækni og ferlum í vefverslun ELKO.
„Við erum stolt af því að hjá ELKO fái fólk tækifæri til að vaxa í starfi og takast á við ný verkefni, líkt og þeir Sófús Árni og Þórkell, um leið og við fögnum nýjum starfskrafti og bjóðum Jónínu velkomna,“ er haft eftir Óttari Erni Sigurbergssyni, framkvæmdastjóra ELKO, í tilkynningu.