Vilja sjá skautahöll rísa á Selfossi Atli Ísleifsson skrifar 3. nóvember 2022 14:25 Bæjarstjórn Árborgar hefur sent erindið frá Íshokkísambandinu og Skautasambandinu i til umræðu í frístunda- og menningarnefnd sveitarfélagsins. Vísir/Arnar Íshokkísamband Íslands og Skautasamband Íslands hafa óskað eftir viðræðum við bæjarstjórn Árborgar um uppbyggingu skautasvells í Árborg. Bæjarstjórn Árborgar hefur sent erindið til umræðu í frístunda- og menningarnefnd sveitarfélagsins. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs sem kom saman til fundar í morgun. Þakkar bæjarráð samböndunum fyrir erindið, en undir það rita Konráð Gylfason, framkvæmdastjóri Íshokkísambands Íslands, og Valdimar Leó Friðriksson, framkvæmdastjóri Skautasambands Íslands. Í erindinu kemur fram að bæði Íshokkísambandið og Skauptasambandið stefni að því að komið verði upp betri aðstöðu fyrir skautaíþróttirnar, að fjölga iðkendum, auka vægi íþróttarinnar á Íslandi og ná frekari árangri á alþjóðavettvangi á komandi misserum. Segir að í dag séu rekin fjögur íþróttafélög sem stundi skautaíþróttir – Skautafélag Akureyrar, Skautafélag Reykjavíkur, Fjölnir og Öspin. Er það bent á að rekstrartekjur Skautahallanna í bæði Reykjavík og Akureyri hafi skilað tugmilljóna hagnaði þó að heimsfaraldurinn hafi vissulega haft neikvæð áhrif á reksturinn. Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí á svellinu.Stjepan Cizmadija Í erindinu kemur fram að fjöldi iðkenda í íshokkí á landinu, sem taki þátt í Íslandsmótum frá þrettán ára aldri, séu um sex hundruð. Auk þeirra eru um þrjú hundruð iðkendur í yngri aldurshópum og um þrjú hundruð í fullorðins íshokkí. Fjöldi iðkenda sem stunda listskauta eru um sex hundruð og og skiptist þeir niður á fjögur aðildarfélög, annars vegar í Reykjavík og á Akureyri. Í erindi sambandanna er einnig minnst á krullu og skaupahlaup. „Að þessu sögðu þá óskum við eftir viðræðum við ykkur um uppbyggingu aðstöðu fyrir skauta íþróttirnar í ykkar sveitarfélagi og ræða framtíðaruppbyggingu íshokkí og listskauta ásamt almennings þátttöku allra skauta unnenda. Við undirritaðir, framkvæmdastjórar ÍHÍ og ÍSS höfum áhuga á að skrifa undir viljayfirlýsingu við sveitarstjórn Árborgar um að sett verði á laggirnar vinnuhópur sem rýnir ítarlega kosti þess og möguleika á að byggja innanhúss skautasvell fyrir skauta íþróttirnar í heild sinni,“ segir í erindi þeirra Konráðs og Valdimars. Árborg Íshokkí Skautaíþróttir Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Hæstiréttur segir eignafærsluna milli kynslóða lögmæta Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Fleiri fréttir Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Hæstiréttur segir eignafærsluna milli kynslóða lögmæta Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Sjá meira
Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs sem kom saman til fundar í morgun. Þakkar bæjarráð samböndunum fyrir erindið, en undir það rita Konráð Gylfason, framkvæmdastjóri Íshokkísambands Íslands, og Valdimar Leó Friðriksson, framkvæmdastjóri Skautasambands Íslands. Í erindinu kemur fram að bæði Íshokkísambandið og Skauptasambandið stefni að því að komið verði upp betri aðstöðu fyrir skautaíþróttirnar, að fjölga iðkendum, auka vægi íþróttarinnar á Íslandi og ná frekari árangri á alþjóðavettvangi á komandi misserum. Segir að í dag séu rekin fjögur íþróttafélög sem stundi skautaíþróttir – Skautafélag Akureyrar, Skautafélag Reykjavíkur, Fjölnir og Öspin. Er það bent á að rekstrartekjur Skautahallanna í bæði Reykjavík og Akureyri hafi skilað tugmilljóna hagnaði þó að heimsfaraldurinn hafi vissulega haft neikvæð áhrif á reksturinn. Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí á svellinu.Stjepan Cizmadija Í erindinu kemur fram að fjöldi iðkenda í íshokkí á landinu, sem taki þátt í Íslandsmótum frá þrettán ára aldri, séu um sex hundruð. Auk þeirra eru um þrjú hundruð iðkendur í yngri aldurshópum og um þrjú hundruð í fullorðins íshokkí. Fjöldi iðkenda sem stunda listskauta eru um sex hundruð og og skiptist þeir niður á fjögur aðildarfélög, annars vegar í Reykjavík og á Akureyri. Í erindi sambandanna er einnig minnst á krullu og skaupahlaup. „Að þessu sögðu þá óskum við eftir viðræðum við ykkur um uppbyggingu aðstöðu fyrir skauta íþróttirnar í ykkar sveitarfélagi og ræða framtíðaruppbyggingu íshokkí og listskauta ásamt almennings þátttöku allra skauta unnenda. Við undirritaðir, framkvæmdastjórar ÍHÍ og ÍSS höfum áhuga á að skrifa undir viljayfirlýsingu við sveitarstjórn Árborgar um að sett verði á laggirnar vinnuhópur sem rýnir ítarlega kosti þess og möguleika á að byggja innanhúss skautasvell fyrir skauta íþróttirnar í heild sinni,“ segir í erindi þeirra Konráðs og Valdimars.
Árborg Íshokkí Skautaíþróttir Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Hæstiréttur segir eignafærsluna milli kynslóða lögmæta Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Fleiri fréttir Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Hæstiréttur segir eignafærsluna milli kynslóða lögmæta Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Sjá meira