FIFA deilir mörkum Dags: „Nei, þið sjáið ekki tvöfalt“ Sindri Sverrisson skrifar 3. nóvember 2022 11:31 Dagur Dan Þórhallsson var frábær með liði Breiðabliks á nýafstöðnu tímabili. vísir/Diego Dagur Dan Þórhallsson skoraði merkilega aukaspyrnutvennu fyrir Íslandsmeistara Breiðabliks gegn Val, í blíðviðri á Hlíðarenda, í næstsíðustu umferð Bestu deildarinnar í fótbolta. FIFA hefur nú dreift myndbandi af mörkunum. Dagur skoraði raunar þrennu í leiknum, í 5-2 sigri Breiðabliks í bráðfjörugum leik. Tvö markanna komu úr aukaspyrnum af nákvæmlega sama stað, við vítateigsboga Valsmanna, og í bæði skiptin skoraði Dagur yfir varnarvegginn og efst í vinstra hornið, framhjá markverðinum öfluga Frederik Schram. Á opinbera FIFA World Cup Twitter-reikningnum, sem er með yfir 9,8 milljónir fylgjenda, hefur nú verið birt myndband þar sem hægt er að horfa á bæði mörkin í einu, og sjá hversu ótrúlega lík þau eru. No, you're not seeing double This Breiðablik player scored two identical free kicks in the same game — FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) November 2, 2022 „Nei, þið sjáið ekki tvöfalt. Þessi leikmaður Breiðabliks skoraði úr tveimur alveg eins aukaspyrnum í sama leiknum,“ er skrifað í færslunni með myndbandinu, færslu sem tugir manna hafa dreift og þar á meðal Dagur sjálfur. Dagur skoraði alls níu mörk í Bestu deildinni í sumar og var meðal annars valinn í úrvalslið mótsins hjá Stúkunni á Stöð 2 Sport, auk þess að verða meðal fimm efstu í vali leikmanna deildarinnar á besta leikmanni tímabilsins. Besta deild karla Breiðablik FIFA Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
Dagur skoraði raunar þrennu í leiknum, í 5-2 sigri Breiðabliks í bráðfjörugum leik. Tvö markanna komu úr aukaspyrnum af nákvæmlega sama stað, við vítateigsboga Valsmanna, og í bæði skiptin skoraði Dagur yfir varnarvegginn og efst í vinstra hornið, framhjá markverðinum öfluga Frederik Schram. Á opinbera FIFA World Cup Twitter-reikningnum, sem er með yfir 9,8 milljónir fylgjenda, hefur nú verið birt myndband þar sem hægt er að horfa á bæði mörkin í einu, og sjá hversu ótrúlega lík þau eru. No, you're not seeing double This Breiðablik player scored two identical free kicks in the same game — FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) November 2, 2022 „Nei, þið sjáið ekki tvöfalt. Þessi leikmaður Breiðabliks skoraði úr tveimur alveg eins aukaspyrnum í sama leiknum,“ er skrifað í færslunni með myndbandinu, færslu sem tugir manna hafa dreift og þar á meðal Dagur sjálfur. Dagur skoraði alls níu mörk í Bestu deildinni í sumar og var meðal annars valinn í úrvalslið mótsins hjá Stúkunni á Stöð 2 Sport, auk þess að verða meðal fimm efstu í vali leikmanna deildarinnar á besta leikmanni tímabilsins.
Besta deild karla Breiðablik FIFA Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira