Óskar Hrafn ekkert svakalega ánægður með Ísak: Ef ég vil það þá segi ég það Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2022 13:00 Ísak Snær Þorvaldsson fagnar einu mark sinna í sumar með félögum sínum í Breiðabliki. Dagur Dan Þórhallsson hoppar upp á hann en Gísli Eyjólfsson og Kristinn Steindórsson koma aðvífandi. Vísir/Vilhelm Ísak Snær Þorvaldsson átti magnað fyrsta tímabil með Breiðabliki og var kjörinn besti ungi leikmaður Bestu deildarinnar af Stúkunni. Ísak Snær var með fjórtán mörk í Bestu deildinni en lagði auk þess upp þrettán önnur mörk með því að gefa stoðsendingu (9), fiska víti sem gefur mark (3) eða frákasti af skoti sínu (1). Ísak Snær mætti í viðtal við Gunnlaug Jónsson í lokaþætti Stúkunnar og fór þar yfir ýmis mál eins og félagsskipti sín yfir í Breiðablik. Gunnlaugur forvitnaðist fyrst um síðasta vetur þegar Ísak var hjá skoska félaginu Livingston. „Það var planið að halda sér úti en síðan á endanum fannst mér best koma hingað heim í Blikana. Þeir voru með stórt markmið og gott lið þannig að ég ákvað að koma hingað,“ sagði Ísak Snær Þorvaldsson en komu mörg önnur lið til greina? „Það var einhver áhugi í Noregi og svo æfði ég náttúrulega með Livingston og svo var það Bristol Rovers með Joey Barton því ég þekkti hann. Til þess að taka næsta skref áfram þá fannst mér ég þurfa að taka skrefið aftur á bak líka og koma hingað heim. Mér fannst Blikar vera rétta liðið,“ sagði Ísak Snær. Klippa: Stúkan: Viðtal við Ísak Snæ Gunnlaugur spilaði brot úr viðtali fótbolta.net við Ísak sem var tekið í byrjun janúar. Ísak segir þar að Blikar hafi spilað skemmtilegasta fótboltann og hafi átt að taka titilinn sumarið 2021 frekar en Víkingar. „Þú segir þarna að Óskar [Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks] sé að tönglast á því að við ætlum að vera tvöfaldir meistarar. Var hann sáttur við þetta að þú skyldir koma út með þetta strax,“ spurði Gunnlaugur Jónsson. „Hann var ekkert eitthvað svakalega ánægður með það og vildi halda því niðri. Ef ég vil eitthvað þá segi ég það, sama hvort það sé í sjónvarpinu eða í samtali við fólk út í bæ. Okkur langaði að verða tvöfaldir meistarar, vinna bikarinn og deildina en því miður tókst bara að vinna deildina. Vonandi taka þeir þetta tvöfalt á næsta ári,“ sagði Ísak Snær. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir ofan. Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Annar hnefaleikakappi látinn eftir bardaga um helgina Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - Fylkir 1-2 | Helgi Valur sá um hrædda HK-inga Íslenski boltinn Hlín og Dagný skoruðu í íslenskum sigri í Espoo Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - Valur 87-70 | Þórsarar unnu 4. leikhlutann með 23 stigum Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Ísak Snær var með fjórtán mörk í Bestu deildinni en lagði auk þess upp þrettán önnur mörk með því að gefa stoðsendingu (9), fiska víti sem gefur mark (3) eða frákasti af skoti sínu (1). Ísak Snær mætti í viðtal við Gunnlaug Jónsson í lokaþætti Stúkunnar og fór þar yfir ýmis mál eins og félagsskipti sín yfir í Breiðablik. Gunnlaugur forvitnaðist fyrst um síðasta vetur þegar Ísak var hjá skoska félaginu Livingston. „Það var planið að halda sér úti en síðan á endanum fannst mér best koma hingað heim í Blikana. Þeir voru með stórt markmið og gott lið þannig að ég ákvað að koma hingað,“ sagði Ísak Snær Þorvaldsson en komu mörg önnur lið til greina? „Það var einhver áhugi í Noregi og svo æfði ég náttúrulega með Livingston og svo var það Bristol Rovers með Joey Barton því ég þekkti hann. Til þess að taka næsta skref áfram þá fannst mér ég þurfa að taka skrefið aftur á bak líka og koma hingað heim. Mér fannst Blikar vera rétta liðið,“ sagði Ísak Snær. Klippa: Stúkan: Viðtal við Ísak Snæ Gunnlaugur spilaði brot úr viðtali fótbolta.net við Ísak sem var tekið í byrjun janúar. Ísak segir þar að Blikar hafi spilað skemmtilegasta fótboltann og hafi átt að taka titilinn sumarið 2021 frekar en Víkingar. „Þú segir þarna að Óskar [Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks] sé að tönglast á því að við ætlum að vera tvöfaldir meistarar. Var hann sáttur við þetta að þú skyldir koma út með þetta strax,“ spurði Gunnlaugur Jónsson. „Hann var ekkert eitthvað svakalega ánægður með það og vildi halda því niðri. Ef ég vil eitthvað þá segi ég það, sama hvort það sé í sjónvarpinu eða í samtali við fólk út í bæ. Okkur langaði að verða tvöfaldir meistarar, vinna bikarinn og deildina en því miður tókst bara að vinna deildina. Vonandi taka þeir þetta tvöfalt á næsta ári,“ sagði Ísak Snær. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir ofan.
Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Annar hnefaleikakappi látinn eftir bardaga um helgina Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - Fylkir 1-2 | Helgi Valur sá um hrædda HK-inga Íslenski boltinn Hlín og Dagný skoruðu í íslenskum sigri í Espoo Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - Valur 87-70 | Þórsarar unnu 4. leikhlutann með 23 stigum Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn
Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn
Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn