Segir umbjóðendur sína leitaða uppi og hneppta í gæsluvarðhald Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. nóvember 2022 15:41 Helgi Þorsteinsson Silva lögmaður. Vísir Lögmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir að hneppa skjólstæðinga sína í gæsluvarðhald, þegar niðurstaða um endurupptökubeiðni í málum þeirra sé handan við hornið. Skjólstæðingarnir eru hluti af stórum hóp hælisleitenda sem nýfallinn dómur gæti bjargað, að sögn lögmannsins. Upptök málsins má rekja til máls palestínsks manns sem sótti um alþjóðlega vernd hér á landi. Senda átti manninn úr landi fyrir að hafa tafið mál sitt en Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í síðasta mánuði að hann bæri ekki sjálfur ábyrgð á töfunum. Þegar dómur féll gaf Helgi Þorsteinsson Silva lögmaður mannsins það út að dómurinn væri fordæmisgefandi fyrir allt að tvö hundruð manns sem senda átti úr landi í kórónveirufaraldrinum. Lögmannsstofa Helga er með mál um á þriðja tug manns sem falla undir þetta á sínu borði. Í kjölfar dómsins var endurupptökubeiðni send í málum þeirra allra; einnig var send sérstök beiðni um frestun á framkvæmd brottvísana í málunum. „En staðan er sú í dag að ekkert svar hefur borist frá stjórnvöldum hvað varðar þessar tvær beiðnir. En þrátt fyrir þetta virðist lögregla vera að leita uppi þessa umbjóðendur okkar, þeir handteknir og færðir í gæsluvarðhald. Og virðist vera að stefnan sé að flytja þá úr landi síðar í vikunni. Og það þrátt fyrir að niðurstaða sé handan við hornið í þessum málum,“ segir Helgi. Neyðarlegt fyrir ríkið Þetta séu óeðlilega harðar aðgerðir af hálfu stjórnvalda - og segist hann raunar aðeins hafa séð örfá dæmi um þetta i sínum skjólstæðingahópi frá upphafi. „Hér eru þrír að ég veit, en þetta er náttúrulega að þróast mjög hratt undanfarna daga, þegar komnir í gæsluvarðhald til fjölda daga. Þeir eru í fangelsi núna að bíða eftir flugfarinu. Og eins og einn þeirra, hann var sjálfur að tilkynna sig, sem er forsenda þess að þeir séu í húsnæði hjá Útlendingastofnun. Þannig að það var alveg vitað hvar þeir voru, annar þeirra var með bráðabirgðaatvinnuleyfi og var handtekinn í vinnunni,“ segir Helgi. „Mér finnst þetta frekar glannalegt af ríkinu þegar eru blikur á lofti að þeir muni fá efnismeðferð sinna mála. Þá er neyðarlegt fyrir ríkið að vera búið að framkvæma þessar ákvarðanir þegar ríkið var með alveg nægar upplýsingar til að gera sér grein fyrir því að þetta færi á annan veg.“ Hælisleitendur Tengdar fréttir Telur dóm veita tvö hundruð flóttamönnum sem átti að vísa úr landi rétt á efnismeðferð Palestínumaður, sem sótti um alþjóðlega vernd hér á landi en fékk ekki efnismeðferð, bar ekki ábyrgð á miklum töfum á meðferð máls hans. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmdi í málinu í gær. Lögmaður segir málið fordæmisgefandi í málum allra þeirra sem sótt hafa um hæli hér á landi og ílengdust vegna kórónuveirufaraldursins. 14. október 2022 11:21 Framtíð allt að hundrað manns gæti verið undir Mál Palestínumanns gegn ríkinu, sem flutt var í héraðsdómi á fimmtudag, gæti haft áhrif á stöðu upp undir hundrað flóttamanna hér á landi sem beðið hafa í óvissu síðan í kórónuveirufaraldrinum, að sögn lögmanns. Hann telur framgöngu stjórnvalda í málunum harkalega. 17. september 2022 13:30 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Sjá meira
Upptök málsins má rekja til máls palestínsks manns sem sótti um alþjóðlega vernd hér á landi. Senda átti manninn úr landi fyrir að hafa tafið mál sitt en Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í síðasta mánuði að hann bæri ekki sjálfur ábyrgð á töfunum. Þegar dómur féll gaf Helgi Þorsteinsson Silva lögmaður mannsins það út að dómurinn væri fordæmisgefandi fyrir allt að tvö hundruð manns sem senda átti úr landi í kórónveirufaraldrinum. Lögmannsstofa Helga er með mál um á þriðja tug manns sem falla undir þetta á sínu borði. Í kjölfar dómsins var endurupptökubeiðni send í málum þeirra allra; einnig var send sérstök beiðni um frestun á framkvæmd brottvísana í málunum. „En staðan er sú í dag að ekkert svar hefur borist frá stjórnvöldum hvað varðar þessar tvær beiðnir. En þrátt fyrir þetta virðist lögregla vera að leita uppi þessa umbjóðendur okkar, þeir handteknir og færðir í gæsluvarðhald. Og virðist vera að stefnan sé að flytja þá úr landi síðar í vikunni. Og það þrátt fyrir að niðurstaða sé handan við hornið í þessum málum,“ segir Helgi. Neyðarlegt fyrir ríkið Þetta séu óeðlilega harðar aðgerðir af hálfu stjórnvalda - og segist hann raunar aðeins hafa séð örfá dæmi um þetta i sínum skjólstæðingahópi frá upphafi. „Hér eru þrír að ég veit, en þetta er náttúrulega að þróast mjög hratt undanfarna daga, þegar komnir í gæsluvarðhald til fjölda daga. Þeir eru í fangelsi núna að bíða eftir flugfarinu. Og eins og einn þeirra, hann var sjálfur að tilkynna sig, sem er forsenda þess að þeir séu í húsnæði hjá Útlendingastofnun. Þannig að það var alveg vitað hvar þeir voru, annar þeirra var með bráðabirgðaatvinnuleyfi og var handtekinn í vinnunni,“ segir Helgi. „Mér finnst þetta frekar glannalegt af ríkinu þegar eru blikur á lofti að þeir muni fá efnismeðferð sinna mála. Þá er neyðarlegt fyrir ríkið að vera búið að framkvæma þessar ákvarðanir þegar ríkið var með alveg nægar upplýsingar til að gera sér grein fyrir því að þetta færi á annan veg.“
Hælisleitendur Tengdar fréttir Telur dóm veita tvö hundruð flóttamönnum sem átti að vísa úr landi rétt á efnismeðferð Palestínumaður, sem sótti um alþjóðlega vernd hér á landi en fékk ekki efnismeðferð, bar ekki ábyrgð á miklum töfum á meðferð máls hans. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmdi í málinu í gær. Lögmaður segir málið fordæmisgefandi í málum allra þeirra sem sótt hafa um hæli hér á landi og ílengdust vegna kórónuveirufaraldursins. 14. október 2022 11:21 Framtíð allt að hundrað manns gæti verið undir Mál Palestínumanns gegn ríkinu, sem flutt var í héraðsdómi á fimmtudag, gæti haft áhrif á stöðu upp undir hundrað flóttamanna hér á landi sem beðið hafa í óvissu síðan í kórónuveirufaraldrinum, að sögn lögmanns. Hann telur framgöngu stjórnvalda í málunum harkalega. 17. september 2022 13:30 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Sjá meira
Telur dóm veita tvö hundruð flóttamönnum sem átti að vísa úr landi rétt á efnismeðferð Palestínumaður, sem sótti um alþjóðlega vernd hér á landi en fékk ekki efnismeðferð, bar ekki ábyrgð á miklum töfum á meðferð máls hans. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmdi í málinu í gær. Lögmaður segir málið fordæmisgefandi í málum allra þeirra sem sótt hafa um hæli hér á landi og ílengdust vegna kórónuveirufaraldursins. 14. október 2022 11:21
Framtíð allt að hundrað manns gæti verið undir Mál Palestínumanns gegn ríkinu, sem flutt var í héraðsdómi á fimmtudag, gæti haft áhrif á stöðu upp undir hundrað flóttamanna hér á landi sem beðið hafa í óvissu síðan í kórónuveirufaraldrinum, að sögn lögmanns. Hann telur framgöngu stjórnvalda í málunum harkalega. 17. september 2022 13:30