Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 63-90 | Fjórði deildarsigur Vals í röð Andri Már Eggertsson skrifar 2. nóvember 2022 20:45 VÍSIR/VILHELM Valur vann tuttugu og sjö stiga útisigur á Breiðabliki í Subway deild-kvenna. Breiðablik byrjaði á að gera fyrstu sjö stigin í leiknum en fleira var það ekki hjá heimakonum. Það tók Val aðeins fimm mínútur að komast yfir og eftir það leit Valur aldrei um öxl og leikurinn var gott sem búinn í hálfleik þar sem Valur var sextán stigum yfir. Leikurinn endaði með 27 stiga sigri Vals 63-90. Það var ljóst miðað við hvernig Breiðablik byrjaði þá hafa Blikar þjappað sér saman eftir að hafa misst Bandaríkjamann vegna persónulegrar ástæðu og Ísabellu Ósk Sigurðardóttur í Njarðvík. Breiðablik byrjaði á að gera fyrstu sjö stigin á meðan Valur klikkaði á fimm skotum í röð. Eftir að hafa lent sjö stigum undir vöknuðu Valskonur til lífsins og tóku yfir leikinn. Valur gerði tuttugu stig í röð á meðan Breiðablik gerði aðeins tvö stig. Valur var tíu stigum yfir eftir fyrsta fjórðung 13-23. Það var stífla í sóknarleik Breiðabliks í öðrum leikhluta. Heimakonur gerðu aðeins eina körfu á sjö mínútum á meðan gekk Valur á lagið og gerði tólf stig. Yngvi Gunnlaugsson, þjálfari Breiðabliks, tók leikhlé til að reyna laga hlutina sem gekk ágætlega þar sem Breiðablik fór að setja stig á töfluna en varnarleikurinn batnaði ekkert. Valur var sextán stigum yfir í hálfleik 25-41. Breiðablik tapaði ellefu boltum í fyrri hálfleik ásamt því tók Valur ellefu sóknarfráköst. Til að byrja með í þriðja leikhluta skiptust liðin á körfum. Eins og í fyrri hálfleik náði síðan Valur betri tökum á leiknum og særði Blika hvað eftir annað. Sanja Orozovic var langlíflegust hjá heimakonum en hún gat því miður ekki haldið í við Val ein síns liðs. Valur var 23 stigum yfir þegar haldið var í síðasta fjórðung. Í fjórða leikhluta var aðeins spurning hversu stór sigur Vals yrði. Þjálfarar beggja liða leyfðu öllum leikmönnum á skýrslu að spila. Valur vann á endanum 27 stiga sigur 63-90. Af hverju vann Valur? Eins og sakir standa er afar mikill getumunur á liðunum. Valur nálgaðist þetta verkefni af mikilli fagmennsku og gekk hreint til verks. Valur vann alla leikhlutana og vann verðskuldaðan stórsigur. Hverjar stóðu upp úr? Stigaskor Vals dreifðist á marga og voru sex leikmenn Vals sem gerðu yfir tíu stig. Kiana Johnson var allt í öllu. Kiana gerði 16 stig, tók 8 fráköst, gaf 7 stoðsendingar og stal 4 boltum. Hallveig Jónsdóttir var stigahæst hjá Val með 20 stig en hún var einnig framlagshæst með 23 framlagspunkta. Hvað gekk illa? Breiðablik tapaði 22 boltum sem er allt of mikið þegar andstæðingurinn tapar aðeins sex boltum. Valur gerði 22 stig eftir tapaða bolta Breiðabliks. Valur gerði einnig 19 stig eftir sóknarfráköst. Hvað gerist næst? Breiðablik fer til Keflavíkur næsta miðvikudag og mætir Keflavík klukkan 19:15. Næsta miðvikudag mætast Valur og Haukar klukkan 20:15. Ólafur Jónas: Gerðum okkar í kvöld Ólafur Jónas var ánægður með sigur kvöldsins Vísir/Bára Dröfn Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals, var afar ánægður með sigur kvöldsins. „Við gerðum okkar í kvöld það sem við ræddum fyrir leik gerðum við vel og ég er nokkuð sáttur með þennan leik,“ sagði Ólafur Jónas og hélt áfram. „Mér fannst varnarleikurinn standa upp úr. Við náðum að æfa hluti í varnarleiknum sem við höfum unnið í undanfarið og mér fannst við gera það vel á köflum. Ég var líka ánægður með sóknarleikinn þar sem allar gerðu sitt.“ Breiðablik gerði fyrstu sjö stigin í leiknum en Ólafur var langt frá því að vera stressaður þar sem leikurinn var rétt að byrja. „Það var vel gert hjá Breiðabliki að byrja á að gera fyrstu sjö stigin. Við vissum að leikurinn myndi ekki klárast á 2-3 mínútum. Við héldum haus og fórum ekki úr því sem lagt var upp með fyrir leik,“ sagði Ólafur Jónas Sigurðsson að lokum. Subway-deild kvenna Breiðablik Valur Körfubolti
Valur vann tuttugu og sjö stiga útisigur á Breiðabliki í Subway deild-kvenna. Breiðablik byrjaði á að gera fyrstu sjö stigin í leiknum en fleira var það ekki hjá heimakonum. Það tók Val aðeins fimm mínútur að komast yfir og eftir það leit Valur aldrei um öxl og leikurinn var gott sem búinn í hálfleik þar sem Valur var sextán stigum yfir. Leikurinn endaði með 27 stiga sigri Vals 63-90. Það var ljóst miðað við hvernig Breiðablik byrjaði þá hafa Blikar þjappað sér saman eftir að hafa misst Bandaríkjamann vegna persónulegrar ástæðu og Ísabellu Ósk Sigurðardóttur í Njarðvík. Breiðablik byrjaði á að gera fyrstu sjö stigin á meðan Valur klikkaði á fimm skotum í röð. Eftir að hafa lent sjö stigum undir vöknuðu Valskonur til lífsins og tóku yfir leikinn. Valur gerði tuttugu stig í röð á meðan Breiðablik gerði aðeins tvö stig. Valur var tíu stigum yfir eftir fyrsta fjórðung 13-23. Það var stífla í sóknarleik Breiðabliks í öðrum leikhluta. Heimakonur gerðu aðeins eina körfu á sjö mínútum á meðan gekk Valur á lagið og gerði tólf stig. Yngvi Gunnlaugsson, þjálfari Breiðabliks, tók leikhlé til að reyna laga hlutina sem gekk ágætlega þar sem Breiðablik fór að setja stig á töfluna en varnarleikurinn batnaði ekkert. Valur var sextán stigum yfir í hálfleik 25-41. Breiðablik tapaði ellefu boltum í fyrri hálfleik ásamt því tók Valur ellefu sóknarfráköst. Til að byrja með í þriðja leikhluta skiptust liðin á körfum. Eins og í fyrri hálfleik náði síðan Valur betri tökum á leiknum og særði Blika hvað eftir annað. Sanja Orozovic var langlíflegust hjá heimakonum en hún gat því miður ekki haldið í við Val ein síns liðs. Valur var 23 stigum yfir þegar haldið var í síðasta fjórðung. Í fjórða leikhluta var aðeins spurning hversu stór sigur Vals yrði. Þjálfarar beggja liða leyfðu öllum leikmönnum á skýrslu að spila. Valur vann á endanum 27 stiga sigur 63-90. Af hverju vann Valur? Eins og sakir standa er afar mikill getumunur á liðunum. Valur nálgaðist þetta verkefni af mikilli fagmennsku og gekk hreint til verks. Valur vann alla leikhlutana og vann verðskuldaðan stórsigur. Hverjar stóðu upp úr? Stigaskor Vals dreifðist á marga og voru sex leikmenn Vals sem gerðu yfir tíu stig. Kiana Johnson var allt í öllu. Kiana gerði 16 stig, tók 8 fráköst, gaf 7 stoðsendingar og stal 4 boltum. Hallveig Jónsdóttir var stigahæst hjá Val með 20 stig en hún var einnig framlagshæst með 23 framlagspunkta. Hvað gekk illa? Breiðablik tapaði 22 boltum sem er allt of mikið þegar andstæðingurinn tapar aðeins sex boltum. Valur gerði 22 stig eftir tapaða bolta Breiðabliks. Valur gerði einnig 19 stig eftir sóknarfráköst. Hvað gerist næst? Breiðablik fer til Keflavíkur næsta miðvikudag og mætir Keflavík klukkan 19:15. Næsta miðvikudag mætast Valur og Haukar klukkan 20:15. Ólafur Jónas: Gerðum okkar í kvöld Ólafur Jónas var ánægður með sigur kvöldsins Vísir/Bára Dröfn Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals, var afar ánægður með sigur kvöldsins. „Við gerðum okkar í kvöld það sem við ræddum fyrir leik gerðum við vel og ég er nokkuð sáttur með þennan leik,“ sagði Ólafur Jónas og hélt áfram. „Mér fannst varnarleikurinn standa upp úr. Við náðum að æfa hluti í varnarleiknum sem við höfum unnið í undanfarið og mér fannst við gera það vel á köflum. Ég var líka ánægður með sóknarleikinn þar sem allar gerðu sitt.“ Breiðablik gerði fyrstu sjö stigin í leiknum en Ólafur var langt frá því að vera stressaður þar sem leikurinn var rétt að byrja. „Það var vel gert hjá Breiðabliki að byrja á að gera fyrstu sjö stigin. Við vissum að leikurinn myndi ekki klárast á 2-3 mínútum. Við héldum haus og fórum ekki úr því sem lagt var upp með fyrir leik,“ sagði Ólafur Jónas Sigurðsson að lokum.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum