Mette með pálmann í höndunum eftir sviptingar á ögurstundu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. nóvember 2022 01:36 Mette Frederiksen gat ekki leynt gleði sinni þegar sigurinn var í höfn. EPA-EFE/Nikolai Linares Mette Frederiksen og Jafnaðarmannaflokkur hennar styrktu stöðu sína í þingkosningunum í Danmörku í kvöld. Afar mjótt var á munum og leit í fyrstu út fyrir að Moderaterne yrðu í lykilstöðu við myndun ríkisstjórnar. Nú er ljóst að Frederiksen getur myndað meirihlutastjórn með vinstri flokkum. Jafnaðarmannaflokkur Frederiksen forsætisráðherra fékk 27,5 prósent atkvæða sem svarar til fimmtíu þingsæta. Flokkurinn bætti við sig tveimur sætum og styrkti stöðu sína á þinginu. Frederiksen var hrærð í ræðu meðal stuðningsmanna í Christiansborg í nótt. Hún sagði ljóst að ekki væri meirihluti á bak við núverandi ríkisstjórn. Frederiksen mun því skila umboði sínu til drottningar á morgun. Telja má fullvíst að hún fái umboð að nýju til að mynda nýja ríkisstjórn. Telja má líklegt að Frederiksen verði áfram forsætisráðherra. Mette Frederiksen brosir út að eyrum þegar lokatölurnar voru í höfn.EPA-EFE/Nikolai Linares Óljóst var fram á síðustu stundu hvort vinstri eða hægri blokkin gætu myndað meirihluta án þess að leita til Lars Løkke Rasmussen og Moderaterne. En um miðnætti, þegar öll atkvæði höfðu verið talin, var ljóst að vinstri blokkin næði inn 87 mönnum en við bætast þrjú sæti, eitt frá Færeyjum og tvö frá Grænlandi, sem tryggja vinstri blokkinni 90 þingsæti. „Ég get ekki svarað því strax hvern ég vilji sem forsætisráðherra en [Mette] verður að missa lyklavöldin í einhvern tíma. Hvort sem það verði hún sem fái stólinn að nýju, eða einhver annar taki við, skýrist við myndun nýrrar ríkisstjórnar; breiðfylkingar sem mun færa Danmörku í rétta átt,“ sagði Løkke í ræðu fyrr í kvöld við mikil fagnaðarlæti viðstaddra. Þá virtust Moderaterne í lykilstöðu en það breyttist þegar síðustu atkvæðin komu upp úr kjörkössunum. „Við höfum verið stærsti flokkurinn í yfir tuttugu ár,“ sagði Mette Frederiksen eftir að hafa faðmað stuðningsfólk sitt í sal flokksins á meðan Respect með Arethu Franklin hljómaði í græjunum. Fylgi og skipting þingsæta (innan sviga er fylgi í kosningunum 2019 og svo breyting á þingsætum frá fyrri kosningum): Jafnaðarmannaflokkurinn 27,5% (25,9%), 50 (+2) Venstre 13,3% (23,4%), 23 (-20) Moderaterne 9,3% (nýtt framboð), 16 Sósíalíski þjóðarflokkurinn 8,3% (7,7%), 15 (+1) Danmerkurdemókratar 8,1% (nýtt framboð), 14 Frjálslynda bandalagið 7,9% (2,3%), 14 (+10) Íhaldsflokkurinn 5,5% (6,6%), 10 (-2) Einingarlistinn 5,2% (6,9%), 9 (-4) Radikale Venstre 3,8% (8,6%), 7 (-9) Nýir borgaralegir 3,7% (2,4%), 6 (+2) Valkosturinn 3,3% (3,0%), 6 (+1) Danski þjóðarflokkurinn 2,6% (8,7%), 5 (-11) Frederiksen benti á að enginn annar flokkur kæmist með tærnar þar sem Jafnaðarflokkurinn hefði hælana. Tölurnar tala sínu máli. Venstre fékk næst flest atkvæði eða 13,3 prósent. Aðeins tæplega helming af fylgi Jafnaðarmannaflokksins. „Við erum eini flokkurinnn sem nær til fólksins og því fylgir ábyrgð. Við viljum þessa ábyrgð og ætlum að gera allt hvað við getum til að standa undir henni.“ Frétt DR. Danmörk Þingkosningar í Danmörku Tengdar fréttir Lars Løkke í lykilstöðu Lars Løkke Rasmussen, formaður Moderaterne, er í lykilstöðu við myndun nýrrar ríkisstjórnar í Danmörku. Jafnaðarmannaflokkurinn er enn langstærstur en hvorki vinstri- né hægriblokk munu takast að mynda ríkisstjórn án Moderaterne. 1. nóvember 2022 23:30 Mette nær ekki að mynda meirihluta án Moderaterne Mette Fredriksen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, heldur ekki meirihluta samkvæmt fyrstu útgönguspám. Erfitt verður að mynda ríkisstjórn án Moderaterne, samkvæmt nýjustu tölum. 1. nóvember 2022 19:08 Drottning veitir Mette sennilega umboð til myndunar nýrrar stjórnar Formaður Norræna félagsins telur líklegt að Margrét önnur Danadrottning muni veita Mette Frederiksen forsætisráðherra fyrstri umboð til myndun nýrrar stjórnarað loknum þingkosningum í Danmörku í dag. Enda hafi leiðtogi nýs miðjuflokks opnað á samstarf við vinstriflokkana. 1. nóvember 2022 13:28 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Sjá meira
Jafnaðarmannaflokkur Frederiksen forsætisráðherra fékk 27,5 prósent atkvæða sem svarar til fimmtíu þingsæta. Flokkurinn bætti við sig tveimur sætum og styrkti stöðu sína á þinginu. Frederiksen var hrærð í ræðu meðal stuðningsmanna í Christiansborg í nótt. Hún sagði ljóst að ekki væri meirihluti á bak við núverandi ríkisstjórn. Frederiksen mun því skila umboði sínu til drottningar á morgun. Telja má fullvíst að hún fái umboð að nýju til að mynda nýja ríkisstjórn. Telja má líklegt að Frederiksen verði áfram forsætisráðherra. Mette Frederiksen brosir út að eyrum þegar lokatölurnar voru í höfn.EPA-EFE/Nikolai Linares Óljóst var fram á síðustu stundu hvort vinstri eða hægri blokkin gætu myndað meirihluta án þess að leita til Lars Løkke Rasmussen og Moderaterne. En um miðnætti, þegar öll atkvæði höfðu verið talin, var ljóst að vinstri blokkin næði inn 87 mönnum en við bætast þrjú sæti, eitt frá Færeyjum og tvö frá Grænlandi, sem tryggja vinstri blokkinni 90 þingsæti. „Ég get ekki svarað því strax hvern ég vilji sem forsætisráðherra en [Mette] verður að missa lyklavöldin í einhvern tíma. Hvort sem það verði hún sem fái stólinn að nýju, eða einhver annar taki við, skýrist við myndun nýrrar ríkisstjórnar; breiðfylkingar sem mun færa Danmörku í rétta átt,“ sagði Løkke í ræðu fyrr í kvöld við mikil fagnaðarlæti viðstaddra. Þá virtust Moderaterne í lykilstöðu en það breyttist þegar síðustu atkvæðin komu upp úr kjörkössunum. „Við höfum verið stærsti flokkurinn í yfir tuttugu ár,“ sagði Mette Frederiksen eftir að hafa faðmað stuðningsfólk sitt í sal flokksins á meðan Respect með Arethu Franklin hljómaði í græjunum. Fylgi og skipting þingsæta (innan sviga er fylgi í kosningunum 2019 og svo breyting á þingsætum frá fyrri kosningum): Jafnaðarmannaflokkurinn 27,5% (25,9%), 50 (+2) Venstre 13,3% (23,4%), 23 (-20) Moderaterne 9,3% (nýtt framboð), 16 Sósíalíski þjóðarflokkurinn 8,3% (7,7%), 15 (+1) Danmerkurdemókratar 8,1% (nýtt framboð), 14 Frjálslynda bandalagið 7,9% (2,3%), 14 (+10) Íhaldsflokkurinn 5,5% (6,6%), 10 (-2) Einingarlistinn 5,2% (6,9%), 9 (-4) Radikale Venstre 3,8% (8,6%), 7 (-9) Nýir borgaralegir 3,7% (2,4%), 6 (+2) Valkosturinn 3,3% (3,0%), 6 (+1) Danski þjóðarflokkurinn 2,6% (8,7%), 5 (-11) Frederiksen benti á að enginn annar flokkur kæmist með tærnar þar sem Jafnaðarflokkurinn hefði hælana. Tölurnar tala sínu máli. Venstre fékk næst flest atkvæði eða 13,3 prósent. Aðeins tæplega helming af fylgi Jafnaðarmannaflokksins. „Við erum eini flokkurinnn sem nær til fólksins og því fylgir ábyrgð. Við viljum þessa ábyrgð og ætlum að gera allt hvað við getum til að standa undir henni.“ Frétt DR.
Fylgi og skipting þingsæta (innan sviga er fylgi í kosningunum 2019 og svo breyting á þingsætum frá fyrri kosningum): Jafnaðarmannaflokkurinn 27,5% (25,9%), 50 (+2) Venstre 13,3% (23,4%), 23 (-20) Moderaterne 9,3% (nýtt framboð), 16 Sósíalíski þjóðarflokkurinn 8,3% (7,7%), 15 (+1) Danmerkurdemókratar 8,1% (nýtt framboð), 14 Frjálslynda bandalagið 7,9% (2,3%), 14 (+10) Íhaldsflokkurinn 5,5% (6,6%), 10 (-2) Einingarlistinn 5,2% (6,9%), 9 (-4) Radikale Venstre 3,8% (8,6%), 7 (-9) Nýir borgaralegir 3,7% (2,4%), 6 (+2) Valkosturinn 3,3% (3,0%), 6 (+1) Danski þjóðarflokkurinn 2,6% (8,7%), 5 (-11)
Danmörk Þingkosningar í Danmörku Tengdar fréttir Lars Løkke í lykilstöðu Lars Løkke Rasmussen, formaður Moderaterne, er í lykilstöðu við myndun nýrrar ríkisstjórnar í Danmörku. Jafnaðarmannaflokkurinn er enn langstærstur en hvorki vinstri- né hægriblokk munu takast að mynda ríkisstjórn án Moderaterne. 1. nóvember 2022 23:30 Mette nær ekki að mynda meirihluta án Moderaterne Mette Fredriksen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, heldur ekki meirihluta samkvæmt fyrstu útgönguspám. Erfitt verður að mynda ríkisstjórn án Moderaterne, samkvæmt nýjustu tölum. 1. nóvember 2022 19:08 Drottning veitir Mette sennilega umboð til myndunar nýrrar stjórnar Formaður Norræna félagsins telur líklegt að Margrét önnur Danadrottning muni veita Mette Frederiksen forsætisráðherra fyrstri umboð til myndun nýrrar stjórnarað loknum þingkosningum í Danmörku í dag. Enda hafi leiðtogi nýs miðjuflokks opnað á samstarf við vinstriflokkana. 1. nóvember 2022 13:28 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Sjá meira
Lars Løkke í lykilstöðu Lars Løkke Rasmussen, formaður Moderaterne, er í lykilstöðu við myndun nýrrar ríkisstjórnar í Danmörku. Jafnaðarmannaflokkurinn er enn langstærstur en hvorki vinstri- né hægriblokk munu takast að mynda ríkisstjórn án Moderaterne. 1. nóvember 2022 23:30
Mette nær ekki að mynda meirihluta án Moderaterne Mette Fredriksen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, heldur ekki meirihluta samkvæmt fyrstu útgönguspám. Erfitt verður að mynda ríkisstjórn án Moderaterne, samkvæmt nýjustu tölum. 1. nóvember 2022 19:08
Drottning veitir Mette sennilega umboð til myndunar nýrrar stjórnar Formaður Norræna félagsins telur líklegt að Margrét önnur Danadrottning muni veita Mette Frederiksen forsætisráðherra fyrstri umboð til myndun nýrrar stjórnarað loknum þingkosningum í Danmörku í dag. Enda hafi leiðtogi nýs miðjuflokks opnað á samstarf við vinstriflokkana. 1. nóvember 2022 13:28