Gullgrafarar komnir í Kauphöllina Atli Ísleifsson skrifar 1. nóvember 2022 13:05 Magnús Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland, og Eldur Ólafsson, forstjóri og stofnandi Amaroq, hringdu bjöllunni í Kauphöllinni í morgun. Aðsend Auðlindafélagið Amaroq Minerals var í morgun skráð á íslenska Nasdaq First North vaxtarmarkaðinn. Í tilkynningu frá Nasdaq segir að hlutabréf Amaroq Minerals séu fyrir skráð í TXS Venture kauphöllinni í Kanada og á AIM markaðnum í London. Félagið tilheyri efnisvinnslugeiranum (e. Basic materials) og er sæe sextugasta félagið sem tekið sé til viðskipta á mörkuðum Nasdaq Nordic í ár. „Auðlindafyrirtækið Amaroq Minerals var stofnað árið 2017 með megináherslu á að finna gull og aðra verðmæta málma á Suður-Grænlandi, rannsaka og þróa þau svæði sem málma er að finna og vinna þessa málma úr jörðu. Verðmætasta eign Amaroq er Nalunaq svæðið, þar sem undirbúningur að vinnslu er langt kominn og vinnsluleyfi sem nær m.a. yfir Nalunaq gullnámuna sem þar var fyrir. Amaroq er einnig með leitar- og vinnsluleyfi á svæði sem nær yfir 7.866,85 ferkílómetra, það stærsta á Suður-Grænlandi og nær það yfir tvö þekkt gullbelti á svæðinu. Eitt af meginmarkmiðum Amaroq Minerals er að byggja upp sjálfbæra námuvinnslu í samstarfi við íbúa Grænlands þar sem hefðir og menning samfélagsins verða höfð í heiðri,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Eldi Ólafssyni, forstjóra og stofnanda Amaroq Minerals, að það sé mikill heiður að fá félagið skráð á Nasdaq First North á Íslandi. „Við erum mjög ánægð með frábærar viðtökur í fjármögnuninni sem lauk í undanfara skráningarinnar, þar sem bæði íslenskir og erlendir fjárfestar tóku þátt þrátt fyrir krefjandi markaðsaðstæður. Við bjóðum nýja hluthafa velkomna um borð. Þessi skráning gegnir mikilvægu hlutverki í næsta áfanga uppbyggingar okkar á Grænlandi og mun sýnileiki félagsins á Íslandi verða til þess að styrkja tengsl Íslands og Grænlands,“ segir Eldur. Þá er haft eftir Magnúsi Harðarsyni, Nasdaq Iceland, að það sé Nasdaq mikil ánægja að bjóða Amaroq Minerals velkomið á Nasdaq First North Growth Market Iceland „Skráning Amaroq markar fyrstu skráningu auðlindafélags á Íslandi sem skapar meiri fjölbreytni á markaðnum og gefur íslenskum fjárfestum tækifæri til að fjárfesta í nýjum og áhugaverðum geira. Við hlökkum til að fylgjast með vaxtarferli Amaroq og erum ánægð með að geta stuðlað að þeim aukna sýnileika og vitund fjárfesta sem fylgir þessari skráningu.“ Kauphöllin Amaroq Minerals Námuvinnsla Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Í tilkynningu frá Nasdaq segir að hlutabréf Amaroq Minerals séu fyrir skráð í TXS Venture kauphöllinni í Kanada og á AIM markaðnum í London. Félagið tilheyri efnisvinnslugeiranum (e. Basic materials) og er sæe sextugasta félagið sem tekið sé til viðskipta á mörkuðum Nasdaq Nordic í ár. „Auðlindafyrirtækið Amaroq Minerals var stofnað árið 2017 með megináherslu á að finna gull og aðra verðmæta málma á Suður-Grænlandi, rannsaka og þróa þau svæði sem málma er að finna og vinna þessa málma úr jörðu. Verðmætasta eign Amaroq er Nalunaq svæðið, þar sem undirbúningur að vinnslu er langt kominn og vinnsluleyfi sem nær m.a. yfir Nalunaq gullnámuna sem þar var fyrir. Amaroq er einnig með leitar- og vinnsluleyfi á svæði sem nær yfir 7.866,85 ferkílómetra, það stærsta á Suður-Grænlandi og nær það yfir tvö þekkt gullbelti á svæðinu. Eitt af meginmarkmiðum Amaroq Minerals er að byggja upp sjálfbæra námuvinnslu í samstarfi við íbúa Grænlands þar sem hefðir og menning samfélagsins verða höfð í heiðri,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Eldi Ólafssyni, forstjóra og stofnanda Amaroq Minerals, að það sé mikill heiður að fá félagið skráð á Nasdaq First North á Íslandi. „Við erum mjög ánægð með frábærar viðtökur í fjármögnuninni sem lauk í undanfara skráningarinnar, þar sem bæði íslenskir og erlendir fjárfestar tóku þátt þrátt fyrir krefjandi markaðsaðstæður. Við bjóðum nýja hluthafa velkomna um borð. Þessi skráning gegnir mikilvægu hlutverki í næsta áfanga uppbyggingar okkar á Grænlandi og mun sýnileiki félagsins á Íslandi verða til þess að styrkja tengsl Íslands og Grænlands,“ segir Eldur. Þá er haft eftir Magnúsi Harðarsyni, Nasdaq Iceland, að það sé Nasdaq mikil ánægja að bjóða Amaroq Minerals velkomið á Nasdaq First North Growth Market Iceland „Skráning Amaroq markar fyrstu skráningu auðlindafélags á Íslandi sem skapar meiri fjölbreytni á markaðnum og gefur íslenskum fjárfestum tækifæri til að fjárfesta í nýjum og áhugaverðum geira. Við hlökkum til að fylgjast með vaxtarferli Amaroq og erum ánægð með að geta stuðlað að þeim aukna sýnileika og vitund fjárfesta sem fylgir þessari skráningu.“
Kauphöllin Amaroq Minerals Námuvinnsla Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira