„Hefur gríðarlega þýðingu fyrir okkur hérna heima“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2022 12:00 Valsmenn fagna sigri á móti Ferencváros í fyrsta leik sínum í Evrópudeildinni á þessu tímabili. Vísir/Hulda Margrét Einar Jónsson, þjálfari Fram í Olís deild karla, þekkir ágætlega til BM Benidorm liðsins sem er að fara spila við Val í Evrópudeildinni í kvöld. Einar mætti BM Benidorm í æfingaferð til Spánar fyrir tímabilið. Hann ræddi við Guðjón Guðmundsson um mótherja kvöldsins en leikur BM Benidorm og Vals hefst klukkan 19.45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. BM Benidorm tapaði með fimm mörkum á móti SG Flensburg-Handewitt frá Þýskalandi í fyrstu umferð riðilsins en á sama tíma unnu Valsmenn fjögurra marka sigur á ungverska liðinu Ferencvárosi TC. Verður mjög erfiður leikur Valur lék einstaklega vel í fyrsta leik sínum en Benidorm er snúinn andstæðingur. „Þetta er mjög flott lið. Þeir eru vel þjálfaðir, spila vel saman og þekkja hvern annan mjög vel. Þetta er bara hörku lið og ég held að þetta verði mjög erfiður leikur,“ sagði Einar Jónsson. „Miðað við úrslitin undanfarin ár þá eru þeir mjög sterkir á heimavelli og þetta verður því erfiður leikur fyrir Val,“ sagði Einar en hvað þurfa Valsmenn að varast. Spiluðu frábæran leik síðast „Ég held að þeir þurfi bara að einbeita sér að sjálfum sér. Þeir spiluðu frábæran leik síðast á móti Ferencváros og eru bara með frábært lið. Þeir hafa sín einkenni og þurfa stóla svolítið á það,“ sagði Einar. Einar Jónsson, þjálfari FramHulda Margrét „Ég held að Benidorm geti lent í vandræðum með að hlaupa með Valsliðinu en ef þetta fer mikið í að vera sex á sex á hálfum velli þá held ég að Benidorm hafi betur. Eg Valur nær upp tempóinu þá vinna þeir þennan leik. Þeir þurfa kannski að varast að láta þá ekki draga sig niður á þeirra tempó,“ sagði Einar. Spánverjarnir spila mikið sjö á móti sex en eru þeir erfiðir þar? „Þeir eru klókir og þekkja hvern annan rosalega vel. Þeir gerðu það á móti Flensburg og hafa verið að gera það annars slagið. Þeir gerðu það ekki á móti okkur í æfingarleiknum fyrir mótið. Maður sá að þeir þekkja hvern annan mjög vel og eru mjög klókir,“ sagði Einar. Klippa: Einar Jóns um lið BM Benidorm sem mætir Val Spánverjarnir eru klókir Gauði spurði Einar hvort að hann haldi að Valur tapi þessum leik stórt. „Ég vona að Valur vinni en það fer svolítið eftir því hvernig leikurinn þróast. Erum við að fara að sjá þennan gríðarlega hraða sem við sáum í leiknum á móti Ferencváros. Ég held ekki því Spánverjarnir eru klókir og geta dregið niður hraðann,“ sagði Einar. „Ég held að Valur vinni með svona þremur til fimm mörkum. Ég er rosalega bjartsýnn,“ sagði Einar. Þáttaka Vals í Evrópukeppninni hefur þýðingu fyrir handboltann hérna heima. Mér finnst stórkostlegt að sjá liðið „Þetta hefur gríðarlega þýðingu fyrir okkur hérna heima. Mér finnst stórkostlegt að sjá liðið. Það er ekki mikið búið, bara einn leikur, en hann var gjörsamlega frábær. Valsliðið hefur sýnt það síðustu ár að það er algjörlega stórkostlegt,“ sagði Einar. „Það er gaman að sjá okkar besta lið vera að máta sig við toppliðin á Spáni, Þýskalandi og fleiri löndum. Það er líka smá pressa á Snorra og liðinu að skila góðri frammistöðu. Við viljum sjá að við séum á svipuðum stað og þessi lið sem þeir eru að spila við. Ég veit að það er mjög erfitt,“ sagði Einar. Það má sjá allt viðtal Gaupa við Einar Jónsson um Benidorm liðið hér í myndbandinu fyrir ofan. Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Einar mætti BM Benidorm í æfingaferð til Spánar fyrir tímabilið. Hann ræddi við Guðjón Guðmundsson um mótherja kvöldsins en leikur BM Benidorm og Vals hefst klukkan 19.45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. BM Benidorm tapaði með fimm mörkum á móti SG Flensburg-Handewitt frá Þýskalandi í fyrstu umferð riðilsins en á sama tíma unnu Valsmenn fjögurra marka sigur á ungverska liðinu Ferencvárosi TC. Verður mjög erfiður leikur Valur lék einstaklega vel í fyrsta leik sínum en Benidorm er snúinn andstæðingur. „Þetta er mjög flott lið. Þeir eru vel þjálfaðir, spila vel saman og þekkja hvern annan mjög vel. Þetta er bara hörku lið og ég held að þetta verði mjög erfiður leikur,“ sagði Einar Jónsson. „Miðað við úrslitin undanfarin ár þá eru þeir mjög sterkir á heimavelli og þetta verður því erfiður leikur fyrir Val,“ sagði Einar en hvað þurfa Valsmenn að varast. Spiluðu frábæran leik síðast „Ég held að þeir þurfi bara að einbeita sér að sjálfum sér. Þeir spiluðu frábæran leik síðast á móti Ferencváros og eru bara með frábært lið. Þeir hafa sín einkenni og þurfa stóla svolítið á það,“ sagði Einar. Einar Jónsson, þjálfari FramHulda Margrét „Ég held að Benidorm geti lent í vandræðum með að hlaupa með Valsliðinu en ef þetta fer mikið í að vera sex á sex á hálfum velli þá held ég að Benidorm hafi betur. Eg Valur nær upp tempóinu þá vinna þeir þennan leik. Þeir þurfa kannski að varast að láta þá ekki draga sig niður á þeirra tempó,“ sagði Einar. Spánverjarnir spila mikið sjö á móti sex en eru þeir erfiðir þar? „Þeir eru klókir og þekkja hvern annan rosalega vel. Þeir gerðu það á móti Flensburg og hafa verið að gera það annars slagið. Þeir gerðu það ekki á móti okkur í æfingarleiknum fyrir mótið. Maður sá að þeir þekkja hvern annan mjög vel og eru mjög klókir,“ sagði Einar. Klippa: Einar Jóns um lið BM Benidorm sem mætir Val Spánverjarnir eru klókir Gauði spurði Einar hvort að hann haldi að Valur tapi þessum leik stórt. „Ég vona að Valur vinni en það fer svolítið eftir því hvernig leikurinn þróast. Erum við að fara að sjá þennan gríðarlega hraða sem við sáum í leiknum á móti Ferencváros. Ég held ekki því Spánverjarnir eru klókir og geta dregið niður hraðann,“ sagði Einar. „Ég held að Valur vinni með svona þremur til fimm mörkum. Ég er rosalega bjartsýnn,“ sagði Einar. Þáttaka Vals í Evrópukeppninni hefur þýðingu fyrir handboltann hérna heima. Mér finnst stórkostlegt að sjá liðið „Þetta hefur gríðarlega þýðingu fyrir okkur hérna heima. Mér finnst stórkostlegt að sjá liðið. Það er ekki mikið búið, bara einn leikur, en hann var gjörsamlega frábær. Valsliðið hefur sýnt það síðustu ár að það er algjörlega stórkostlegt,“ sagði Einar. „Það er gaman að sjá okkar besta lið vera að máta sig við toppliðin á Spáni, Þýskalandi og fleiri löndum. Það er líka smá pressa á Snorra og liðinu að skila góðri frammistöðu. Við viljum sjá að við séum á svipuðum stað og þessi lið sem þeir eru að spila við. Ég veit að það er mjög erfitt,“ sagði Einar. Það má sjá allt viðtal Gaupa við Einar Jónsson um Benidorm liðið hér í myndbandinu fyrir ofan.
Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira