Fíknsjúkdómur í stærra samhengi Júlía Guðrún Aspelund skrifar 1. nóvember 2022 08:01 Fíknsjúkdómur er langvinnur sjúkdómur sem hægt er að meðhöndla. Hann má sjá fyrir sér sem róf (sjá mynd) með vægri fíkniröskun á nærendanum en fíknsjúkdóminn á fjar. Þetta er einfölduð leið til að horfa á mjög breitt og flókið heilbrigðisvandamál sem þarfnast aðkomu margra til að aðstoða þá sem þjást vegna þess, en getur að sama skapi verið hjálpleg til að ná utan um það. Á Íslandi höfum hugað vel að forvörnum síðustu 20 ár og höfum náð eftirtektarverðum árangri (td. „Íslenska módelið“). Dregið hefur verulega úr neyslu ungmenna og síðan um aldamót hafa sífellt færri ungmenni greinst með fíkniröskun og fíknsjúkdóm hjá SÁÁ. Spurningin er: Getum við gert enn betur? Ekki bara gagnvart ungmennunum okkar heldur gagnvart öllum þeim sem lenda í vandræðum þegar kemur að neyslu áfengis- eða vímuefna neyslu. Væri hægt að grípa fyrr inn og mögulega koma í veg fyrir að einhverjir þrói með sér fíknsjúkdóm? Hugtakið forstig fíkniröskunar (Pre-addiction) kom fyrst fram í grein sem birtist á liðnu sumri1. Hugtakið vísar til þessa nærenda fíkniröskunarrófsins og hvernig hægt er að þróa slíkt hugtak til að grípa fyrr inn í og koma jafnvel í veg fyrir þróun alvarlegra ástands. Dregin eru líkindi á milli þessa hugtaks og hugtaksins „forstig sykursýkis“ (e. Pre-diabetes) sem innkirtlasérfæðingar þróuðu til að grípa inn í þróun sykursýki týpu 2, með góðum árangri. Tilgangurinn með þessari hugtakanotkun væri að finna með markvissum hætti þá sem farnir eru að finna fyrir neikvæðum afleiðingum neyslu en þó ekki komnir með fíknsjúkdóm, með það að markmiði að grípa inní og afstýra þróun yfir í alvarlegan langvinnan sjúkdóm. Væg til miðlungs fíkniröskun myndi mögulega falla undir þessa skilgreiningu. Með þessu móti væri mögulega hægt að skilgreina og skilja þróun fíknsjúkdómsins betur og veita aðstoð fyrr. Slíka þjónustu væri hægt að veita með ódýrari hætti en sértæk inngrip á síðari stigum og er líkleg til að skila meiri árangri fyrir bæði einstaklinginn og samfélagið. Það eru til ýmsar gagnreyndar aðferðir sem unnt er að nota sem snemmtækt inngrip við forstig fíkniröskunar, en þær helstu sem hafa sýnt sig skila árangri erlendis eru: Skimun, stutt inngrip og tilvísun í meðferð (e. Screening, brief intervention and referral to treatment) og hinsvegar Hugræn atferlismeðferð (e. Cognitive behavioral therapy) Báðar þessar aðferðir eru stutt inngrip sem hjálpa fólki að átta sig á sinni stöðu í neyslu áfengis – og vímuefna og hægt að nýta til að skima fyrir þörf og áhugahvöt fyrir breytinga. Með því að innleiða hugtakið og hugmyndafræðina á bakvið forstig fíkniröskunar væri hægt að þróa fordómalausan farveg þar sem heilbrigðisstarfsfólk gæti skimað og hafið samtal um aðferðir til að stuðla að betri heilsu, rétt eins gert er í forvarnarskyni gagnvart öðrum langvinnum sjúkdómum s.s sykursýki týpu 2. Höfundur er verkefnisstjóri SÁÁ. 1. McLellan AT, Koob GF, Volkow ND. Preaddiction—A Missing Concept for Treating Substance Use Disorders. JAMA Psychiatry. 2022;79(8):749–751. doi:10.1001/jamapsychiatry.2022.1652 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Fíkn Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Fíknsjúkdómur er langvinnur sjúkdómur sem hægt er að meðhöndla. Hann má sjá fyrir sér sem róf (sjá mynd) með vægri fíkniröskun á nærendanum en fíknsjúkdóminn á fjar. Þetta er einfölduð leið til að horfa á mjög breitt og flókið heilbrigðisvandamál sem þarfnast aðkomu margra til að aðstoða þá sem þjást vegna þess, en getur að sama skapi verið hjálpleg til að ná utan um það. Á Íslandi höfum hugað vel að forvörnum síðustu 20 ár og höfum náð eftirtektarverðum árangri (td. „Íslenska módelið“). Dregið hefur verulega úr neyslu ungmenna og síðan um aldamót hafa sífellt færri ungmenni greinst með fíkniröskun og fíknsjúkdóm hjá SÁÁ. Spurningin er: Getum við gert enn betur? Ekki bara gagnvart ungmennunum okkar heldur gagnvart öllum þeim sem lenda í vandræðum þegar kemur að neyslu áfengis- eða vímuefna neyslu. Væri hægt að grípa fyrr inn og mögulega koma í veg fyrir að einhverjir þrói með sér fíknsjúkdóm? Hugtakið forstig fíkniröskunar (Pre-addiction) kom fyrst fram í grein sem birtist á liðnu sumri1. Hugtakið vísar til þessa nærenda fíkniröskunarrófsins og hvernig hægt er að þróa slíkt hugtak til að grípa fyrr inn í og koma jafnvel í veg fyrir þróun alvarlegra ástands. Dregin eru líkindi á milli þessa hugtaks og hugtaksins „forstig sykursýkis“ (e. Pre-diabetes) sem innkirtlasérfæðingar þróuðu til að grípa inn í þróun sykursýki týpu 2, með góðum árangri. Tilgangurinn með þessari hugtakanotkun væri að finna með markvissum hætti þá sem farnir eru að finna fyrir neikvæðum afleiðingum neyslu en þó ekki komnir með fíknsjúkdóm, með það að markmiði að grípa inní og afstýra þróun yfir í alvarlegan langvinnan sjúkdóm. Væg til miðlungs fíkniröskun myndi mögulega falla undir þessa skilgreiningu. Með þessu móti væri mögulega hægt að skilgreina og skilja þróun fíknsjúkdómsins betur og veita aðstoð fyrr. Slíka þjónustu væri hægt að veita með ódýrari hætti en sértæk inngrip á síðari stigum og er líkleg til að skila meiri árangri fyrir bæði einstaklinginn og samfélagið. Það eru til ýmsar gagnreyndar aðferðir sem unnt er að nota sem snemmtækt inngrip við forstig fíkniröskunar, en þær helstu sem hafa sýnt sig skila árangri erlendis eru: Skimun, stutt inngrip og tilvísun í meðferð (e. Screening, brief intervention and referral to treatment) og hinsvegar Hugræn atferlismeðferð (e. Cognitive behavioral therapy) Báðar þessar aðferðir eru stutt inngrip sem hjálpa fólki að átta sig á sinni stöðu í neyslu áfengis – og vímuefna og hægt að nýta til að skima fyrir þörf og áhugahvöt fyrir breytinga. Með því að innleiða hugtakið og hugmyndafræðina á bakvið forstig fíkniröskunar væri hægt að þróa fordómalausan farveg þar sem heilbrigðisstarfsfólk gæti skimað og hafið samtal um aðferðir til að stuðla að betri heilsu, rétt eins gert er í forvarnarskyni gagnvart öðrum langvinnum sjúkdómum s.s sykursýki týpu 2. Höfundur er verkefnisstjóri SÁÁ. 1. McLellan AT, Koob GF, Volkow ND. Preaddiction—A Missing Concept for Treating Substance Use Disorders. JAMA Psychiatry. 2022;79(8):749–751. doi:10.1001/jamapsychiatry.2022.1652
1. McLellan AT, Koob GF, Volkow ND. Preaddiction—A Missing Concept for Treating Substance Use Disorders. JAMA Psychiatry. 2022;79(8):749–751. doi:10.1001/jamapsychiatry.2022.1652
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun