Tæplega tvö hundruð látist af völdum Covid-19 hér á landi það sem af er ári Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 31. október 2022 19:44 Guðrún Aspelund er sóttvarnalæknir. arnar halldórsson Hundrað og áttatíu hafa látist af völdum Covid-19 hér á landi það sem af er ári og hafa dauðsföll af völdum sjúkdómsins aldrei verið fleiri. Sóttvarnalæknir segir að sjúkdómurinn valdi mun meiri usla en aðrir smitsjúkdóma á borð við inflúensu. Mikið stökk hefur verið í fjölda dauðsfalla af völdum Covid-19 hér á landi það sem af er ári. Árið 2020 lést 31 af völdum sjúkdómsins, árið 2021 voru þeir átta en það sem af er ári hefur sjúkdómurinn tekið 180. 180 hafa látist af völdum Covid-19 á þessu ári.vísir Sóttvarnalæknir segir að það sem skýra megi þetta mikla stökk sé fjölgun smitaðra vegna hins bráðsmitandi ómíkrón afbrigðis og sú staðreynd að nú séu engar samkomutakmarkanir í gildi. Dauðsföll hafa helst orðið í hópi þeirra sem eru eldri en sjötíu ára. „Og þess vegna erum við að hvetja eldra fólk, alla sextíu ára og eldri og þá sem eru í áhættuhópum að fara í örvunarbólusetningu sem er besta vörnin,“ sagði Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir. Þá minnir hún á að vörnin dvíni á nokkrum mánuðum og leggur áherslu á örvunarbólusetningu. „Nú erum við líka komin með uppfærð bóluefni sem veita vörn gegn upprunalega afbrigðinu og ómíkrón. Það veitir betri vörn. Það þarf að endurtaka bólusetninguna til að vera vel varin fyrir veturinn.“ Hún segir að ríkin í kringum okkur séu einnig að merkja mikið stökk í fjölgun smitaðra á árinu. „Það er talið að staðfest dauðsföll vegna Covid í heiminum séu sex og hálf milljón, en það eru margir sem telja að þau séu jafnvel helmingi fleiri en það - það eru enn að látast í hverri viku þúsundir manns úr Covid.“ Dánartíðni er lægri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum.Vísir/Vilhelm Guðrún segir dánartíðni af völdum Covid töluvert hærri en dánartíðni af völdum hefðbundinnar inflúensu. Dánartíðni af völdum sjúkdómsins er þó lægri hér á landi en annars staðar og erum við með lægstu dánartíðnina á Norðurlöndunum. Hvers vegna heldur þú að hún sé lægri hér en annars staðar? „Ég held að við höfum verið fljót að bólusetja, það voru takmarkanir í gildi sem höfðu sitt að segja og heilbrigðiskerfið brást vel við. Ég held að þessi samþætting og þátttaka almennings í aðgerðum hafi skilað þessum árangri.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Mikið stökk hefur verið í fjölda dauðsfalla af völdum Covid-19 hér á landi það sem af er ári. Árið 2020 lést 31 af völdum sjúkdómsins, árið 2021 voru þeir átta en það sem af er ári hefur sjúkdómurinn tekið 180. 180 hafa látist af völdum Covid-19 á þessu ári.vísir Sóttvarnalæknir segir að það sem skýra megi þetta mikla stökk sé fjölgun smitaðra vegna hins bráðsmitandi ómíkrón afbrigðis og sú staðreynd að nú séu engar samkomutakmarkanir í gildi. Dauðsföll hafa helst orðið í hópi þeirra sem eru eldri en sjötíu ára. „Og þess vegna erum við að hvetja eldra fólk, alla sextíu ára og eldri og þá sem eru í áhættuhópum að fara í örvunarbólusetningu sem er besta vörnin,“ sagði Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir. Þá minnir hún á að vörnin dvíni á nokkrum mánuðum og leggur áherslu á örvunarbólusetningu. „Nú erum við líka komin með uppfærð bóluefni sem veita vörn gegn upprunalega afbrigðinu og ómíkrón. Það veitir betri vörn. Það þarf að endurtaka bólusetninguna til að vera vel varin fyrir veturinn.“ Hún segir að ríkin í kringum okkur séu einnig að merkja mikið stökk í fjölgun smitaðra á árinu. „Það er talið að staðfest dauðsföll vegna Covid í heiminum séu sex og hálf milljón, en það eru margir sem telja að þau séu jafnvel helmingi fleiri en það - það eru enn að látast í hverri viku þúsundir manns úr Covid.“ Dánartíðni er lægri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum.Vísir/Vilhelm Guðrún segir dánartíðni af völdum Covid töluvert hærri en dánartíðni af völdum hefðbundinnar inflúensu. Dánartíðni af völdum sjúkdómsins er þó lægri hér á landi en annars staðar og erum við með lægstu dánartíðnina á Norðurlöndunum. Hvers vegna heldur þú að hún sé lægri hér en annars staðar? „Ég held að við höfum verið fljót að bólusetja, það voru takmarkanir í gildi sem höfðu sitt að segja og heilbrigðiskerfið brást vel við. Ég held að þessi samþætting og þátttaka almennings í aðgerðum hafi skilað þessum árangri.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira