Vésteinn Gauti Hauksson, framkvæmdastjóri Billboard, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Hann vildi ekki gefa upp hvaða fyrirtæki væri að auglýsa.
Fjölmiðlar höfðu margir hverjir velt málinu fyrir sér í morgun. Því var slegið upp að mögulega væri um listagjörning að ræða eða að tölvuþrjótar hafi tekið yfir skiltin í tilefni af hrekkjavöku sem haldin er hátíðleg í dag.
Seinna í dag kemur í ljós hvaða fyrirtæki er að auglýsa á skiltunum.
