„Það angrar mig að verið sé að taka stöðuna á valdafólki í flokknum“ Atli Ísleifsson skrifar 31. október 2022 10:59 Diljá Mist Einarsdóttir tók sæti á þingi árið 2021. Áður en hún settist á þing gegndi hún starfi aðstoðarmanns Guðlaugs Þórs þegar hann var utanríkisráðherra. Vísir/Vilhelm „Það angrar mig að verið sé að taka stöðuna á valdafólki í flokknum,“ segir Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Ég er búin að fara á landsfund síðan ég var unglingur. Ég var að fara þangað til að gefa kjörnum fulltrúum línuna, ekki fá línur frá þeim.“ Þingmaðurinn deildi í morgun frétt Morgunblaðsins á Facebook þar sem fram sagði í fyrirsögn að meirihluti þingmanna Sjálfstæðisflokksins styðji Bjarna áfram til formennsku. „Alltaf jafn leiðinlegt að vera minnt á hvað við erum orðin fá í þingflokknum. Ég hlakka annars til landsfundar. Þar sem almennir flokksmenn leggja kjörnum fulltrúum línuna en ekki öfugt,“ segir Diljá í færslunni. Guðlaugur Þór Þórðarson tilkynnti í gær að hann hefði ákveðið að bjóða sig fram til formennsku í Sjálfstæðisflokknum. Hann fer þar gegn Bjarna Benediktssyni sem hefur gegnt embættinu frá 2009 og sækist nú eftir endurkjöri. Í samtali við Vísi segir Diljá Mist að hún geri þar athugasemdir við það sem hún kalli „ofuráherslu fjölmiðla“ á að þingmenn gefi almennum flokksmönnum línu varðandi það hvað þeir gera á landsfundi. „Landsfundur er risastór samkoma, um tvö þúsund flokksmenn. Þar leggur fólkið í flokknum línurnar.“ Alltaf stutt forystuna Diljá Mist segist alltaf hafa stutt forystu flokksins og muni gera það áfram. Hún segir að bæði Bjarni og Guðlaugur Þór séu samflokksmenn sínir og félagar. „Ég styð Sjálfstæðisfólk. En um mína afstöðu þarf enginn að efast. Við þingmenn eigum þó að virða það að valið er í höndum landsfundarfulltrúa.“ Diljá Mist tók sæti á þingi árið 2021. Áður en hún tók sæti á þingi gegndi hún starfi aðstoðarmanns Guðlaugs Þórs þegar hann var utanríkisráðherra. Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Framboð Guðlaugs krókur á móti bragði Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, telur að hægt sé að tengja framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar við orðróm um að ráðherrastóll hans væri í hættu. Hann segir að erfitt sé að spá fyrir um úrslit kosninganna. 31. október 2022 10:42 Að minnsta kosti níu af fimmtán þingmönnum Sjálfstæðisflokks styðja Bjarna Að minnsta kosti níu af fimmtán þingmönnum Sjálfstæðisflokksins styðja Bjarna Benediktsson í formannsslagnum sem framundan er í aðdraganda landsfundar flokksins um næstu helgi. 31. október 2022 06:36 Fylgið muni ekki rjúka upp þótt skipt yrði um formann Stjórnmálafræðingur telur að mannabreytingar í forystu Sjálfstæðisflokksins myndu ekki duga til að færa fylgi flokksins nær því sem það var fyrir rúmlega áratug síðan. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur tilkynnt um framboð til formanns flokksins, gegn Bjarna Benediktssyni, formanni og fjármálaráðherra. 30. október 2022 23:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
Þingmaðurinn deildi í morgun frétt Morgunblaðsins á Facebook þar sem fram sagði í fyrirsögn að meirihluti þingmanna Sjálfstæðisflokksins styðji Bjarna áfram til formennsku. „Alltaf jafn leiðinlegt að vera minnt á hvað við erum orðin fá í þingflokknum. Ég hlakka annars til landsfundar. Þar sem almennir flokksmenn leggja kjörnum fulltrúum línuna en ekki öfugt,“ segir Diljá í færslunni. Guðlaugur Þór Þórðarson tilkynnti í gær að hann hefði ákveðið að bjóða sig fram til formennsku í Sjálfstæðisflokknum. Hann fer þar gegn Bjarna Benediktssyni sem hefur gegnt embættinu frá 2009 og sækist nú eftir endurkjöri. Í samtali við Vísi segir Diljá Mist að hún geri þar athugasemdir við það sem hún kalli „ofuráherslu fjölmiðla“ á að þingmenn gefi almennum flokksmönnum línu varðandi það hvað þeir gera á landsfundi. „Landsfundur er risastór samkoma, um tvö þúsund flokksmenn. Þar leggur fólkið í flokknum línurnar.“ Alltaf stutt forystuna Diljá Mist segist alltaf hafa stutt forystu flokksins og muni gera það áfram. Hún segir að bæði Bjarni og Guðlaugur Þór séu samflokksmenn sínir og félagar. „Ég styð Sjálfstæðisfólk. En um mína afstöðu þarf enginn að efast. Við þingmenn eigum þó að virða það að valið er í höndum landsfundarfulltrúa.“ Diljá Mist tók sæti á þingi árið 2021. Áður en hún tók sæti á þingi gegndi hún starfi aðstoðarmanns Guðlaugs Þórs þegar hann var utanríkisráðherra.
Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Framboð Guðlaugs krókur á móti bragði Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, telur að hægt sé að tengja framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar við orðróm um að ráðherrastóll hans væri í hættu. Hann segir að erfitt sé að spá fyrir um úrslit kosninganna. 31. október 2022 10:42 Að minnsta kosti níu af fimmtán þingmönnum Sjálfstæðisflokks styðja Bjarna Að minnsta kosti níu af fimmtán þingmönnum Sjálfstæðisflokksins styðja Bjarna Benediktsson í formannsslagnum sem framundan er í aðdraganda landsfundar flokksins um næstu helgi. 31. október 2022 06:36 Fylgið muni ekki rjúka upp þótt skipt yrði um formann Stjórnmálafræðingur telur að mannabreytingar í forystu Sjálfstæðisflokksins myndu ekki duga til að færa fylgi flokksins nær því sem það var fyrir rúmlega áratug síðan. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur tilkynnt um framboð til formanns flokksins, gegn Bjarna Benediktssyni, formanni og fjármálaráðherra. 30. október 2022 23:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
Framboð Guðlaugs krókur á móti bragði Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, telur að hægt sé að tengja framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar við orðróm um að ráðherrastóll hans væri í hættu. Hann segir að erfitt sé að spá fyrir um úrslit kosninganna. 31. október 2022 10:42
Að minnsta kosti níu af fimmtán þingmönnum Sjálfstæðisflokks styðja Bjarna Að minnsta kosti níu af fimmtán þingmönnum Sjálfstæðisflokksins styðja Bjarna Benediktsson í formannsslagnum sem framundan er í aðdraganda landsfundar flokksins um næstu helgi. 31. október 2022 06:36
Fylgið muni ekki rjúka upp þótt skipt yrði um formann Stjórnmálafræðingur telur að mannabreytingar í forystu Sjálfstæðisflokksins myndu ekki duga til að færa fylgi flokksins nær því sem það var fyrir rúmlega áratug síðan. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur tilkynnt um framboð til formanns flokksins, gegn Bjarna Benediktssyni, formanni og fjármálaráðherra. 30. október 2022 23:00