Fjöldi látinna í Seúl heldur áfram að hækka Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 29. október 2022 23:34 Mikill fjöldi viðbragðsaðila er á svæðinu. AP/Ahn Young-joon Að minnsta kosti 149 eru látin og 150 slösuð eftir að mikill troðningur varð á hrekkjavökufagnaði í Itaewon-hverfi Seúl í Suður-Kóreu í dag. Fyrr í dag greindu miðlar frá því að fimmtíu manns hefðu farið í hjartastopp á viðburðinum. Nærri tvö þúsund viðbragðsaðilar eru sagðir á svæðinu. CNN greinir frá því að talið sé að um troðning vegna mikils fólksfjölda hafi verið að ræða en fyrr í kvöld var greint frá því að um hundrað þúsund manns hefði verið á staðnum. Hrekkjavakan í ár er sú fyrsta síðan kórónuveirufaraldurinn om á sjónaarsviðið þar sem fólk mátti vera grímulaust á hátíðarhöldunum. Tæplega tvö þúsund viðbragðsaðilar eru sagðir vera á vettvangi og rannsókn málsins í fullum gangi. Forseti Suður-Kóreu Yoon Suk Yeo á einnig að hafa sent af stað einskonar „hörmunga-heilbrigðisteymi“ til þess að aðstoða á vettvangi. Flest fórnarlamba harmleiksins séu táningar eða fólk á þrítugsaldri en yfirvöld hafa verið beðin um að hafa eins hraðar hendur og hægt er við að bera kennsl á fólkið svo hægt sé að láta fjölskyldur þeirra vita hvar þau séu niður komin. Neyðarmiðstöð hefur verið sett upp í borginni. Hér má sjá forseta Suður-Kóreu, Yoon Suk Yeo á neyðarfundi vegna atburðarins.AP/South Korean Presidential Office Meðal þeirra látnu eru tveir erlendir ríkisborgarar og er einn til viðbótar meðal þeirra slösuðu. Hátíðarhöldin vegna hrekkjavökunnar þykja mjög vinsæl og er fólk sagt fljúga alls staðar að til þess að taka þátt. Hótel hafi verið uppbókuð fyrir helgina og miðar á viðburði uppseldir. Þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna, Jake Sullivan sagði fyrr í kvöld á Twittersíðu sinni að Bandaríkin væru tilbúin til þess að veita Kóreu allan þann stuðning sem þau þyrftu á að halda. Samkvæmt CNN má einnig búast við yfirlýsingu frá Joe Biden, Bandaríkjaforseta vegna harmleiksins. Hann er sagður hafa verið í miklu áfalli þegar hönum var greint frá fjölda látinna. The reports out of Seoul are heartbreaking. We are thinking about all those who lost loved ones and hoping for a quick recovery for those injured. The United States stands ready to provide the Republic of Korea with any support it needs.— Jake Sullivan (@JakeSullivan46) October 29, 2022 Suður-Kórea Hrekkjavaka Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Sjá meira
CNN greinir frá því að talið sé að um troðning vegna mikils fólksfjölda hafi verið að ræða en fyrr í kvöld var greint frá því að um hundrað þúsund manns hefði verið á staðnum. Hrekkjavakan í ár er sú fyrsta síðan kórónuveirufaraldurinn om á sjónaarsviðið þar sem fólk mátti vera grímulaust á hátíðarhöldunum. Tæplega tvö þúsund viðbragðsaðilar eru sagðir vera á vettvangi og rannsókn málsins í fullum gangi. Forseti Suður-Kóreu Yoon Suk Yeo á einnig að hafa sent af stað einskonar „hörmunga-heilbrigðisteymi“ til þess að aðstoða á vettvangi. Flest fórnarlamba harmleiksins séu táningar eða fólk á þrítugsaldri en yfirvöld hafa verið beðin um að hafa eins hraðar hendur og hægt er við að bera kennsl á fólkið svo hægt sé að láta fjölskyldur þeirra vita hvar þau séu niður komin. Neyðarmiðstöð hefur verið sett upp í borginni. Hér má sjá forseta Suður-Kóreu, Yoon Suk Yeo á neyðarfundi vegna atburðarins.AP/South Korean Presidential Office Meðal þeirra látnu eru tveir erlendir ríkisborgarar og er einn til viðbótar meðal þeirra slösuðu. Hátíðarhöldin vegna hrekkjavökunnar þykja mjög vinsæl og er fólk sagt fljúga alls staðar að til þess að taka þátt. Hótel hafi verið uppbókuð fyrir helgina og miðar á viðburði uppseldir. Þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna, Jake Sullivan sagði fyrr í kvöld á Twittersíðu sinni að Bandaríkin væru tilbúin til þess að veita Kóreu allan þann stuðning sem þau þyrftu á að halda. Samkvæmt CNN má einnig búast við yfirlýsingu frá Joe Biden, Bandaríkjaforseta vegna harmleiksins. Hann er sagður hafa verið í miklu áfalli þegar hönum var greint frá fjölda látinna. The reports out of Seoul are heartbreaking. We are thinking about all those who lost loved ones and hoping for a quick recovery for those injured. The United States stands ready to provide the Republic of Korea with any support it needs.— Jake Sullivan (@JakeSullivan46) October 29, 2022
Suður-Kórea Hrekkjavaka Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Sjá meira