Fjöldi látinna í Seúl heldur áfram að hækka Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 29. október 2022 23:34 Mikill fjöldi viðbragðsaðila er á svæðinu. AP/Ahn Young-joon Að minnsta kosti 149 eru látin og 150 slösuð eftir að mikill troðningur varð á hrekkjavökufagnaði í Itaewon-hverfi Seúl í Suður-Kóreu í dag. Fyrr í dag greindu miðlar frá því að fimmtíu manns hefðu farið í hjartastopp á viðburðinum. Nærri tvö þúsund viðbragðsaðilar eru sagðir á svæðinu. CNN greinir frá því að talið sé að um troðning vegna mikils fólksfjölda hafi verið að ræða en fyrr í kvöld var greint frá því að um hundrað þúsund manns hefði verið á staðnum. Hrekkjavakan í ár er sú fyrsta síðan kórónuveirufaraldurinn om á sjónaarsviðið þar sem fólk mátti vera grímulaust á hátíðarhöldunum. Tæplega tvö þúsund viðbragðsaðilar eru sagðir vera á vettvangi og rannsókn málsins í fullum gangi. Forseti Suður-Kóreu Yoon Suk Yeo á einnig að hafa sent af stað einskonar „hörmunga-heilbrigðisteymi“ til þess að aðstoða á vettvangi. Flest fórnarlamba harmleiksins séu táningar eða fólk á þrítugsaldri en yfirvöld hafa verið beðin um að hafa eins hraðar hendur og hægt er við að bera kennsl á fólkið svo hægt sé að láta fjölskyldur þeirra vita hvar þau séu niður komin. Neyðarmiðstöð hefur verið sett upp í borginni. Hér má sjá forseta Suður-Kóreu, Yoon Suk Yeo á neyðarfundi vegna atburðarins.AP/South Korean Presidential Office Meðal þeirra látnu eru tveir erlendir ríkisborgarar og er einn til viðbótar meðal þeirra slösuðu. Hátíðarhöldin vegna hrekkjavökunnar þykja mjög vinsæl og er fólk sagt fljúga alls staðar að til þess að taka þátt. Hótel hafi verið uppbókuð fyrir helgina og miðar á viðburði uppseldir. Þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna, Jake Sullivan sagði fyrr í kvöld á Twittersíðu sinni að Bandaríkin væru tilbúin til þess að veita Kóreu allan þann stuðning sem þau þyrftu á að halda. Samkvæmt CNN má einnig búast við yfirlýsingu frá Joe Biden, Bandaríkjaforseta vegna harmleiksins. Hann er sagður hafa verið í miklu áfalli þegar hönum var greint frá fjölda látinna. The reports out of Seoul are heartbreaking. We are thinking about all those who lost loved ones and hoping for a quick recovery for those injured. The United States stands ready to provide the Republic of Korea with any support it needs.— Jake Sullivan (@JakeSullivan46) October 29, 2022 Suður-Kórea Hrekkjavaka Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
CNN greinir frá því að talið sé að um troðning vegna mikils fólksfjölda hafi verið að ræða en fyrr í kvöld var greint frá því að um hundrað þúsund manns hefði verið á staðnum. Hrekkjavakan í ár er sú fyrsta síðan kórónuveirufaraldurinn om á sjónaarsviðið þar sem fólk mátti vera grímulaust á hátíðarhöldunum. Tæplega tvö þúsund viðbragðsaðilar eru sagðir vera á vettvangi og rannsókn málsins í fullum gangi. Forseti Suður-Kóreu Yoon Suk Yeo á einnig að hafa sent af stað einskonar „hörmunga-heilbrigðisteymi“ til þess að aðstoða á vettvangi. Flest fórnarlamba harmleiksins séu táningar eða fólk á þrítugsaldri en yfirvöld hafa verið beðin um að hafa eins hraðar hendur og hægt er við að bera kennsl á fólkið svo hægt sé að láta fjölskyldur þeirra vita hvar þau séu niður komin. Neyðarmiðstöð hefur verið sett upp í borginni. Hér má sjá forseta Suður-Kóreu, Yoon Suk Yeo á neyðarfundi vegna atburðarins.AP/South Korean Presidential Office Meðal þeirra látnu eru tveir erlendir ríkisborgarar og er einn til viðbótar meðal þeirra slösuðu. Hátíðarhöldin vegna hrekkjavökunnar þykja mjög vinsæl og er fólk sagt fljúga alls staðar að til þess að taka þátt. Hótel hafi verið uppbókuð fyrir helgina og miðar á viðburði uppseldir. Þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna, Jake Sullivan sagði fyrr í kvöld á Twittersíðu sinni að Bandaríkin væru tilbúin til þess að veita Kóreu allan þann stuðning sem þau þyrftu á að halda. Samkvæmt CNN má einnig búast við yfirlýsingu frá Joe Biden, Bandaríkjaforseta vegna harmleiksins. Hann er sagður hafa verið í miklu áfalli þegar hönum var greint frá fjölda látinna. The reports out of Seoul are heartbreaking. We are thinking about all those who lost loved ones and hoping for a quick recovery for those injured. The United States stands ready to provide the Republic of Korea with any support it needs.— Jake Sullivan (@JakeSullivan46) October 29, 2022
Suður-Kórea Hrekkjavaka Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira