Í fréttatilkynningu frá Mílu segir að tæknimenn séu á leið á vettvang og að viðgerð muni hefjast um leið og búið verður að staðsetja slitið.
Sigurrós Jónsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri Mílu, segir í samtali við Vísi að slitið geti haft þónokkur áhrif á nettengingu víða um land. Þegar hringurinn slitnar þurfa samskipti á netinu að fara lengri hringinn um landið. Samskipti við umheiminn fara um sæstreng frá Seyðisfirði og því hefur slitið aðallega áhrif á þau.
Hún segir ekki liggja fyrir að svo stöddu hvernig hringurinn slitnaði.