„Það er verið að sakfella saklausan mann“ Árni Sæberg og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 28. október 2022 18:16 Geir Gestsson er verjandi Murats Selivrada. Vísir Lögmaður Murats Selivrada, eins þeirra sem voru í dag sakfelld fyrir að hafa í félagi hvert við annað myrt Armando Beqirai, segir niðurstöðu Landsréttar vera mikil vonbrigði. „Þetta er þannig að það er verið að sakfella saklausan mann og dæma hann í mjög þunga refsingu,“ segir Geir Gestsson, verjandi Murats, í samtali við fréttastofu skömmu eftir að dómur var kveðinn upp. Murat var í dag dæmdur til fjórtán ára fangelsisvistar ásamt þeim Claudiu Sofiu Coelho Carvalho og Shpetim Qerimi og Angjelin Sterkaj, sem dæmdur var til tuttugu ára fangelsisvistar. „Mér finnst þetta ekki góður dagur fyrir íslenskt réttarkerfi. Mér finnst að kerfið hafi brugðist,“ segir Geir. Handviss um að málið fari fyrir Hæstarétt Geir segist fullviss um að mál fjórmenninganna verði tekið fyrir af Hæstarétti Íslands. Hann segist eiga eftir að lesa dóminn í heild sinni en að hann telji refsingu umbjóðanda síns með algjörum ólíkindum. Hann segist þó ekki endilega vera hissa á niðurstöðunni. „Ég veit það auðvitað þegar ég fer fyrir Landsrétt að það getur brugðið til beggja vona og ég veit að dómsformaður í þessu máli, Símon Sigvaldason, er ekki þekktur beinlínis fyrir að sýkna. Svo ég get ekki sagt að þetta komi mér fullkomlega á óvart en auðvitað kemur árafjöldinn mér á óvart. Þetta er ótrúleg tala,“ segir Geir. Fréttastofa hefur fjallað um dómstörf Símons Sigvaldasonar en hann hefur stundum verið kallaður „Símon grimmi“ af lögmönnum landsins. Árið 2012, þegar fréttastofa framkvæmdi athugun á héraðsdómaraferli Símons hafði hann aðeins sýknað í tveimur málum af síðustu þrjú hundruð og fjórum sakamálum sem hann hafði dæmt í. Sakfellingarhlutfallið hjá honum var því 99,4 prósent. Í spilaranum hér að neðan má sjá viðtalið við Geir Gestsson í heild sinni: Morð í Rauðagerði Dómsmál Tengdar fréttir Angjelin dæmdur í tuttugu ára fangelsi og þremenningarnir sekir um samverknað Angjelin Sterkaj hefur verið dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir morðið á Armando Beqirai. Landsréttur sneri við sýknu héraðsdóms yfir þremur samverkamönnum hans. Þau eru að mati Landsréttar öll sek um samverknað í morðinu og dæmd í fjórtán ára fangelsi. 28. október 2022 14:07 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
„Þetta er þannig að það er verið að sakfella saklausan mann og dæma hann í mjög þunga refsingu,“ segir Geir Gestsson, verjandi Murats, í samtali við fréttastofu skömmu eftir að dómur var kveðinn upp. Murat var í dag dæmdur til fjórtán ára fangelsisvistar ásamt þeim Claudiu Sofiu Coelho Carvalho og Shpetim Qerimi og Angjelin Sterkaj, sem dæmdur var til tuttugu ára fangelsisvistar. „Mér finnst þetta ekki góður dagur fyrir íslenskt réttarkerfi. Mér finnst að kerfið hafi brugðist,“ segir Geir. Handviss um að málið fari fyrir Hæstarétt Geir segist fullviss um að mál fjórmenninganna verði tekið fyrir af Hæstarétti Íslands. Hann segist eiga eftir að lesa dóminn í heild sinni en að hann telji refsingu umbjóðanda síns með algjörum ólíkindum. Hann segist þó ekki endilega vera hissa á niðurstöðunni. „Ég veit það auðvitað þegar ég fer fyrir Landsrétt að það getur brugðið til beggja vona og ég veit að dómsformaður í þessu máli, Símon Sigvaldason, er ekki þekktur beinlínis fyrir að sýkna. Svo ég get ekki sagt að þetta komi mér fullkomlega á óvart en auðvitað kemur árafjöldinn mér á óvart. Þetta er ótrúleg tala,“ segir Geir. Fréttastofa hefur fjallað um dómstörf Símons Sigvaldasonar en hann hefur stundum verið kallaður „Símon grimmi“ af lögmönnum landsins. Árið 2012, þegar fréttastofa framkvæmdi athugun á héraðsdómaraferli Símons hafði hann aðeins sýknað í tveimur málum af síðustu þrjú hundruð og fjórum sakamálum sem hann hafði dæmt í. Sakfellingarhlutfallið hjá honum var því 99,4 prósent. Í spilaranum hér að neðan má sjá viðtalið við Geir Gestsson í heild sinni:
Morð í Rauðagerði Dómsmál Tengdar fréttir Angjelin dæmdur í tuttugu ára fangelsi og þremenningarnir sekir um samverknað Angjelin Sterkaj hefur verið dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir morðið á Armando Beqirai. Landsréttur sneri við sýknu héraðsdóms yfir þremur samverkamönnum hans. Þau eru að mati Landsréttar öll sek um samverknað í morðinu og dæmd í fjórtán ára fangelsi. 28. október 2022 14:07 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Angjelin dæmdur í tuttugu ára fangelsi og þremenningarnir sekir um samverknað Angjelin Sterkaj hefur verið dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir morðið á Armando Beqirai. Landsréttur sneri við sýknu héraðsdóms yfir þremur samverkamönnum hans. Þau eru að mati Landsréttar öll sek um samverknað í morðinu og dæmd í fjórtán ára fangelsi. 28. október 2022 14:07