Lewandowski skaut Barcelona á toppinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. október 2022 21:15 Robert Lewandowski skoraði markið sem kom Barcelona á toppinn á Spáni. EPA-EFE/Juan Carlos Cardenas Robert Lewandowski skaut Barcelona á topp La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, með marki í uppbótartíma gegn Valencia. Fyrr í leiknum hafði mark verið dæmt af Valencia. Þrátt fyrir gott gengi á Spáni þá hafa Börsungar verið í ákveðinni brekku undanfarið en í vikunni féll liðið úr leik í Meistaradeild Evrópu. Það var því ekki til að bæta skapið hjá Xavi, þjálfari Barcelona, þegar Eric Garcia meiddist undir lok fyrri hálfleiks. Inn kom Marcos Alonso en sá er farinn að spila miðvörð oftar en vinstri bakvörð þessa dagana. Staðan var hins vegar markalaus í hálfleik og pressan farin að segja til sín hjá Xavi og félögum. Ekki varð hún minni þegar Samuel Dias Lino kom heimamönnum í Valencia yfir í upphafi síðari hálfleiks. Eftir að skoða markið gaumgæfilega ákvað dómari leiksins að dæma það af þar sem boltinn strauk hendina á leikmanni Valencia í aðdragandanum. Markið stóð því ekki og Börsungar gátu andað léttar. Staðan var enn jöfn þegar 90 mínútur voru komnar á klukkuna en þremur mínútum síðar skoraði Lewandowski eina mark leiksins þegar hann stýrði fyrirgjöf Raphinha í netið við mikinn fögnuð festanna. Lewandowski with the 93rd-minute winner. It's what he does pic.twitter.com/g75iclAGJ5— B/R Football (@brfootball) October 29, 2022 Reyndist það eina mark leiksins og Barcelona vann dramatískan 1-0 sigur. Börsungar eru komnir á topp La Liga með 31 stig, jafn mörg og meistarar Real Madríd sem eiga leik til góða. Valencia er í 10. sæti með 15 stig. Spænski boltinn Fótbolti
Robert Lewandowski skaut Barcelona á topp La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, með marki í uppbótartíma gegn Valencia. Fyrr í leiknum hafði mark verið dæmt af Valencia. Þrátt fyrir gott gengi á Spáni þá hafa Börsungar verið í ákveðinni brekku undanfarið en í vikunni féll liðið úr leik í Meistaradeild Evrópu. Það var því ekki til að bæta skapið hjá Xavi, þjálfari Barcelona, þegar Eric Garcia meiddist undir lok fyrri hálfleiks. Inn kom Marcos Alonso en sá er farinn að spila miðvörð oftar en vinstri bakvörð þessa dagana. Staðan var hins vegar markalaus í hálfleik og pressan farin að segja til sín hjá Xavi og félögum. Ekki varð hún minni þegar Samuel Dias Lino kom heimamönnum í Valencia yfir í upphafi síðari hálfleiks. Eftir að skoða markið gaumgæfilega ákvað dómari leiksins að dæma það af þar sem boltinn strauk hendina á leikmanni Valencia í aðdragandanum. Markið stóð því ekki og Börsungar gátu andað léttar. Staðan var enn jöfn þegar 90 mínútur voru komnar á klukkuna en þremur mínútum síðar skoraði Lewandowski eina mark leiksins þegar hann stýrði fyrirgjöf Raphinha í netið við mikinn fögnuð festanna. Lewandowski with the 93rd-minute winner. It's what he does pic.twitter.com/g75iclAGJ5— B/R Football (@brfootball) October 29, 2022 Reyndist það eina mark leiksins og Barcelona vann dramatískan 1-0 sigur. Börsungar eru komnir á topp La Liga með 31 stig, jafn mörg og meistarar Real Madríd sem eiga leik til góða. Valencia er í 10. sæti með 15 stig.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti